Körfubolti

Fréttamynd

„Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans

Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð.

Innlent
Fréttamynd

Elvar Már frá­bær í enn einu tapinu

Elvar Már Friðriksson var stigahæstur allra er lið hans Siauliai tapaði fyrir Alytaus Dzukija í kvöld er liðin mættust í úrvalsdeildinni í körfubolta í Litáen, lokatölur 87-81.

Körfubolti
Fréttamynd

Skóla­stjórinn í Ás­lands­skóla í ó­tíma­bundið leyfi

Skólastjóri í Áslandsskóla er kominn í ótímabundið veikindaleyfi eftir að frá því var greint að honum hefði verið vikið frá störfum við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilaboðasendingar til leikmanns í kvennaflokki. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að verið sé að skoða heildarmynd málsins en bærinn hafi fengið viðbrögð frá starfsfólki og foreldrum í skólanum undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Mikil spenna og mikið skorað í NBA í nótt

Það fóru nokkrir rosalegir leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar Los Angeles Lakers þurftu framlengingu til að vinna Detroit Pistons, Dallas Mavericks unnu Golden State Warriors í háspennuleik og Atlanta Hawks unnu Toronto Raptors.

Körfubolti
Fréttamynd

Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið

Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Stórt tap gegn Grikklandi

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap gegn Grikklandi í kvöld er liðin mættust í undankeppni Evrópumótsins. Ísland tapaði með 37 stiga mun, lokatölur 95-58. Ísland hefur tapað öllum leikjum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið”

Félagsfræðingur sem safnað hefur saman og birt nafnlausar sögur um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar segir að sögur sem bárust frá leikmönnum í körfuboltanum hafi komið henni mest á óvart. Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með MeToo-hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Birtir nafnlausar frá­sagnir í­þrótta­kvenna til að fá sögurnar upp á yfir­borðið

„Það var grillveisla og liðið fer saman út á lífið ásamt þjálfara. Þjálfarinn króar okkur af út í horni og við förum að spjalla bara, allir hressir. Við spyrjum hann hvers vegna ein stúlka gefi ekki kost á sér í þetta skipti sem var mikilvægur hlekkur liðsins. Þjálfarinn lætur þetta út úr sér: „Ég skal segja ykkur það ef þið komið í sleik við mig.“ og „ég skal segja ykkur það ef þið komið með mér í threesome.“

Innlent