Stj.mál Fundað vegna forvals Vinstri - grænna á höfuðborgarsvæðinu Vinstri - grænir halda í kvöld kynningarfund fyrir félagsmenn vegna forvals fyrir komandi alþingiskosningar. Þar verða tillögur uppstillingarnefndar kynntar en þær gera ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi. Gert er ráð fyrir forvali fyrir félagsmenn þann 11. nóvember næstkomandi og að framboðsfrestur sé til 27. október. Innlent 12.9.2006 17:24 Ásta sækist eftir þriðja sætinu Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Stjórn fulltrúaráðs flokksins hefur lagt til að prófkjör fari fram 27. og 28. október en það er í höndum fulltrúaráðsfundar að taka endanlega ákvörðun um það. Innlent 12.9.2006 17:17 Aukið samráð og gegnsærra lagasetningarferli Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til þess kanna hvernig megi með markvissum hætti einfalda lög og reglur á Íslandi með það að markmiði að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs hefur skilað tillögum sínum. Innlent 12.9.2006 15:27 Vilja fund vegna málefna Barnahúss Fulltrúar Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd hafa óskað eftir fundi um málefni Barnahúss eftir umræður síðustu daga um framkvæmd skýrslutöku á börnum vegna meintra kynferðisafbrota. Innlent 12.9.2006 13:27 Segja lítinn áhuga á hvalkjöti innan lands sem utan Einungis 1,1 prósent Íslendinga neytir hvalkjöts einu sinni í viku eða oftar en 82,4% prósent fólks á aldrinum 16-24 ára leggur sér ekki hvalkjöt til munns. Þetta eru niðurstöður úr árlegri neyslukönnun Gallup sem gerð var í júní og júlí fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og Alþjóðadýraverndunarsjóðinni. Innlent 12.9.2006 09:48 Stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði upp Félag leikskólakennara og Kennarafélag Reykjavíkur telja það stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði Reykjavíkurborgar upp í tvö ráð og menntasviði upp í tvö svið. Mælast félögin eindregið til þess að fallið verði frá breytingunni strax. Innlent 12.9.2006 11:03 Dregur úr verðbólgu milli mánaða Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt nýjum upplýsingum frá Hagstofunni. Hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6 prósent síðustu mánuði sem þýðir að dregið hefur úr verðbólgu í landinu um eitt prósentustig frá síðasta mánuði. Innlent 12.9.2006 09:24 Gekk af fundi iðnaðarnefndar Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, gekk í dag af framhaldsfundi iðnaðarnefndar til þess að mótmæla því sem hann kallar leynimakk Landsvirkjunar. Fram kemur á heimasíðu Ögmundar að á fundinum hafi fulltrúar Landsvirkjunar krafist þess að nýtt arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar yrði aðeins kynnt ef þingmenn hétu því að þegja um upplýsingarnar. Innlent 11.9.2006 15:16 Sendir bréf til þingmanna EES vegna sjóræningjaveiða Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA, hefur sent þingmönnum Evrópuþingsins, Noregs og Liechtenstein sem sæti eiga í þingmannanefnd EES bréf þar sem hann vekur athygli á sjóræningjaveiðum á Norður-Atlantshafi og aðgerðum til að sporna við þeim. Innlent 11.9.2006 15:01 Kosið um þrjú efstu sætin í Norðausturkjördæmi Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að halda prófkjör við röðun efstu manna á lista flokksins fyrir næstu þingkosningar. Innlent 11.9.2006 14:25 Unnið verði að aukinni hagkvæmni og lækkun skatta Afurðarstöðvar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi leggja til að unnið verði með stjórnvöldum að mörkun stefnu um aukna hagkvæmni í landbúnaði og lækkun virðisaukaskatts á matvæli til þess að ná fram frekari raunlækkun á matvælaverði. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi afurðastöðvanna í gær. Innlent 11.9.2006 12:43 Hægt að lækka matarverð á morgun Hægt væri að lækka matarverð á morgun með lækkun vörugjalda og tolla, að mati Guðlaugs Þór Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Viljaleysi til breytinga á landbúnaðarkerfinu, meðal annars af hálfu Framsóknarflokksins, sé ástæða þess að matarverð hafi ekki lækkað fyrr. Innlent 11.9.2006 12:37 Ekki rof á skyldum gagnvart NATO Íslendingar bregðast ekki skyldum sínum gagnvart NATO þótt ratsjáreftirlit sé takmarkað, að mati Geirs Haarde, forsætisráðherra. Hann segir varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn eiga að ljúka fyrir mánaðamót. Innlent 9.9.2006 21:47 Vill taka málið upp við yfirstjórn NATO Varaformaður Samfylkingarinnar vill taka það upp við yfirstjórn NATO að ekkert eftirlit sé með ómerktum flugvélum sem hugsanlega reyna að komast inn í íslenska lofthelgi. Innlent 9.9.2006 12:47 Varnarviðræður halda áfram 14. september Og við vorum að fá þá frétt að ákveðið hefur verið að viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál verði haldið áfram fimmtudaginn 14. september næstkomandi í Washington. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Innlent 8.9.2006 17:19 Árni vék ekki fyrir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það af og frá að Árni Mathiesen hafi fært sig yfir í suðurkjördæmi til að hún gæti tekið fyrsta sæti á lista flokksins í suðvesturkjördæmi. Þetta sagði hún í viðtali við NFS eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Innlent 8.9.2006 13:04 Vill ræða arðsemismat í ljósi nýrra upplýsinga Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, óskaði eftir því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag að fulltrúar Landsvirkjunar og hagfræði- og efnhagssérfræðingar kæmu á fund nefndarinnar. Tilefnið er arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar í ljósi upplýsinga um aukinn kostnað virkjunarinnar. Innlent 8.9.2006 13:56 Auðvelt að kenna Litháum um fíkniefnavanda hér á landi Það er auðveld lausn og ódýr að kenna Litháum um fíkniefnavanda Íslendinga, segir maður sem skipuleggur stofnun þingflokks um málefni innflytjenda. Hann segir ótækt að einblína á smygl um Keflavíkurflugvöll þegar hafnir landsins standi galopnar fyrir smygli. Innlent 8.9.2006 12:41 Upplýsingum um Strætó ekki leynt Upplýsingum um bága fjárhagsstöðu Strætós bs. var ekki haldið leyndum fyrir kosningar, segir fyrrum stjórnarformaður byggðasamlagsins. Mikill pólitískur ágreiningur um reksturinn hafi hins vegar ekki verið gerður opinber - og það kunni að hafa verið mistök. Innlent 8.9.2006 12:36 Stefnir í Suðurlandsskjálfta fyrir kosningar Það stefnir í nokkurs konar Suðurlandsskjálfta hjá Sjálfstæðismönnum í Suður- og Suðvesturkjördæmi þegar þingmenn og ráðherrar bítast um efstu sætin á framboðslistum til alþingiskosninga. Innlent 8.9.2006 12:14 Afnotagjöld hækkuð um átta prósent Ríkisstjórnin samþykkti í morgun á fundi sínum að hækka afnotagjöld Ríkisútvarpsins um átta prósent frá næstu mánaðamótum. Nemur hækkunin 216 krónum. Innlent 8.9.2006 12:11 Neitar að tjá sig um ratsjárstöðvar Forsætisráðherra vill ekki tjá sig um þær fréttir að Bandaríkjamenn hafi ekki sýnt áhuga á að hafa eftirlit með merkjum sem berast frá fjórum ratsjárstöðvum hersins á Íslandi. Samkvæmt heimildum NFS ætla Íslendingar að tryggja rekstur stöðvanna áfram með einum eða öðrum hætti. Innlent 8.9.2006 11:58 Skorað á öll stjórnmálaöfl að tryggja jafnan hlut kynjanna Kvennahreyfing Samfylkingarinnar skorar á öll stjórnmálaöfl að tryggja jafnan hlut kvenna og karla á framboðslistum í komandi alþingiskosningum. Í tilkynningu frá hreyfingunni er sérstaklega hvatt til þess að í tveimur efstu sætum hvers framboðslista sé fólk af báðum kynjum og þannig tryggt að hlutur kynjanna verði sem jafnastur í fulltrúatölu á Alþingi. Innlent 8.9.2006 10:28 Efnistaka við Eyvindará hafi ekki verulega neikvæð áhrif Skipulagsstofnun hefur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð efnistaka við Eyvindará á Fljótsdalshéraði eins og hún sé kynnt í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum valdi ekki verulega neikvæðum og óafturkræfum sjónrænum áhrifum. Innlent 8.9.2006 10:39 Guðjón Hjörleifsson býður sig fram í 2.-3. sæti Guðjón Hjörleifsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í 2. til 3. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara næsta vor. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér í morgun en Guðjón var í þriðja sæti listans fyrir síðustu kosningar. Innlent 8.9.2006 08:13 Þorgerður Katrín sækist eftir 1. sætinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar næsta vor. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Innlent 8.9.2006 07:57 Stjórnarandstaðan stillir saman strengi sína Formenn Samfylkingarinnar, vinstri grænna og Frjálslynda flokksins hittust í gær til að ræða einhvers konar samstarf á milli flokkanna í næstu þingkosningum. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að ákveðið hafi verið að flokkarnir reyndu að stilla saman strengi sína og það yrði byrjað á velferðarmálunum. Innlent 7.9.2006 20:28 Greiða 30 þúsund krónur með ungbarni á mánuði Kópavogsbær hyggst greiða foreldrum ungbarna um 30 þúsund krónur á mánuði frá lokum fæðingarorlofs þar til barnið fær leikskólavist eða hefur náð tveggja ára aldri. Þessar hugmyndir voru kynntar á bæjarráðsfundi í dag. Innlent 7.9.2006 16:42 Árni býður sig fram í Suðurkjördæmi Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Þetta tilkynnti ráðherra á fundi á Kaffitári í Reykjanesbæ. Innlent 7.9.2006 15:00 Fylkisþingmenn frá Kaliforníu í heimsókn Sendinefnd frá fylkisþingi Kaliforníu verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Alþingis dagana 7.-13. september. Fyrir sendinefndinni fer öldungadeildarþingmaðurinn Tom Torlakson en hann er af íslenskum ættum Innlent 7.9.2006 14:25 « ‹ 25 26 27 28 29 30 31 32 33 … 187 ›
Fundað vegna forvals Vinstri - grænna á höfuðborgarsvæðinu Vinstri - grænir halda í kvöld kynningarfund fyrir félagsmenn vegna forvals fyrir komandi alþingiskosningar. Þar verða tillögur uppstillingarnefndar kynntar en þær gera ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi. Gert er ráð fyrir forvali fyrir félagsmenn þann 11. nóvember næstkomandi og að framboðsfrestur sé til 27. október. Innlent 12.9.2006 17:24
Ásta sækist eftir þriðja sætinu Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Stjórn fulltrúaráðs flokksins hefur lagt til að prófkjör fari fram 27. og 28. október en það er í höndum fulltrúaráðsfundar að taka endanlega ákvörðun um það. Innlent 12.9.2006 17:17
Aukið samráð og gegnsærra lagasetningarferli Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til þess kanna hvernig megi með markvissum hætti einfalda lög og reglur á Íslandi með það að markmiði að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs hefur skilað tillögum sínum. Innlent 12.9.2006 15:27
Vilja fund vegna málefna Barnahúss Fulltrúar Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd hafa óskað eftir fundi um málefni Barnahúss eftir umræður síðustu daga um framkvæmd skýrslutöku á börnum vegna meintra kynferðisafbrota. Innlent 12.9.2006 13:27
Segja lítinn áhuga á hvalkjöti innan lands sem utan Einungis 1,1 prósent Íslendinga neytir hvalkjöts einu sinni í viku eða oftar en 82,4% prósent fólks á aldrinum 16-24 ára leggur sér ekki hvalkjöt til munns. Þetta eru niðurstöður úr árlegri neyslukönnun Gallup sem gerð var í júní og júlí fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og Alþjóðadýraverndunarsjóðinni. Innlent 12.9.2006 09:48
Stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði upp Félag leikskólakennara og Kennarafélag Reykjavíkur telja það stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði Reykjavíkurborgar upp í tvö ráð og menntasviði upp í tvö svið. Mælast félögin eindregið til þess að fallið verði frá breytingunni strax. Innlent 12.9.2006 11:03
Dregur úr verðbólgu milli mánaða Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt nýjum upplýsingum frá Hagstofunni. Hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6 prósent síðustu mánuði sem þýðir að dregið hefur úr verðbólgu í landinu um eitt prósentustig frá síðasta mánuði. Innlent 12.9.2006 09:24
Gekk af fundi iðnaðarnefndar Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, gekk í dag af framhaldsfundi iðnaðarnefndar til þess að mótmæla því sem hann kallar leynimakk Landsvirkjunar. Fram kemur á heimasíðu Ögmundar að á fundinum hafi fulltrúar Landsvirkjunar krafist þess að nýtt arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar yrði aðeins kynnt ef þingmenn hétu því að þegja um upplýsingarnar. Innlent 11.9.2006 15:16
Sendir bréf til þingmanna EES vegna sjóræningjaveiða Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA, hefur sent þingmönnum Evrópuþingsins, Noregs og Liechtenstein sem sæti eiga í þingmannanefnd EES bréf þar sem hann vekur athygli á sjóræningjaveiðum á Norður-Atlantshafi og aðgerðum til að sporna við þeim. Innlent 11.9.2006 15:01
Kosið um þrjú efstu sætin í Norðausturkjördæmi Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að halda prófkjör við röðun efstu manna á lista flokksins fyrir næstu þingkosningar. Innlent 11.9.2006 14:25
Unnið verði að aukinni hagkvæmni og lækkun skatta Afurðarstöðvar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi leggja til að unnið verði með stjórnvöldum að mörkun stefnu um aukna hagkvæmni í landbúnaði og lækkun virðisaukaskatts á matvæli til þess að ná fram frekari raunlækkun á matvælaverði. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi afurðastöðvanna í gær. Innlent 11.9.2006 12:43
Hægt að lækka matarverð á morgun Hægt væri að lækka matarverð á morgun með lækkun vörugjalda og tolla, að mati Guðlaugs Þór Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Viljaleysi til breytinga á landbúnaðarkerfinu, meðal annars af hálfu Framsóknarflokksins, sé ástæða þess að matarverð hafi ekki lækkað fyrr. Innlent 11.9.2006 12:37
Ekki rof á skyldum gagnvart NATO Íslendingar bregðast ekki skyldum sínum gagnvart NATO þótt ratsjáreftirlit sé takmarkað, að mati Geirs Haarde, forsætisráðherra. Hann segir varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn eiga að ljúka fyrir mánaðamót. Innlent 9.9.2006 21:47
Vill taka málið upp við yfirstjórn NATO Varaformaður Samfylkingarinnar vill taka það upp við yfirstjórn NATO að ekkert eftirlit sé með ómerktum flugvélum sem hugsanlega reyna að komast inn í íslenska lofthelgi. Innlent 9.9.2006 12:47
Varnarviðræður halda áfram 14. september Og við vorum að fá þá frétt að ákveðið hefur verið að viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál verði haldið áfram fimmtudaginn 14. september næstkomandi í Washington. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Innlent 8.9.2006 17:19
Árni vék ekki fyrir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það af og frá að Árni Mathiesen hafi fært sig yfir í suðurkjördæmi til að hún gæti tekið fyrsta sæti á lista flokksins í suðvesturkjördæmi. Þetta sagði hún í viðtali við NFS eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Innlent 8.9.2006 13:04
Vill ræða arðsemismat í ljósi nýrra upplýsinga Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, óskaði eftir því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag að fulltrúar Landsvirkjunar og hagfræði- og efnhagssérfræðingar kæmu á fund nefndarinnar. Tilefnið er arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar í ljósi upplýsinga um aukinn kostnað virkjunarinnar. Innlent 8.9.2006 13:56
Auðvelt að kenna Litháum um fíkniefnavanda hér á landi Það er auðveld lausn og ódýr að kenna Litháum um fíkniefnavanda Íslendinga, segir maður sem skipuleggur stofnun þingflokks um málefni innflytjenda. Hann segir ótækt að einblína á smygl um Keflavíkurflugvöll þegar hafnir landsins standi galopnar fyrir smygli. Innlent 8.9.2006 12:41
Upplýsingum um Strætó ekki leynt Upplýsingum um bága fjárhagsstöðu Strætós bs. var ekki haldið leyndum fyrir kosningar, segir fyrrum stjórnarformaður byggðasamlagsins. Mikill pólitískur ágreiningur um reksturinn hafi hins vegar ekki verið gerður opinber - og það kunni að hafa verið mistök. Innlent 8.9.2006 12:36
Stefnir í Suðurlandsskjálfta fyrir kosningar Það stefnir í nokkurs konar Suðurlandsskjálfta hjá Sjálfstæðismönnum í Suður- og Suðvesturkjördæmi þegar þingmenn og ráðherrar bítast um efstu sætin á framboðslistum til alþingiskosninga. Innlent 8.9.2006 12:14
Afnotagjöld hækkuð um átta prósent Ríkisstjórnin samþykkti í morgun á fundi sínum að hækka afnotagjöld Ríkisútvarpsins um átta prósent frá næstu mánaðamótum. Nemur hækkunin 216 krónum. Innlent 8.9.2006 12:11
Neitar að tjá sig um ratsjárstöðvar Forsætisráðherra vill ekki tjá sig um þær fréttir að Bandaríkjamenn hafi ekki sýnt áhuga á að hafa eftirlit með merkjum sem berast frá fjórum ratsjárstöðvum hersins á Íslandi. Samkvæmt heimildum NFS ætla Íslendingar að tryggja rekstur stöðvanna áfram með einum eða öðrum hætti. Innlent 8.9.2006 11:58
Skorað á öll stjórnmálaöfl að tryggja jafnan hlut kynjanna Kvennahreyfing Samfylkingarinnar skorar á öll stjórnmálaöfl að tryggja jafnan hlut kvenna og karla á framboðslistum í komandi alþingiskosningum. Í tilkynningu frá hreyfingunni er sérstaklega hvatt til þess að í tveimur efstu sætum hvers framboðslista sé fólk af báðum kynjum og þannig tryggt að hlutur kynjanna verði sem jafnastur í fulltrúatölu á Alþingi. Innlent 8.9.2006 10:28
Efnistaka við Eyvindará hafi ekki verulega neikvæð áhrif Skipulagsstofnun hefur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð efnistaka við Eyvindará á Fljótsdalshéraði eins og hún sé kynnt í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum valdi ekki verulega neikvæðum og óafturkræfum sjónrænum áhrifum. Innlent 8.9.2006 10:39
Guðjón Hjörleifsson býður sig fram í 2.-3. sæti Guðjón Hjörleifsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í 2. til 3. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara næsta vor. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér í morgun en Guðjón var í þriðja sæti listans fyrir síðustu kosningar. Innlent 8.9.2006 08:13
Þorgerður Katrín sækist eftir 1. sætinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar næsta vor. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Innlent 8.9.2006 07:57
Stjórnarandstaðan stillir saman strengi sína Formenn Samfylkingarinnar, vinstri grænna og Frjálslynda flokksins hittust í gær til að ræða einhvers konar samstarf á milli flokkanna í næstu þingkosningum. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að ákveðið hafi verið að flokkarnir reyndu að stilla saman strengi sína og það yrði byrjað á velferðarmálunum. Innlent 7.9.2006 20:28
Greiða 30 þúsund krónur með ungbarni á mánuði Kópavogsbær hyggst greiða foreldrum ungbarna um 30 þúsund krónur á mánuði frá lokum fæðingarorlofs þar til barnið fær leikskólavist eða hefur náð tveggja ára aldri. Þessar hugmyndir voru kynntar á bæjarráðsfundi í dag. Innlent 7.9.2006 16:42
Árni býður sig fram í Suðurkjördæmi Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Þetta tilkynnti ráðherra á fundi á Kaffitári í Reykjanesbæ. Innlent 7.9.2006 15:00
Fylkisþingmenn frá Kaliforníu í heimsókn Sendinefnd frá fylkisþingi Kaliforníu verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Alþingis dagana 7.-13. september. Fyrir sendinefndinni fer öldungadeildarþingmaðurinn Tom Torlakson en hann er af íslenskum ættum Innlent 7.9.2006 14:25
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent