Körfubolti

Fréttamynd

Jakob stigahæstur í tapleik

Jakob Sigurðarson skoraði 27 stig fyrir Sundsvall sem tapaði fyrir Norrköping á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 101-81.

Körfubolti
Fréttamynd

Iverson ætlar að skrifa undir hjá tyrkneska liðinu

Allen Iverson er búinn að semja við tyrkneska félagið Besiktas til næstu tveggja ára og byrjar væntanlega að spila með liðinu í byrjun næsta mánaðar. Iverson fær fjórar milljónir dollara fyrir samninginn eða um 447 milljónir íslenskra króna.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur með þriðju tvennuna í röð í sigri Sundsvall

Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson átti báðir góðan leik í kvöld þegar Sundsvall Dragon vann þrettán stiga sigur á Helga Má Magnússyni og félögum í Uppsala Basket, 78-65. Þetta var annar sigur Sundsvall í þremur leikjum í sænsku deildinni en Uppsala hefur unnið einn leik og tapað hinum tveimur.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi hafði betur gegn Loga

Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann 21 stigs sigur á Loga Gunnarssyni og félögum í Solna Vikings, 90-69.

Körfubolti
Fréttamynd

Magnús búinn að skora flesta þrista í dönsku deildinni

Magnús Þór Gunnarsson hefur byrjað vel með danska liðinu Aabyhøj og átti nú síðast mjög góðan leik í naumu tapi eftir framlengingu á móti Horsens í fyrrakvöld. Magnús skoraði 22 stig í leiknum eða meira en allir aðrir á vellinum og setti hann meðal annars niður 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Íslensku strákarnir skoruðu saman 61 stig í Íslendingaslagnum

Logi Gunnarsson var stigahæstur í sigurleik í sínum fyrsta leik með Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær en hann mættir þá Sundsvall þar sem spila Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson sem áttu báðir góðir leik. Solna vann leikinn 98-96 á körfu á síðustu sekúndu leiksins.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór með fimm stig á móti Barcelona

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada töpuðu 78-85 á heimavelli á móti Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag en Granada-liðið hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena í hópi 30 bestu leikmanna bandaríska háskólaboltans

Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir fékk mikla viðurkenningu fyrir helgi þegar í ljós kom að hún væri á John R. Wooden listanum. Á þessum lista eru 30 leikmenn í bandaríska háskólaboltanum sem kom til greina sem leikmaður ársins í vor og verða þessar stelpur því undir smásjánni hjá valnefndinni fyrir John Wooden verðlaunin í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi Már búinn að semja við Uppsala Basket

Helgi Már Magnússon er búinn að finna sér lið í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur en hann hefur samið við Uppsala Basket liðið sem kom mjög á óvart í úrslitakeppninni síðasta vor og sló meðal annars Jakob Örn Sigurðarson og félaga í Sundsvall.

Körfubolti
Fréttamynd

Kevin Durant valinn besti leikmaðurinn á HM í körfu

Bandaríkjamaðurinn Kevin Durant var valinn besti leikmaðurinn á HM í körfubolta eftir að hafa leitt bandaríska landsliðið til síns fyrsta heimsmeistaratitils í sextán ár. Bandaríkin vann öruggan 81-64 sigur á Tyrklandi í úrslitaleiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn í sérflokki í úrslitaleiknum

Bandaríkjamenn urðu í kvöld heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn síðan 1994 eftir örugga 17 stiga sigur, 81-64, á Tyrkjum í úrslitaleiknum á HM í Tyrklandi. Sigur Bandaríkjanna var öruggur og þeir komust mest 22 stigum yfir en bæði liðin komu taplaus inn í þennan leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Tyrkir mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum

Tyrkir komust í úrslitaleikinn á HM í fyrsta sinn í sögunni eftir æsispennandi og dramatískan undanúrslitaleik við Serba í kvöld á HM í körfubolta í Tyrklandi. Tyrkir skoruðu sigurkörfuna hálfri sekúndu fyrir leiklok og unnu 83-82.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn komnir í úrslitaleikinn á HM í körfu

Kevin Durant átti enn einn stórleikinn með bandaríska landsliðinu á HM í körfubolta í Tyrklandi þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Bandaríska liðið vann þá fimmtán stiga sigur á Litháen, 89-74, og mætir annaðhvort Tyrkjum eða Serbum í úrslitaleiknum. Bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína í keppninni fyrir leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn unnu Rússa örugglega á HM í körfu

Bandaríkjamenn eru komnir í undanúrslit á HM í körfubolta í Tyrklandi eftir öruggan tíu stiga sigur á Rússum, 89-79, í átta liða úrslitum í dag. Bandaríkjamenn tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og litu aldrei til baka eftir það.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn byrja vel á HM

Bandaríkjamenn fara vel af stað á heimsmeistaramótinu í körfubolta. Þeir lögðu Króatíu örugglega í gær og í dag rúlluðu Bandaríkjamenn Slóveníu upp, 99-77.

Körfubolti