Stj.mál Vill að Alþingi breyti lögum til að afstýra einokun í mjólkuriðnaði Talsmaður neytenda vill að Alþingi samþykki þegar í stað breytingu á lögum til þess að afstýra einokun í mjólkuriðnaði með samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Innlent 17.10.2006 16:51 Vinstri - grænir styðja ekki hvalveiðar Þingflokkur Vinstri - grænna styður ekki að teknar verði upp hvalveiðar nú meðal annars vegna þess að hugsanlega sé að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna, á þingi í dag þegar tilkynnt var að veiðar hæfust á ný. Innlent 17.10.2006 15:58 Börn og unglingar í félagsstarfssemi tryggð í Kópavogi Kópavogsbær og Vátryggingafélag Íslands hafa gert með sér samning sem felur í sér að VÍS slysatryggir öll börn undir 18 ára aldri sem stunda íþróttir eða aðra skipulagða félagsstarfsemi í Kópavogi. Innlent 17.10.2006 15:27 Hvalur 9 heldur til veiða í kvöld Hvalur 9 heldur til hvalveiða í kvöld að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf, í kjölfar ákvörðuna íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson tilkynnti í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að hann hefði tekið þá ákvörðun að leyfa veiðar á níu langreyðum og 30 hrefnum á fiskveiðiárinu 2006/2007 til viðbótar þeim tæpu 40 hrefnum sem veiða á í vísindaskyni. Innlent 17.10.2006 15:06 Sendiráð Íslands taka þátt í kynningu á ákvörðun um hvalveiðar Kynningarefni á ensku hefur verið útbúið vegna þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti um hana á þingi í dag. Fram kemur í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu að sendiráð Íslands erlendis muni taka fullan þátt í að kynna sjónarmið Íslands erlendis og svara fyrirspurnum sem kunna að koma í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra. Innlent 17.10.2006 14:46 Hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast á ný Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland. Innlent 17.10.2006 14:02 Vona að ekki verði af hvalveiðum Breska sendiráðið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fregna af hugsanlegum hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni þar sem bent er á að margir Bretar muni eiga í vandræðum með að skilja nauðsyn þess að hefja slíkar veiðar. Í tilkynningunni segir að á þettta vilji bresk yfirvöld benda í mestu vinsemd og vona að af veiðunum verði ekki. Innlent 17.10.2006 13:38 Vilja skóla og æfingaaðstöðu á varnarliðssvæði Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna telur að byggja eigi upp skóla og þjálfunaraðstöðu fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og æfingasvæði fyrir þessar stéttir og lögreglu, björgunarsveitir og Landhelgisgæslu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli nú þegar herinn er farinn. Innlent 17.10.2006 12:54 Aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland samþykkt Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland fyrir árin 2006-2009. Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að markmiðið með áætluninni sé að einfalda og bæta opinbert regluverk í þágu atvinnulífs og almennings. Innlent 17.10.2006 12:36 Sökuðu ríkisstjórnina um hernað fólkinu í landinu Þingmenn Samfylkingarinnar saka ríkisstjórnina um hernað gegn fólkinu í landinu með sérhagsmunagæslu í þágu mjólkuriðnaðar. Landbúnaðarráðherra segir hins vegar að stjórnvöld væru að koma aftan að bændum og mjólkuriðnaði ef samkeppnisumhverfi hans yrði breytt. Innlent 17.10.2006 12:29 Vilja leyfa innflutning mjólkurvara án tolla Neytendasamtökin krefjast þess að leyft verði að flytja inn mjólkurvörur með mjög lágum tollum eða án tolla. Þessa kröfu gera samtökin eftir fréttir síðustu daga þar sem fram hefur komið að ákvæði í búvörulögum, sem veita mjólkuriðnaðinum heimild til samráðs, gangi gegn samkeppnislögum og að til standi að sameina flestöll mjólkursamlög í eitt. Innlent 17.10.2006 10:43 Umræður um RÚV og fundarstjórn til miðnættis í gær Umræður um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins stóðu nánast til miðnættis í gærkvöld og einkenndust af athugasemdum um fundarstjórn forseta. Umræðurnar hófust klukkan fjögur í gær og eftir að deilt hafði verið um fundarstjórn í um klukkustund gat menntamálaráðherra mælt fyrir frumvarpinu. Innlent 17.10.2006 10:32 Ríkissaksóknari rannsakar meintar hleranir hjá ráðamönnum Ríkissaksóknari hefur ákveðið að mæla fyrir um rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins og frambjóðanda Samfylkingarinnar fyrir þingkosningar í vor. Innlent 16.10.2006 17:13 Ellert gefur kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar Ellert B. Schram, fyrrverandi forseti ÍSÍ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 11. nóvember. Í tilkynningu Ellerts segist hann ekki sækjast eftir tilteknu sæti heldur láti kjósendum eftir að velja það. Innlent 16.10.2006 16:45 Hart deilt á lífeyrissjóði vegna skerðingaráforma Hart var deilt á þá lífeyrissjóði sem hafa tilkynnt um örorkulífeyrisþegum að greiðslur þeirra verði skertar eða felldar niður frá og með næstu mánaðamótum í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Kallað var eftir því að fjármálaráðherra hnekkti ákvörðuninni en hann sagði málið ekki í sínum höndum. Innlent 16.10.2006 16:17 Menntamálaráðherra snýr við úrskurði þjóðskjalavarðar Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvörðun þjóðskjalavarðar um að synja beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins, um aðgang að gögnum um símahleranir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Innlent 16.10.2006 15:18 Vímuvarnarvika sett formlega á morgun Vikan 16.-22. október er Vímuvarnarvika sem nú er haldin í þriðja sinn. Vikan hefst formlega á morgun með kynningarfundi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og þá mun Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirrita þriggja ára forvarnasamning við Samstarfsráð um forvarnir. Innlent 16.10.2006 15:03 Opinn fyrir öllum kostum í ríkisstjórnarsamstarfi Formaður Sjálfstæðisflokksins segist opinn gagnvart öllum kostum í nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Hins vegar sé sundrung meðal stjórnarandstöðuflokkanna, til dæmis í varnarmálum. Innlent 16.10.2006 12:26 Ungir leiðtogar ræða um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum Þessa dagana er haldinn hér á landi alþjóðlegur samráðsfundur um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum að frumkvæði samtaka ungra forystumanna á heimsvísu, Young Global Leaders, sem starfa á vettvangi hinnar árlegu Davos-ráðstefnu, World Economic Forum. Innlent 13.10.2006 14:36 Spyr hví Týr sé merktur Coast Guard Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra, um hvers vegna varðskipið Týr sé núna merkt Landhelgisgæslunni á ensku, á hliðum skipsins. Innlent 13.10.2006 13:16 Gagnrýna hvor aðra fyrir gagnrýni Ríkisendurskoðun og Umhverfisstofnun gagnrýna nú hvor aðra fyrir gagnrýni hvorrar á verkum annarrar og er mergur málsins orðinn aukaatriði. Innlent 13.10.2006 12:28 Gorbastjov hugsanlega heiðursforseti Friðarstofnunar Reykjavíkur Höfði verður aðsetur Friðarstofnunar Reykjavíkur sem verður að veruleika innan tíðar. Svo gæti farið að Mikail Gorbatsjov yrði heiðursforseti stofnunarinnar. Fyrrum forseti Slóvakíu sem undirbýr stofnunina segir Ísland besta staðinn fyrir friðarviðræður. Innlent 13.10.2006 12:16 Sakar Kristján Þór um að ljúga að kjósendum sínum Bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri vill að bæjarstjórinn taki sér launalaust leyfi meðan hann gegni prófkjörsbaráttu. Hann sakar Kristján Þór Júlíusson um að hafa logið að kjósendum sínum. Innlent 13.10.2006 12:09 Vefritið Vefritið opnað í dag Nýtt vefrit um pólitík og samfélagsmál, Vefritið, var opnað formlega í dag. Fram kemur í tilkynningu frá ritstjórn Vefritsins að í það skrifi fjölbreyttur hópur ungs fólks sem eigi það sameiginlegt að vera frjálslynt félagshyggjufólk. Innlent 13.10.2006 11:48 200 börn bíða eftir plássi á frístundaheimili Um 200 börn bíða nú eftir plássi á á frístundaheimilum borgarinnar og furðar fulltrúi Samfylkingarinnar í Hverfisráði Grafarvogs, Dofri Hermannsson, sig á sinnuleysi borgaryfirvalda í málinu. Í tilkynningu frá Dofra segir að vegna skorts á starfsfólki séu 63 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimili í Grafarvogi einum og séu sum þeirra fötluð eða með þroskafrávik og þurfi á sérstökum stuðningi að halda. Innlent 13.10.2006 10:48 Guðrún sækist eftir 4. -5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Guðrún Ögmundsdóttir þingkona sækist eftir fjórða til fimmta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 11. nóvember og er vegna komandi þingkosninga. Guðrún hefur setið á þingi frá árinu 1999 og skipaði í síðustu kosningum 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Innlent 13.10.2006 10:12 Þjóðarhreyfingin vill að varnarsamningi verði sagt upp Þjóðarhreyfingin mótmælir breyttum varnarsamningi milli Íslands og Bandaríkjanna og skorar á stjórnarandstöðuflokkana að lýsa því yfir nú þegar að myndi þeir ríkisstjórn eftir kosningar að vori, verði varnarsamningnum sagt upp. Innlent 13.10.2006 09:59 Heimsókn forsætisráðherra í Washington senn á enda Geir H. Haarde forsætisráðherra átti í gær fund með Richard G. Lugar, formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar bandaríska þingsins. Þar gerði forsætisráðherra þingmanninum grein fyrir nýgerðu samkomulagi Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál og ræddu þeir framtíðarsamskipti ríkjanna. Innlent 12.10.2006 16:52 Mótmæla sölu á Fríkirkjuvegi 11 Vinstri - grænir í Reykjavík mótmæla sölu á Fríkirkjuvegi 11, sem áður var einbýlishús athafnamannsins Thors Jensens. Borgarráð samþykkti í dag að undirbúa sölu þess en í bókun Árna Þórs Sigurðssonar, fulltrúa Vinstri - grænna í borgarráði, segir segja að það eigi áfram að vera í eigu borgarinnar enda um eina fegurstu húseign borgarinnar að ræða. Innlent 12.10.2006 16:00 Borgarráð samþykkir að selja Fríkirkjuveg 11 Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að selja húsið að Fríkirkjuvegi 11, sem áður var einbýlishús Thors Jensens athafnamanns. Þar hafa um árabil verið höfuðstöðvar Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar en í tillögunni sem lögð var fyrir á fundi borgarráðs er gert ráð fyrir því að fundið verði nýtt húsnæði fyrir þá starfsemi. Innlent 12.10.2006 14:35 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 187 ›
Vill að Alþingi breyti lögum til að afstýra einokun í mjólkuriðnaði Talsmaður neytenda vill að Alþingi samþykki þegar í stað breytingu á lögum til þess að afstýra einokun í mjólkuriðnaði með samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Innlent 17.10.2006 16:51
Vinstri - grænir styðja ekki hvalveiðar Þingflokkur Vinstri - grænna styður ekki að teknar verði upp hvalveiðar nú meðal annars vegna þess að hugsanlega sé að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna, á þingi í dag þegar tilkynnt var að veiðar hæfust á ný. Innlent 17.10.2006 15:58
Börn og unglingar í félagsstarfssemi tryggð í Kópavogi Kópavogsbær og Vátryggingafélag Íslands hafa gert með sér samning sem felur í sér að VÍS slysatryggir öll börn undir 18 ára aldri sem stunda íþróttir eða aðra skipulagða félagsstarfsemi í Kópavogi. Innlent 17.10.2006 15:27
Hvalur 9 heldur til veiða í kvöld Hvalur 9 heldur til hvalveiða í kvöld að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf, í kjölfar ákvörðuna íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson tilkynnti í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að hann hefði tekið þá ákvörðun að leyfa veiðar á níu langreyðum og 30 hrefnum á fiskveiðiárinu 2006/2007 til viðbótar þeim tæpu 40 hrefnum sem veiða á í vísindaskyni. Innlent 17.10.2006 15:06
Sendiráð Íslands taka þátt í kynningu á ákvörðun um hvalveiðar Kynningarefni á ensku hefur verið útbúið vegna þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti um hana á þingi í dag. Fram kemur í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu að sendiráð Íslands erlendis muni taka fullan þátt í að kynna sjónarmið Íslands erlendis og svara fyrirspurnum sem kunna að koma í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra. Innlent 17.10.2006 14:46
Hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast á ný Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland. Innlent 17.10.2006 14:02
Vona að ekki verði af hvalveiðum Breska sendiráðið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fregna af hugsanlegum hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni þar sem bent er á að margir Bretar muni eiga í vandræðum með að skilja nauðsyn þess að hefja slíkar veiðar. Í tilkynningunni segir að á þettta vilji bresk yfirvöld benda í mestu vinsemd og vona að af veiðunum verði ekki. Innlent 17.10.2006 13:38
Vilja skóla og æfingaaðstöðu á varnarliðssvæði Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna telur að byggja eigi upp skóla og þjálfunaraðstöðu fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og æfingasvæði fyrir þessar stéttir og lögreglu, björgunarsveitir og Landhelgisgæslu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli nú þegar herinn er farinn. Innlent 17.10.2006 12:54
Aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland samþykkt Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland fyrir árin 2006-2009. Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að markmiðið með áætluninni sé að einfalda og bæta opinbert regluverk í þágu atvinnulífs og almennings. Innlent 17.10.2006 12:36
Sökuðu ríkisstjórnina um hernað fólkinu í landinu Þingmenn Samfylkingarinnar saka ríkisstjórnina um hernað gegn fólkinu í landinu með sérhagsmunagæslu í þágu mjólkuriðnaðar. Landbúnaðarráðherra segir hins vegar að stjórnvöld væru að koma aftan að bændum og mjólkuriðnaði ef samkeppnisumhverfi hans yrði breytt. Innlent 17.10.2006 12:29
Vilja leyfa innflutning mjólkurvara án tolla Neytendasamtökin krefjast þess að leyft verði að flytja inn mjólkurvörur með mjög lágum tollum eða án tolla. Þessa kröfu gera samtökin eftir fréttir síðustu daga þar sem fram hefur komið að ákvæði í búvörulögum, sem veita mjólkuriðnaðinum heimild til samráðs, gangi gegn samkeppnislögum og að til standi að sameina flestöll mjólkursamlög í eitt. Innlent 17.10.2006 10:43
Umræður um RÚV og fundarstjórn til miðnættis í gær Umræður um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins stóðu nánast til miðnættis í gærkvöld og einkenndust af athugasemdum um fundarstjórn forseta. Umræðurnar hófust klukkan fjögur í gær og eftir að deilt hafði verið um fundarstjórn í um klukkustund gat menntamálaráðherra mælt fyrir frumvarpinu. Innlent 17.10.2006 10:32
Ríkissaksóknari rannsakar meintar hleranir hjá ráðamönnum Ríkissaksóknari hefur ákveðið að mæla fyrir um rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins og frambjóðanda Samfylkingarinnar fyrir þingkosningar í vor. Innlent 16.10.2006 17:13
Ellert gefur kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar Ellert B. Schram, fyrrverandi forseti ÍSÍ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 11. nóvember. Í tilkynningu Ellerts segist hann ekki sækjast eftir tilteknu sæti heldur láti kjósendum eftir að velja það. Innlent 16.10.2006 16:45
Hart deilt á lífeyrissjóði vegna skerðingaráforma Hart var deilt á þá lífeyrissjóði sem hafa tilkynnt um örorkulífeyrisþegum að greiðslur þeirra verði skertar eða felldar niður frá og með næstu mánaðamótum í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Kallað var eftir því að fjármálaráðherra hnekkti ákvörðuninni en hann sagði málið ekki í sínum höndum. Innlent 16.10.2006 16:17
Menntamálaráðherra snýr við úrskurði þjóðskjalavarðar Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvörðun þjóðskjalavarðar um að synja beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins, um aðgang að gögnum um símahleranir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Innlent 16.10.2006 15:18
Vímuvarnarvika sett formlega á morgun Vikan 16.-22. október er Vímuvarnarvika sem nú er haldin í þriðja sinn. Vikan hefst formlega á morgun með kynningarfundi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og þá mun Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirrita þriggja ára forvarnasamning við Samstarfsráð um forvarnir. Innlent 16.10.2006 15:03
Opinn fyrir öllum kostum í ríkisstjórnarsamstarfi Formaður Sjálfstæðisflokksins segist opinn gagnvart öllum kostum í nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Hins vegar sé sundrung meðal stjórnarandstöðuflokkanna, til dæmis í varnarmálum. Innlent 16.10.2006 12:26
Ungir leiðtogar ræða um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum Þessa dagana er haldinn hér á landi alþjóðlegur samráðsfundur um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum að frumkvæði samtaka ungra forystumanna á heimsvísu, Young Global Leaders, sem starfa á vettvangi hinnar árlegu Davos-ráðstefnu, World Economic Forum. Innlent 13.10.2006 14:36
Spyr hví Týr sé merktur Coast Guard Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra, um hvers vegna varðskipið Týr sé núna merkt Landhelgisgæslunni á ensku, á hliðum skipsins. Innlent 13.10.2006 13:16
Gagnrýna hvor aðra fyrir gagnrýni Ríkisendurskoðun og Umhverfisstofnun gagnrýna nú hvor aðra fyrir gagnrýni hvorrar á verkum annarrar og er mergur málsins orðinn aukaatriði. Innlent 13.10.2006 12:28
Gorbastjov hugsanlega heiðursforseti Friðarstofnunar Reykjavíkur Höfði verður aðsetur Friðarstofnunar Reykjavíkur sem verður að veruleika innan tíðar. Svo gæti farið að Mikail Gorbatsjov yrði heiðursforseti stofnunarinnar. Fyrrum forseti Slóvakíu sem undirbýr stofnunina segir Ísland besta staðinn fyrir friðarviðræður. Innlent 13.10.2006 12:16
Sakar Kristján Þór um að ljúga að kjósendum sínum Bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri vill að bæjarstjórinn taki sér launalaust leyfi meðan hann gegni prófkjörsbaráttu. Hann sakar Kristján Þór Júlíusson um að hafa logið að kjósendum sínum. Innlent 13.10.2006 12:09
Vefritið Vefritið opnað í dag Nýtt vefrit um pólitík og samfélagsmál, Vefritið, var opnað formlega í dag. Fram kemur í tilkynningu frá ritstjórn Vefritsins að í það skrifi fjölbreyttur hópur ungs fólks sem eigi það sameiginlegt að vera frjálslynt félagshyggjufólk. Innlent 13.10.2006 11:48
200 börn bíða eftir plássi á frístundaheimili Um 200 börn bíða nú eftir plássi á á frístundaheimilum borgarinnar og furðar fulltrúi Samfylkingarinnar í Hverfisráði Grafarvogs, Dofri Hermannsson, sig á sinnuleysi borgaryfirvalda í málinu. Í tilkynningu frá Dofra segir að vegna skorts á starfsfólki séu 63 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimili í Grafarvogi einum og séu sum þeirra fötluð eða með þroskafrávik og þurfi á sérstökum stuðningi að halda. Innlent 13.10.2006 10:48
Guðrún sækist eftir 4. -5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Guðrún Ögmundsdóttir þingkona sækist eftir fjórða til fimmta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 11. nóvember og er vegna komandi þingkosninga. Guðrún hefur setið á þingi frá árinu 1999 og skipaði í síðustu kosningum 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Innlent 13.10.2006 10:12
Þjóðarhreyfingin vill að varnarsamningi verði sagt upp Þjóðarhreyfingin mótmælir breyttum varnarsamningi milli Íslands og Bandaríkjanna og skorar á stjórnarandstöðuflokkana að lýsa því yfir nú þegar að myndi þeir ríkisstjórn eftir kosningar að vori, verði varnarsamningnum sagt upp. Innlent 13.10.2006 09:59
Heimsókn forsætisráðherra í Washington senn á enda Geir H. Haarde forsætisráðherra átti í gær fund með Richard G. Lugar, formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar bandaríska þingsins. Þar gerði forsætisráðherra þingmanninum grein fyrir nýgerðu samkomulagi Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál og ræddu þeir framtíðarsamskipti ríkjanna. Innlent 12.10.2006 16:52
Mótmæla sölu á Fríkirkjuvegi 11 Vinstri - grænir í Reykjavík mótmæla sölu á Fríkirkjuvegi 11, sem áður var einbýlishús athafnamannsins Thors Jensens. Borgarráð samþykkti í dag að undirbúa sölu þess en í bókun Árna Þórs Sigurðssonar, fulltrúa Vinstri - grænna í borgarráði, segir segja að það eigi áfram að vera í eigu borgarinnar enda um eina fegurstu húseign borgarinnar að ræða. Innlent 12.10.2006 16:00
Borgarráð samþykkir að selja Fríkirkjuveg 11 Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að selja húsið að Fríkirkjuvegi 11, sem áður var einbýlishús Thors Jensens athafnamanns. Þar hafa um árabil verið höfuðstöðvar Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar en í tillögunni sem lögð var fyrir á fundi borgarráðs er gert ráð fyrir því að fundið verði nýtt húsnæði fyrir þá starfsemi. Innlent 12.10.2006 14:35
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent