Alþingi

Fréttamynd

Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis

Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum.

Innlent
Fréttamynd

Enn stendur til að halda #metoo ráðstefnu

Hugmyndin um að fresta #metoo ráðstefnu sem átti að halda við þingsetningu á morgun var að frumkvæði Karenar Kjartansdóttur, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar. Ráðstefnuna átti að halda á vegum flokkanna og í þverpólitísku samstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Gagnagrunnur um laun landsmanna nýtist til stefnumótunar

Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tímann. Forsætisráðherra segir grunninn gagnast stjórnvöldum við stefnumótun til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

„Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“

„Ólaf­ur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son áttu aðeins eitt er­indi á Klaust­ur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokk­inn sem kom þeim á þing,“ skrif­ar Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki svarað boði á nefndarfund um sendiherrakapal

Alls óljóst er hvort að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, muni mæta á opinn fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem boðað hefur verið til klukkan 10:30 í dag en þar á að ræða skipan í sendiherrastöður.

Innlent
Fréttamynd

Fresta Metoo-ráðstefnu

Metoo-ráðstefnu stjórnmálaflokka á Alþingi hefur verið frestað. Hún átti að fara fram á þingsetningardegi. Miðflokkurinn vildi ekki vera með samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi.

Innlent