Stj.mál

Fréttamynd

Fyrsta skrefið en ekki það stærsta

Fyrsta skrefið en alls ekki það stærsta. Þannig líta stuðningsmenn Evrópusambandsins á samþykkt Spánverja á stjórnarskrá sambandsins í síðustu viku. Í tíu löndum til viðbótar fær almenningur að kjósa um stjórnarskrána og í mörgum þeirra bregður til beggja vona.

Erlent
Fréttamynd

Hefnd fyrir olíumálið?

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir stjórnarfrumvörp um samkeppnismál veikja stöðu samkeppnismála. Að öllum líkindum sé verið að treysta pólitísk ítök í rannsókn samkeppnismála og hefna fyrir olíumálið.

Innlent
Fréttamynd

Formaður FG fagnar yfirlýsingunni

Formaður Félags grunnskólakennara fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji stuðla að því að gera samræmd próf í grunnskóla skilvirkari. Menntamálaráðherra telur ekki rétt að hætta prófunum.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi sjálfstæðismanna og Vg eykst

Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eykst en fylgi annarra flokka minnkar, samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblaðið og birt er í blaðinu í dag. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 39,3%, en var tæplega 34% í síðustu alþingiskosningum. Fylgi Vinstri grænna eykst um nær helming og er nú 16,5%.

Innlent
Fréttamynd

15,7% þingmanna heimsins konur

15,7% þingmanna heimsins eru konur. Það er fjórum prósentustigum meira en fyrir áratug en þróunin er alltof hæg. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu alþjóðasamtaka þjóðþinga.  

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar flytja vopn til Íraks

Ríkisstjórnin hefur boðist til að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra upplýsti þetta á Alþingi í gær við umræður utan dagskrár um stuðning Íslands við þjálfun íraskra öryggissveita.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár nýjar stofnanir

Í nýjum frumvörpum um breytingu á samkeppnislögum er lagt til að í stað Samkeppnisstofnunar verða til tvær stofnanir, Samkeppniseftirlitið og úrskurðarnefnd samkeppnismála. Að auki verður sett á fót Neytendastofa.

Innlent
Fréttamynd

Engin stefnubreyting

Ályktun Framsóknarflokksins um hugsanlegan undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið breytir engu um stefnu stjórnvalda og markar engin tímamót, að sögn Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Heimild yfirvalda felld niður

Heimild samkeppnisyfirvalda til að bregðast við aðstæðum sem skaða samkeppni er felld niður samkvæmt lagafrumvörpum sem viðskiptaráðherra lagði fram í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fagna hlutdeild einkaaðila

Frjálshyggjufélagið fagnar hugmyndum um aukna hlutdeild einkaaðila í rekstri orkufyrirtækja. Það segir aðild einkaaðila til þess fallna að styrkja greinina, auka þróun og koma í veg fyrir óskynsamlegar og óarðbærar fjárfestingar.

Innlent
Fréttamynd

Ánægja með frumvarpið

"Við erum almennt ánægðir með þessa stjórnvaldsbreytingu og teljum að hún muni verða til góðs," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vegna frumvarps Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um sameiningu Samkeppnisráðs og Samkeppnistofnunnar í Samkeppniseftirlitið og stofnun Neytendastofu.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnandi Hong Kong segir af sér

Tung Chee-hwa, stjórnandi Hong Kong, hefur sagt af sér embætti. Tung var ákaflega óvinsæll stjórnandi og héldu íbúar Hong Kong hver mótmælin á fætur öðrum til að sýna andstöðu sína við stjórn hans. Afsögnin fylgir í kjölfar þess að Tung fékk ávítur frá Peking fyrir slælega stjórnunarhætti.

Erlent
Fréttamynd

R-listinn sveik loforð

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, segir R-lista hafa rofið heiðursmannasamkomulag sem laut að því að hann fengi að leggja fram tillögu um endurskoðun á niðurrifi gamalla húsa við Laugarveg á fundi borgarstjórnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ísland flytur vopn til Íraks

Íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi nú síðdegis að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi þó í neyðar- og mannúðaraðstoð. 

Erlent
Fréttamynd

Framtíð Varnarliðsins rædd

Embættismannaviðræður um framtíð Varnarliðsins hefjast á næstunni og gerir Davíð Oddsson utanríkisráðherra ráð fyrir að niðurstaða fáist á árinu. Hann og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddust við í fyrradag um framhald viðræðna.

Innlent
Fréttamynd

Engin samkeppni á lyfjamarkaði

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir enga samkeppni á lyfjamarkaði á Íslandi. Samkeppnislögin séu mjög ströng hvað varðar markaðsráðandi fyrirtæki. Hún segir Samkeppnisstofnun hins vegar ekki fyrir verkum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nauðsynlegt að þýða öll lög

Frá og með áramótum verða íslensk stjórnvöld ekki lengur skuldbundin til að þýða á íslensku öll lög og reglugerðir sem gilda hér á landi. Frumvarp dómsmálaráðherra, sem afnemur þýðingarskylduna, var í dag samþykkt sem lög frá Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Upplýsingar um brot Írana

Bandaríkjamenn krefjast þess að Alþjóða kjarnorkumálastofnunin veiti öryggisráði Sameinuðu þjóðanna upplýsingar um brot Írana á kjarnorkusáttmálum og segir sendiherra Bandaríkjanna við stofnunina að henni beri skylda til þess að gera ráðinu viðvart.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskir dómstólar hlíti EFTA

Í frumvörpum um breytingu á samkeppnislögum er ákvæði sem segir að íslenskir dómstólar verði að hlíta niðurstöðum Eftirlitsstofnunar EFTA í samkeppnismálum er varða Evrópska efnahagssvæðið. Iðnaðarráðherra segir það ekki brot á ákvæði í stjórnarskrá er varði sjálfstæði dómstólanna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Framsóknar aldrei minna

Fylgi Framsóknarflokksins er í sögulegu lágmarki, samkvæmt nýrri könnun þjóðarpúls Gallups sem birt var á RÚV í gær. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 10% og hefur minnkað um þrjú prósentustig frá síðustu könnun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja afsögn forseta Líbanons

Lykilmenn innan stjórnarandstðunnar í Líbanon vilja að Emile Lahoud, forseti landsins, segi af sér og feti þar með í fótspor ríkisstjórnar landsins sem óvænt sagði af sér í fyrradag. Háttsettur maður innan stjórnarandstöðunnar sagði í viðtali við fréttastofu Al-jazeera í gær að afsögn forsetans myndi skapa nýjan kafla í samskiptum Líbanons við Sýrland.

Erlent
Fréttamynd

Segir Gunnar skorta reynslu

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist telja Gunnar Örlygsson efnilegan stjórnmálamenn en hann skorti reynslu til að fara í varaformannsembættið á landsþingi flokksins um næstu helgi. Hann segir að afbrot hans hafi verið flokknum erfið en fagnar því að málarekstrinum sé lokið.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu um hverja lóð

Rúmlega 1.300 einstaklingar og fyrirtæki sóttu um sextíu lóðir sem Hafnarfjarðarbær auglýsti lausar til umsóknar. Lóðirnar eru í fjórða áfanga Valla og ná yfir átta hektara svæði.

Innlent
Fréttamynd

Reiðum okkur hvorir á aðra

Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðmenn og Íslendingar reiði sig mjög hvor á aðra. Ef annað landið gengi í Evrópusambandið yrði hitt að fylgja á eftir. Norðmenn yrðu að gefa upp forræði yfir fiskimiðum gengju þeir í ESB.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Breikkun ekki á döfinni

Ekki er gert ráð fyrir frekari breikkun þjóðvegsins milli Reykjavíkur og Selfoss á næstunni ef undan er skilin breikkun vegarkafla yfir Svínahraun. Umferðin um veginn hefur nær tvöfaldast á áratug.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

VG segir borgarstjóra í rétti

Deilt var um það á fundi borgarstjórnar í gær, hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefði haft umboð til að skrifa undir viljayfirlýsingu um að ganga til viðræðna við ríkið um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Hópur ungs fólks gegn ríkisáfengi

Þverpólitísk samtök ungs fólks um bætta vínmenningu verða stofnuð í Iðnó á hádegi í dag. Forsvarsmenn samtakanna segja framfaraskref í bættri vínmenningu hafa verið stigið með sölu bjórs á landinu. Nú sé kominn tími á að stíga næsta skref og lækka áfengisgjald og afnema einkasölu á bjór og léttvíni.

Innlent
Fréttamynd

Viðgerð er ofarlega á dagskrá

Það blasir við að ráðast þarf í margvíslegar endurbætur á Þjóðleikhúsinu, segir Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Ekki hefur þó verið ákveðið hvenær lagt verður til fjármagn í þær endurbætur, en slík fjárúthlutun er ofarlega á lista hjá menntamálaráðuneytinu.

Innlent