Stj.mál

Fréttamynd

Taki Breta til fyrirmyndar

Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, vill að íslenska ríkisstjórnin fari að dæmi Breta, sem hyggjast segja upp meira en hundrað þúsund ríkisstarfsmönnum í hagræðingarskyni.

Innlent
Fréttamynd

VG á Akureyri lýsir vanþóknun

Vinstrihreyfingin - grænt framboð á Akureyri og nágrenni hélt félagsfund á Akureyri í gær þar sem m.a. voru til umræðu fjölmiðlalögin svokölluðu og framganga ríkisstjórnarflokkanna í því máli.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarpið verði dregið til baka

Samhljómur var á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur suður um að ríkisstjórnin ætti að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og leyfa þjóðinni að segja álit sitt um frumvarpið er forseti synjaði staðfestingar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki skólagjöld í grunnnám

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er á þeirri skoðun að samfélagið eigi að mestu eða öllu leyti að standa straum af kostnaði nemenda við grunnnám í háskólum.

Innlent
Fréttamynd

Heimilt að fella lögin úr gildi

Jón Sveinsson lögfræðingur telur að Alþingi sé heimilt að fella lög úr gildi og setja ný eins og ríkisstjórnin hyggst gera í fjölmiðlamálinu. Jón og Kristinn Hallgrímsson lögfræðingur voru rétt í þessu að ganga út af fundi allsherjarnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Hendur forseta bundnar

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir aðferð ríkisstjórnarinnar valdníðslu.

Innlent
Fréttamynd

Kerry með naumt forskot

John Kerry hefur naumt forskot á George Bush í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum, ef marka má skoðanakönnun Gallups fyrir CNN-sjónvarpsstöðina.

Erlent
Fréttamynd

Evrópudómstólinn ógildir ákvörðun

Evrópudómstóllinn hefur ógilt ákvörðun fjármálaráðherra Evrópusambandsins sem frestuðu aðgerðum gegn Þjóðverjum og Frökkum vegna fjárlagahalla en hann var talinn ógna stöðguleika ESB.

Erlent
Fréttamynd

Verða að fara fyrir þjóðina

Dögg Pálsdóttir hæstaréttalögmaður segir að Alþingi geti hvorki fellt fjölmiðlalögin úr gildi né sett ný. Lögin verði að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælir mannréttindabrotum í Kína

Ögmundur Jónasson, þingflokksfomaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mótmælti mannréttindabrotum í Kína á fundi varaforseta kínverska þingsins, Wang Zhaouguo, og sendinefndar hans með fulltrúum þingflokkanna í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnin brýtur stjórnarskrána

Sigurður Líndal lagaprófessor segir að ríkisstjórnin brjóti stjórnarskrána með þeim vinnubrögðum sem hún viðhafi í fjölmiðlamálinu. Hann segir mismunandi álit löglærðra manna skýrast af því að sumir þeirra séu í vinnu hjá stjórnvöldum við að réttlæta málstað þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Ástandið verður betra í Írak

Ástandið í Írak verður betra en í tíð Saddams Hússeins takist að byggja upp lýðræðisríki þar, segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Hann gerir ekki athugasemdir við orð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Hvíta húsinu í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Margt gagnlegt í skýrslunni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið, þar sem stjórnvöld eru hvött til skýrari stefnumótunar, muni gagnast vel í stefnumótunarvinnu innan menntamálaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Undrast ekki fylgi Framsóknar

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, undrast ekki slæma útkomu flokksins í skoðanakönnunum því hann sé á villigötum í fjölmiðlamálinu. Flokkurinn eigi að sjá til þess að fjölmiðlalögin verði felld úr gildi og að vinna við nýtt fjölmiðlafrumvarp eigi að hefjast að nýju í haust. 

Innlent
Fréttamynd

Launakerfið er veikleikinn

Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að niðurstöður Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga árið 2003 komi sér ekki á óvart. Hann segir stærsta veikleikann í ríkisfjármálum vera fólgið í launakerfinu.

Erlent
Fréttamynd

Ný ríkisstjórn í Ísrael

Unnið er að myndun nýrrar ríkisstjórnar í Ísrael þar sem Ariel Sharon forsætisráðherra og stjórnarandstöðuleiðtoginn Símon Peres hafa tekið höndum saman. Með þessu gæti Sharon aflað nægs stuðnings við áætlanir sínar um að Ísraelsmenn fari frá landnemabyggðum á Gasa. <font size="2"></font>

Erlent
Fréttamynd

Fjölmiðlamálið reynir á Framsókn

Forysta Framsóknarflokksins segir að fjölmiðlamálið reyni á flokkinn. Hún gefur ekki mikið fyrir gagnrýni oddvita flokksins í Reykjavíkurlistanum og formaður flokksins segir honum frjálst eins og öðrum að gagnrýna flokkinn. Slíkt sé þó ekki endilega vísbending um að eitthvað sé að í flokknum.

Innlent
Fréttamynd

Getur ekki sett ný lög um leið

Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, telur að Alþingi geti ekki sett ný fjölmiðlalög um leið og fyrri lög eru felld úr gildi. Þar með gangi Alþingi lengra en þjóðin og brjóti stjórnarskrána.

Innlent
Fréttamynd

Neyðaráætlun vegna hryðjuverka

Bandaríkamenn óttast hryðjuverk í tengslum við forsetakosningarnar í nóvember og hafa undirbúið neyðaráætlun um að fresta kosningunum ef svo fer.

Erlent
Fréttamynd

Vantrauststillaga felld

Vantrauststillaga gegn efnahagsstefnu Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, var felld í dag á ísraelska þinginu. 55 greiddu atkvæði með tillögunni og jafnmargir voru á móti henni.

Erlent
Fréttamynd

Halldór ósammála lögmönnum

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, er ósammála lögmönnum sem telja að fjölmiðlafrumvarpið nýja feli í sér stjórnarskrárbrot. Hann telur ekki nauðsynlegt að breyta neinu í meðferð málsins.

Innlent
Fréttamynd

Peres og Sharon vinna saman

Shimon Peres, einn leiðtoga Verkamannaflokks Ísraels, hefur fallist á að vinna með Ariel Sharon forsætisráðherra að brotthvarfi frá Gasa-svæðinu. Stjórnmálaleiðtogarnir ræddu einnig hugsanlega myndun þjóðstjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar og Írakar taka upp þráðinn

Frakkar hafa tekið upp stjórnmálasamband við Íraka að nýju en því var slitið eftir innrás Íraka í Kúveit árið 1990. Í yfirlýsingu frá franska utanríkisráðuneytinu nú fyrir stundu segir að stefnt sé að því að stjórnmálasamskiptin muni koma báðum ríkjum til góða.

Erlent
Fréttamynd

Framsóknarflokkurinn fundar

Þingflokksfundur Framsóknarflokksins hófst klukkan hálf tvö. Á fundinum er vafalítið rædd staða mála eftir slæma útkomu flokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær þar sem flokkurinn mældist með aðeins 7,5% fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Framúrkeyrslur óviðunandi

Ríkisendurskoðun telur árlega framúrkeyrslu fjárlagaliða hjá ríkinu vera óviðunandi. Þar segir að í nágrannalöndunum heyri það til undantekninga að fjárlög séu ekki virt en hér á landi séu um 120 af 530 liðum á fjárlögum með uppsafnaðan halla sem nemur meira en fjórum prósentum af árlegum fjárheimildum.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur gagnrýnir Framsókn

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir framgöngu flokksins í fjölmiðlamálinu harðlega og segir forsætisráðherrastól Halldórs Ásgrímssonar dýru verði keyptan. Hann telur að hinn almenni flokksmaður eigi erfitt með að styðja stefnu flokksforystunnar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki rætt að afturkalla frumvarpið

Halldór Ásgrímsson sagði það ekki hafa verið rætt á þingflokksfundi Framsóknarflokksisn hvort draga ætti fjölmiðlafrumvarpið til baka í kjölfar gagnrýni á málsmeðferðina innan flokksins. Halldór segir enn skiptar skoðanir innan flokksins. Hann er ósammála lagaprófessorum.

Innlent
Fréttamynd

Höfða mætti mál á hendur ríkinu

Einstaklingur sem telur á sér brotið getur hugsanlega höfðað mál gegn íslenska ríkinu verði nýja fjölmiðlafrumvarpið samþykkt á Alþingi og þannig sneitt hjá þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fara skal fram samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, að sögn Daggar Pálsdóttur hæstaréttarlögmanns.

Innlent
Fréttamynd

Líklega ekki afgreitt í vikunni

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, býst ekki við að fjölmiðlafrumvarpið hið nýja verði afgreitt sem lög frá Alþingi í vikunni þótt allsherjarnefnd ljúki umfjöllun sinni.

Innlent