Stj.mál Ferðastyrkur framvegis til tveggja fylgdarmanna barna Ferðastyrkur verður framvegis greiddur fyrir tvo fylgdarmenn en ekki einn þegar barn er sent utan í sjúkdómsmeðferð eftir breytingar á reglugerð sem Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra undirritaði í dag. Um leið kynnti ráðherrann breytingarnar fyrir fulltrúum Sjónarhóls og Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. Innlent 3.11.2006 16:23 Kynnir uppbyggingu hjúkrunarrýma eftir kjördæmisþing Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnir á morgun uppbyggingu hjúkrunarrýma á næstu fjórum árum á blaðamannafundi í Félagsheimili Seltjarnarness klukkan 14. Fyrr um daginn heldur Framsóknarflokkurinn aukakjördæmisþing á sama stað þar sem líklegt er að framsóknarmenn stilli Siv upp til forystu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Innlent 3.11.2006 15:52 Fjölmiðlafrumvarpi vísað til annarrar umræðu Fyrstu umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra lauk á Alþingi um klukkan tvö í dag. Samþykkt var að vísa því til annarrar umræðu og menntamálanefndar með 32 samhljóða atkvæðum en 31 þingmaður var fjarstadddur. Innlent 3.11.2006 15:20 Þróunarlönd aðstoðuð á sviði landgræðslu og jarðvegsverndar Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að stofna til þróunarverkefnis á sviði jarðvegsbóta og aðstoða þannig þróunarlönd á sviði landgræðslu og jarðvegsverndar. Innlent 3.11.2006 14:29 Gjald í Framkvæmdasjóð aldraða hækki um tæp fjögur prósent Heibrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra úr 6.075 krónum í 6.314. Hækkunin nemur um fjórum prósentum og segir í athugasemdum með frumvarpinu að hún sé vegna verðlagsbreytinga á tímabilinu desember 2004 til desember í fyrra, en þá hafi byggingarvísitalan hækkað um tæp fjögur prósent. Innlent 3.11.2006 13:45 Um 450 hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri í Suðurkjördæmi 457 höfðu kosið utan kjörfundar í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi nú á hádegi en prófkjörið fer fram á morgun. Kosið hefur verið utan kjörfundar á skrifstofu flokksins í Reykjavík, í Reykjanesbæ, á Selfossi, á Hornafirði og í Vestamannaeyjum. Innlent 3.11.2006 11:59 Pétur Árni sækist eftir 5. sætinu hjá Sjálfstæðisflokknum í SV-kjördæmi Pétur Árni Jónsson gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 11. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pétri Árna. Þar segir einnig að tíu frambjóðendur hafi skilað inn framboðum áður en framboðsfrestur rann út en kjörnefnd hafi óskað eftir því við hann að hann gæfi einnig kost á sér og varð hann við þeirri ósk. Innlent 3.11.2006 10:59 Kosið um fleira en þingsæti Kosið verður 208 aukamál samhliða þingkosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kjósendur fá þannig tækifæri til að hafa áhrif á fjölda lagasetninga sem varða allt frá skilgreiningu á hjónabandi til dúfnaveiða. Mál sem varða ráðstöfun á almannafé eru þó langsamlega algengust. Erlent 3.11.2006 10:53 Ásatrúarmenn og rétttrúnaðarkirkjan fá fyrirheit um lóðir Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær fyrirheit um lóðir til tveggja safnaða hér á landi. Um er að ræða Ástrúarsöfnuðinn sem fær fyrirheit lóð fyrir hof, með eða án safnaðarheimilis, í Leynimýri í Öskjuhlíð og hefur skipulagssviði verið falið að gera tillögur um að staðsetningu lóðarinnar. Þá er Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni gefin fyrirheit um lóð fyrir kirkjubyggingu á Nýlendureit milli Nýlendugötu og Mýrargötu. Innlent 3.11.2006 09:55 Væntingar um stýrivaxtalækkun óraunsæjar Davíð Odddsson seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildir bankanna hafa spáð og segir ekki útilokað að stýrivextir verði hækkaðir við næsta vaxtaákvörðunardag sem er 21. desember. Seðlabankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi og tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum. Innlent 2.11.2006 11:51 Eggert boðaður á fund mannréttindanefndar Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir því við Eggert Magnússon, formann Knattspyrnusambands Íslands, að hann mæti á næsta fund nefndarinnar til að ræða launamun kynjanna hjá karla- og kvennalandsliðum Íslands. Innlent 2.11.2006 10:02 Hugað verði að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, leggur áherslu á að hugað sé að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi og telur að norrænt samstarf sé líklega mikilvægara nú á dögum alþjóðavæðingar en nokkru sinni fyrr. Þetta kom fram í ræðu Jónínu á Norðurlandaráðsþingi í dag sem greint er frá í fréttum frá þinginu. Innlent 1.11.2006 16:52 Samstaða um að almennir lögreglumenn verði áfram óvopnaðir Samstaða var um það í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að almennir lögreglumenn hér á landi skyldu áfram vera óvopnaðir. Það var Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og vakti athygli á því að starfshópur á vegum Ríkislögreglustjóra hefði lagt til í skýrslu aukna vopnvæðingu hjá lögreglunni. Innlent 1.11.2006 16:25 Sextán vilja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi Sextán gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en þar verður stillt upp á lista. Þar á meðal eru allir núverandi þingmenn flokksins í kjördæminu, þeir Stula Böðvarsson samgönguráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Einar Oddur Kristjánsson. Innlent 1.11.2006 14:47 Brúin yfir Skeiðará opnuð aftur Búið er að opna aftur brúna yfir Skeiðará fyrir umferð en henni var lokað fyrr í dag vegna umferðarslyss. Þar rákust tveir bílar saman en lögregla á Kirkjubæjarklaustri sagði slysið ekki alvarlegt. Innlent 1.11.2006 14:33 Fá bæði ummönnunar- og fæðingarorlofs-greiðslur Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að hann hygðist beita sér fyrir lagabreytingu sem tryggði það að foreldrar fatlaðra barna gætu fengið umönnunargreiðslur samtímis greiðslum í fæðingarorlofi. Þetta tilkynnti hann í svari sínu við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið. Innlent 1.11.2006 14:13 Semja um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, rituðu í dag undir samkomulag um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup. Innlent 1.11.2006 13:44 Hjúkrunarfræðinemum fjölgað bæði í HÍ og HA Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að leggja það til við aðra umræðu um fjárlög næsta árs á Alþingi að nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði verði fjölgað um 15 í Háskóla Íslands og 10 í Háskólanum á Akureyri. Er það breyting frá fyrri áætlunum því upphaflega var gert ráð fyrir að fjölgunin yrði öll í Háskóla Íslands. Innlent 1.11.2006 13:34 Verður æðsti embættismaður norræns samstarfs Sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar verður Halldór Ásgrímsson æðsti embættismaður norræns samstarfs. Um þrjátíu samnorrænar stofnanir víðs vegar á Norðurlöndunum munu heyra undir hann auk tuga samstarfsverkefna af ýmsu tagi. Innlent 1.11.2006 12:12 Ríkið greiðir 30,25 milljarða fyrir Landsvirkjunarhlut Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu . Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins. Innlent 1.11.2006 12:27 F-listinn andvígur sölu á hlut borgar í Landsvirkjun F-listinn í borginni lýsir eindreginni andstöðu við fyrirhugaða sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, sem hann telur aðeins fyrsta skrefið í einkavæðingu fyrirtækisins. Í tilkynningu frá listanum segir að við einkavæðingu fyrirtækisins sé líklegt að vildarvinum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði afhent fyrirtækið á vildarkjörum. Innlent 1.11.2006 12:02 Ólíklegt að það reyni á ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs Ólíklegt er að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir áskilin hlutföll í fyrritsjáandlegri framtíð og því ólíkegt að það reyni á ríkisábyrgð af skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem hefur lokið úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins. Innlent 1.11.2006 11:54 Afhentu utanríkisráðuneytinu mótmæli vegna hvalveiða Sendiherrar Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar og fulltrúar úr sendiráðum Frakklands, Finnlands, Bandaríkjanna og sendiráðsritari Ástralíu í Danmörku afhentu utanríkisráðuneytinu í morgun mótmæli 25 þjóða og framkvæmdanefndar Evrópusambandsins við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni. Innlent 1.11.2006 10:59 Segir Rannveigu hafa móðgað færeysku þjóðina Jógvan á Lakjuni, samstarfsráðherra Færeyja, segir að Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi móðgað færeysku þjóðina með framgöngu sinni í umræðunni um réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Hann sakar jafnframt danska fjölmiðla um óeðlilega neikvæðni í umfjöllun um Færeyjar. Innlent 1.11.2006 10:46 Átta í framboði hjá Framsókn í SV-kjördæmi Átta sækjast eftir sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar, en valið verður á listann á aukakjördæmisþingi í Félagsheimili Seltjarnarness á laugardag. Innlent 1.11.2006 10:14 Samningar um kaup á Landsvirkjun undirritaðir í hádeginu Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyrar undirrita nýjan samning um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu í hádeginu í dag. Innlent 1.11.2006 09:45 Samstaða um Halldór meðal ráðherra Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, verður næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Forsætisráðherrar norrænu ríkjanna sammæltust um þetta á fundi sínum í Kaupmannahöfn í morgun. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að samstaða hafi orðið um hann, meðal annars vegna þess að Íslendingur hafi aldrei áður gegnt starfinu. Innlent 31.10.2006 12:20 Guðfríður Lilja sækist eftir 2. sæti í prófkjöri VG Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, gefur kost á sér í 2. sæti í sameiginlegu forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi. Innlent 31.10.2006 11:55 Valgerður fundar með norrænum starfsbræðrum sínum Valgerður Sverrisdóttir situr fund utanríkisráðherra og utanríkisviðskiptaráðherra norrænu ríkjanna í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefst í Kaupmannahöfn í dag og stendur fram á fimmtudag. Innlent 31.10.2006 10:48 Halldór nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar Ákveðið hefur verið að skipa Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem næsta framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Geir H. Haarde segir að forsætisráðherrar norrænu ríkjanna hafi sammælst um þetta á fundi sínum í morgun sem var að ljúka. Innlent 31.10.2006 09:59 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 187 ›
Ferðastyrkur framvegis til tveggja fylgdarmanna barna Ferðastyrkur verður framvegis greiddur fyrir tvo fylgdarmenn en ekki einn þegar barn er sent utan í sjúkdómsmeðferð eftir breytingar á reglugerð sem Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra undirritaði í dag. Um leið kynnti ráðherrann breytingarnar fyrir fulltrúum Sjónarhóls og Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. Innlent 3.11.2006 16:23
Kynnir uppbyggingu hjúkrunarrýma eftir kjördæmisþing Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnir á morgun uppbyggingu hjúkrunarrýma á næstu fjórum árum á blaðamannafundi í Félagsheimili Seltjarnarness klukkan 14. Fyrr um daginn heldur Framsóknarflokkurinn aukakjördæmisþing á sama stað þar sem líklegt er að framsóknarmenn stilli Siv upp til forystu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Innlent 3.11.2006 15:52
Fjölmiðlafrumvarpi vísað til annarrar umræðu Fyrstu umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra lauk á Alþingi um klukkan tvö í dag. Samþykkt var að vísa því til annarrar umræðu og menntamálanefndar með 32 samhljóða atkvæðum en 31 þingmaður var fjarstadddur. Innlent 3.11.2006 15:20
Þróunarlönd aðstoðuð á sviði landgræðslu og jarðvegsverndar Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að stofna til þróunarverkefnis á sviði jarðvegsbóta og aðstoða þannig þróunarlönd á sviði landgræðslu og jarðvegsverndar. Innlent 3.11.2006 14:29
Gjald í Framkvæmdasjóð aldraða hækki um tæp fjögur prósent Heibrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra úr 6.075 krónum í 6.314. Hækkunin nemur um fjórum prósentum og segir í athugasemdum með frumvarpinu að hún sé vegna verðlagsbreytinga á tímabilinu desember 2004 til desember í fyrra, en þá hafi byggingarvísitalan hækkað um tæp fjögur prósent. Innlent 3.11.2006 13:45
Um 450 hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri í Suðurkjördæmi 457 höfðu kosið utan kjörfundar í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi nú á hádegi en prófkjörið fer fram á morgun. Kosið hefur verið utan kjörfundar á skrifstofu flokksins í Reykjavík, í Reykjanesbæ, á Selfossi, á Hornafirði og í Vestamannaeyjum. Innlent 3.11.2006 11:59
Pétur Árni sækist eftir 5. sætinu hjá Sjálfstæðisflokknum í SV-kjördæmi Pétur Árni Jónsson gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 11. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pétri Árna. Þar segir einnig að tíu frambjóðendur hafi skilað inn framboðum áður en framboðsfrestur rann út en kjörnefnd hafi óskað eftir því við hann að hann gæfi einnig kost á sér og varð hann við þeirri ósk. Innlent 3.11.2006 10:59
Kosið um fleira en þingsæti Kosið verður 208 aukamál samhliða þingkosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kjósendur fá þannig tækifæri til að hafa áhrif á fjölda lagasetninga sem varða allt frá skilgreiningu á hjónabandi til dúfnaveiða. Mál sem varða ráðstöfun á almannafé eru þó langsamlega algengust. Erlent 3.11.2006 10:53
Ásatrúarmenn og rétttrúnaðarkirkjan fá fyrirheit um lóðir Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær fyrirheit um lóðir til tveggja safnaða hér á landi. Um er að ræða Ástrúarsöfnuðinn sem fær fyrirheit lóð fyrir hof, með eða án safnaðarheimilis, í Leynimýri í Öskjuhlíð og hefur skipulagssviði verið falið að gera tillögur um að staðsetningu lóðarinnar. Þá er Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni gefin fyrirheit um lóð fyrir kirkjubyggingu á Nýlendureit milli Nýlendugötu og Mýrargötu. Innlent 3.11.2006 09:55
Væntingar um stýrivaxtalækkun óraunsæjar Davíð Odddsson seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildir bankanna hafa spáð og segir ekki útilokað að stýrivextir verði hækkaðir við næsta vaxtaákvörðunardag sem er 21. desember. Seðlabankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi og tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum. Innlent 2.11.2006 11:51
Eggert boðaður á fund mannréttindanefndar Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir því við Eggert Magnússon, formann Knattspyrnusambands Íslands, að hann mæti á næsta fund nefndarinnar til að ræða launamun kynjanna hjá karla- og kvennalandsliðum Íslands. Innlent 2.11.2006 10:02
Hugað verði að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, leggur áherslu á að hugað sé að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi og telur að norrænt samstarf sé líklega mikilvægara nú á dögum alþjóðavæðingar en nokkru sinni fyrr. Þetta kom fram í ræðu Jónínu á Norðurlandaráðsþingi í dag sem greint er frá í fréttum frá þinginu. Innlent 1.11.2006 16:52
Samstaða um að almennir lögreglumenn verði áfram óvopnaðir Samstaða var um það í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að almennir lögreglumenn hér á landi skyldu áfram vera óvopnaðir. Það var Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og vakti athygli á því að starfshópur á vegum Ríkislögreglustjóra hefði lagt til í skýrslu aukna vopnvæðingu hjá lögreglunni. Innlent 1.11.2006 16:25
Sextán vilja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi Sextán gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en þar verður stillt upp á lista. Þar á meðal eru allir núverandi þingmenn flokksins í kjördæminu, þeir Stula Böðvarsson samgönguráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Einar Oddur Kristjánsson. Innlent 1.11.2006 14:47
Brúin yfir Skeiðará opnuð aftur Búið er að opna aftur brúna yfir Skeiðará fyrir umferð en henni var lokað fyrr í dag vegna umferðarslyss. Þar rákust tveir bílar saman en lögregla á Kirkjubæjarklaustri sagði slysið ekki alvarlegt. Innlent 1.11.2006 14:33
Fá bæði ummönnunar- og fæðingarorlofs-greiðslur Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að hann hygðist beita sér fyrir lagabreytingu sem tryggði það að foreldrar fatlaðra barna gætu fengið umönnunargreiðslur samtímis greiðslum í fæðingarorlofi. Þetta tilkynnti hann í svari sínu við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið. Innlent 1.11.2006 14:13
Semja um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, rituðu í dag undir samkomulag um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup. Innlent 1.11.2006 13:44
Hjúkrunarfræðinemum fjölgað bæði í HÍ og HA Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að leggja það til við aðra umræðu um fjárlög næsta árs á Alþingi að nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði verði fjölgað um 15 í Háskóla Íslands og 10 í Háskólanum á Akureyri. Er það breyting frá fyrri áætlunum því upphaflega var gert ráð fyrir að fjölgunin yrði öll í Háskóla Íslands. Innlent 1.11.2006 13:34
Verður æðsti embættismaður norræns samstarfs Sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar verður Halldór Ásgrímsson æðsti embættismaður norræns samstarfs. Um þrjátíu samnorrænar stofnanir víðs vegar á Norðurlöndunum munu heyra undir hann auk tuga samstarfsverkefna af ýmsu tagi. Innlent 1.11.2006 12:12
Ríkið greiðir 30,25 milljarða fyrir Landsvirkjunarhlut Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu . Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins. Innlent 1.11.2006 12:27
F-listinn andvígur sölu á hlut borgar í Landsvirkjun F-listinn í borginni lýsir eindreginni andstöðu við fyrirhugaða sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, sem hann telur aðeins fyrsta skrefið í einkavæðingu fyrirtækisins. Í tilkynningu frá listanum segir að við einkavæðingu fyrirtækisins sé líklegt að vildarvinum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði afhent fyrirtækið á vildarkjörum. Innlent 1.11.2006 12:02
Ólíklegt að það reyni á ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs Ólíklegt er að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir áskilin hlutföll í fyrritsjáandlegri framtíð og því ólíkegt að það reyni á ríkisábyrgð af skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem hefur lokið úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins. Innlent 1.11.2006 11:54
Afhentu utanríkisráðuneytinu mótmæli vegna hvalveiða Sendiherrar Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar og fulltrúar úr sendiráðum Frakklands, Finnlands, Bandaríkjanna og sendiráðsritari Ástralíu í Danmörku afhentu utanríkisráðuneytinu í morgun mótmæli 25 þjóða og framkvæmdanefndar Evrópusambandsins við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni. Innlent 1.11.2006 10:59
Segir Rannveigu hafa móðgað færeysku þjóðina Jógvan á Lakjuni, samstarfsráðherra Færeyja, segir að Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi móðgað færeysku þjóðina með framgöngu sinni í umræðunni um réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Hann sakar jafnframt danska fjölmiðla um óeðlilega neikvæðni í umfjöllun um Færeyjar. Innlent 1.11.2006 10:46
Átta í framboði hjá Framsókn í SV-kjördæmi Átta sækjast eftir sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar, en valið verður á listann á aukakjördæmisþingi í Félagsheimili Seltjarnarness á laugardag. Innlent 1.11.2006 10:14
Samningar um kaup á Landsvirkjun undirritaðir í hádeginu Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyrar undirrita nýjan samning um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu í hádeginu í dag. Innlent 1.11.2006 09:45
Samstaða um Halldór meðal ráðherra Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, verður næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Forsætisráðherrar norrænu ríkjanna sammæltust um þetta á fundi sínum í Kaupmannahöfn í morgun. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að samstaða hafi orðið um hann, meðal annars vegna þess að Íslendingur hafi aldrei áður gegnt starfinu. Innlent 31.10.2006 12:20
Guðfríður Lilja sækist eftir 2. sæti í prófkjöri VG Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, gefur kost á sér í 2. sæti í sameiginlegu forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi. Innlent 31.10.2006 11:55
Valgerður fundar með norrænum starfsbræðrum sínum Valgerður Sverrisdóttir situr fund utanríkisráðherra og utanríkisviðskiptaráðherra norrænu ríkjanna í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefst í Kaupmannahöfn í dag og stendur fram á fimmtudag. Innlent 31.10.2006 10:48
Halldór nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar Ákveðið hefur verið að skipa Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem næsta framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Geir H. Haarde segir að forsætisráðherrar norrænu ríkjanna hafi sammælst um þetta á fundi sínum í morgun sem var að ljúka. Innlent 31.10.2006 09:59
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent