Stj.mál

Fréttamynd

Talabani næsti forseti Íraks

Kúrdinn Jalal Talabani verður næsti forseti Íraks að sögn talsmanns hans. AP-fréttastofan hefur eftir talsmanninum að bandalag Sjíta hafi samþykkt Talabani sem forseta, gegn því að Sjítinn Ibrahim al-Jafaari verði næsti forsætisráðherra landsins.

Erlent
Fréttamynd

Skýr vilji Alþingis um flugvöllinn

Mjög erfitt er að ímynda sér að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn með aðeins einni flugbraut. Þetta sagði samgönguráðherra í umræðum á Alþingi í dag en hann sagði þingið hafa sýnt skýran vilja til að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnmálaleiðtogar segja af sér

Stjórnmálaleiðtogar víða um heim segja nú af sér hver á fætur öðrum. Forseti Bólívíu hefur ákveðið að segja af sér í dag í kjölfar mikillar gagnrýni fyrir slaka stefnu í efnahagsmálum. Undanfarna daga hefur almenningur safnast saman á götum úti og farið fram á afsögn hans. 

Erlent
Fréttamynd

Einstaklingar gefi bönkum leyfi

Fjármálaráðherra telur til greina koma að einstaklingar geti sjálfir heimilað bönkum að senda skattyfirvöldum rafrænar upplýsingar til að einfalda skattframtöl.

Innlent
Fréttamynd

Brottflutningur hefst innan skamms

Stjórnvöld Sýrlands og Líbanons náðu samkomulagi í dag um að Sýrlendingar hefji brottflutning hersveita sinna frá Líbanon þegar í þessum mánuði. Forsetar ríkjanna, Bashar al-Assad og Emil Lahoud, hittust á fundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag.

Erlent
Fréttamynd

Brjálæðislega hátt verð

"Þetta útboð segir allt um ástandið á fasteignamarkaðinum. Þetta verð er náttúrlega brjálæðislega hátt. Þó Reykjavíkurborg gæfi lóðina þá myndi sá sem fengi hana ekki lækka verðið til viðskiptavinarins," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri um lóðaútboðið í Norðlingaholti.

Innlent
Fréttamynd

Aðskilnaður kristilegt baráttumál

Séra Hjörtur Magni Jóhannsson og Magnús Axelsson voru um helgina kjörnir í stjórn SARK, samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju, en þeir eru fulltrúar Fríkirkjunnar. "Okkur var boðin þátttaka," segir Hjörtur, en hann hefur ekki starfað áður á vettvangi samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Forysta Frjálslyndra fær það óþvegið

Sigurður Ingi Jónsson, sem skipaði 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu alþingiskosningar, skrifar harðorðan pistil á heimasíðu sína í dag. Sigurður Ingi sendir forystu Frjálsyndra tóninn og segir niðurstöðu nýafstaðins landsþings flokksins öllum, sem að komu, til háðungar. Þá segir Sigurður Ingi að Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður og varaformaður flokksins eigi við drykkjuvandamál að stríða sem orðið hafi honum til háðungar og flokknum til skammar.

Innlent
Fréttamynd

Tók fyrstu skóflustungu

Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, tók fyrstu skóflustunguna að stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól á laugardag. Alfreð sagði þá að fjárfest yrði fyrir 6,3 milljarða króna í Hellisheiðarvirkjun á árinu og sagði framkvæmdirnar hafa mikil áhrif í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Tugmilljarða munur á vaxtagreiðslu

Íslenskar fjölskyldur greiða vikulega milljarði meira en norskar vegna verðtryggingar lána, segir Gunnar Örn Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Á landsþingi flokksins um helgina var samþykkt ályktun sem kvað á afnám verðtryggingar lána. Samskonar ályktun var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir skömmu.

Innlent
Fréttamynd

Segir kúvent í flugvallarmáli

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir samkomulag við samgönguráðherra sýna að borgarstjóri hafi kúvent í flugvallarmálinu. Borgarstjóri segir að aðeins sé um minnisblað að ræða sem skuldbindi ekki borgina.

Innlent
Fréttamynd

Margrét hvött til framboðs

Kosið verður á milli að minnsta kosti tveggja manna sem bjóða sig fram til varaformanns í Frjálslynda flokknum á landsþingi flokksins sem nú stendur yfir á Kaffi Reykjavík. Gunnar Örn Örlyggson og Magnús Þór Hafsteinsson, núverandi varaformaður, hafa þegar tilkynnt um framboð en nú gengur á milli manna undirskriftarlisti þar sem Margrét Sverrisdóttir er hvött til að blanda sér í baráttuna.

Innlent
Fréttamynd

VG ítrekar afstöðu um Landsvirkjun

Félagsmenn í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík samþykktu á fundi í dag að ítreka stefnu sína í málefnum Landsvirkjunar, en fyrir tæpum hálfum mánuði var samþykkt yfirlýsing um að félagið legði áherslu á að eitt af meginstefnumálum flokksins væri að grunnþjónusta samfélagsins væri rekin á félagslegum forsendum væri í almannaeigu.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Þór vann kosninguna

Magnús Þór Hafsteinsson heldur embætti sínu sem varaformaður Frjálslynda flokksins. Hann sigraði mótframbjóðanda sinn, Gunnar Örlygsson þingmann með 69 prósentum atkvæða gegn 31 prósenti Gunnars.

Innlent
Fréttamynd

Magnús endurkjörinn

Magnús Þór Hafsteinsson vann öruggan sigur á Gunnari Örlygssyni í kosningu um varaformannsembættið á landsþingi Frjálslynda flokksins í gær. Tæplega 140 greiddu atkvæði og fékk Magnús Þór 70 prósent gildra atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Margrét hafnaði tilnefningu

Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, hafnaði því að gefa kost á sér í framboð til varaformanns flokksins fyrir skemmstu. Fjölmargir þingfulltrúar stungu upp á henni þegar óskað var eftir tilnefningum utan úr sal en Margrét sagðist ekki taka tilnefningunni þar sem hún vildi ekki efna til ófriðar í flokknum.

Innlent
Fréttamynd

Þingið á suðupunkti á tímabili

Magnús Þór Hafsteinsson var endurkjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins með tæplega 70 prósentum atkvæða á landsþingi flokksins í dag. Landsþingið var á suðupunkti síðdegis áður en niðurstaðan fékkst en svo féll allt í ljúfa löð.

Innlent
Fréttamynd

17 milljónir í einbýlishúsalóð

Tilboð í lóðir í þriðja hluta Norðlingaholts eru mun hærri en í fyrri hluta hverfisins. Verktakar bjóða andvirði tæpra sjö milljóna króna á hverja íbúð í fjölbýlishúsum. Sá sem hæst bauð í einbýlishús dregur tilboðið til baka. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hafa gert samkomulag um flugvöll

Fréttastofan hefur undir höndum samkomulag um Reykjavíkurflugvöll sem var staðfest fyrir þremur vikum með undirskrift samgönguráðherra og borgarstjóra. Samkvæmt því verður minnstu flugbrautinni lokað þegar á þessu ári og ráðist í úttekt á því hversu lítið rými megi komast af með undir innanlandsflug í Vatnsmýrinni.

Innlent
Fréttamynd

Flugmiðinn fenginn

Stuðningsmenn Fischers efndu til blaðamannafundar í Tókýó í gær. Þar kom fram að íslenska sendiráðinu í Tókýó hefur verið sent svar við fyrirspurn íslenskra stjórnvalda, sem segir til um með hvaða hætti best sé að koma vegabréfi Bobby Fischer til hans, án þess að íslensk stjórnvöld skipti sér af japönskum innanríkismálum. 

Innlent
Fréttamynd

Fagnar yfirlýsingu ráðherra

Samand ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem yfirlýsingu iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra um breytt eignarhald á Landsvirkjun er fagnað, en ráðherrarnir hafa báðir lýst yfir vilja til að breyta fyrirtækinu í hlutafélag og skrá það á hlutabréfamarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Frjálslyndir þinga um helgina

Landsþing Frjálslynda flokksins hófst síðdegis. Formaður flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, hélt ræðu í upphafi þings, en það stendur yfir í dag og á morgun. Allt bendir til þess að kosið verði á milli manna um æðstu embætti flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Samkomulag um samgöngumiðstöð

Ríkisstjórnin mun fjármagna lagningu Hlíðarfótarvegar í Vatnsmýri og einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður lokað strax á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Wolfowitz ekki í Alþjóðabankann

Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, verður ekki næsti forseti Alþjóðabankans. Fráfarandi forseti bankans, James Wolfensohn, lýsti þessu yfir í Brussel í dag.  

Erlent
Fréttamynd

Fólk velji skatthlutfallið sjálft

Leyfa ætti sveitarfélögum að ákveða sjálf hve hátt útsvar þeirra sé, segir Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Slíkt þekkist til dæmis í Danmörku og Svþjóð. Kosningar marka þá stefnu sem íbúarnir vilji í þeim efnum.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki hætta með samræmd próf

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að hún teldi ekki rétt að hætta samræmdum prófum í grunnskóla. Þessi skoðun ráðherra gengur þvert á ályktun Félags grunnskólakennara í síðustu viku sem vill hætta að prófa grunnskólanemendur með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Siv réðst að utanríkisráðherra

Siv Friðleifsdóttir réðst að utanríkisráðherra í þinginu í dag vegna ummæla hans um Evrópustefnu Framsóknarflokksins. Víst væri um tímamót að ræða. Hún spurði sig um andrúmsloftið á stjórnarheimilinu; hvaða skilaboð væri verið að senda forsætisráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Rússar bætast í hóp gagnrýnenda

Enn eykst þrýstingur á sýrlensk stjórnvöld að hverfa á brott með hersveitir sínar frá Líbanon. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur nú bæst í hóp gagnrýnenda en hingað til hafa Rússar verið álitnir einir sterkustu bandamenn Sýrlendinga.

Erlent
Fréttamynd

Samkeppnisstofnun varaði við sölu

Samkeppnisstofnun varaði við áhrifum af sölu grunnnets Landssímans fyrir fjórum árum. Stofnunin taldi það hafa alvarlegar afleiðingar ef ekki yrði gripið til hliðaraðgerða vegna símasölunnar.

Innlent