Innlent Boðað til stjórnarfundar eftir Kompás Boðað hefur verið til stjórnarfundar á Vernd vegna umfjöllunar Kompáss um dæmdan barnaníðing, þar sem ræða á hvort krafist verði endurskoðunar á hverjir fái að ljúka þar afplánun. Íbúar hverfisins eru órólegir vegna málsins og því að barnaníðingar geti tekið út hluta refsingar sinnar í hverfinu. Innlent 22.1.2007 18:18 Launaseðlar í tveimur myntum spennandi kostur Alþýðusamband Íslands skoðar þann möguleika að taka upp í kjarasamningum heimild til að launþegar fái hluta launa sinna í erlendum gjaldmiðli. Með því móti gætu launamenn nýtt sér langtum hagstæðari húsnæðislán í útlendri mynt og lágmarkað gengisáhættu. Innlent 22.1.2007 18:14 Kaupþing spáir meiri verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent í febrúar. Gangi það eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 7,2 prósent sem er 0,3 prósenta hækkun á milli mánaða. Greiningardeildin spáir 3,4 prósenta verðbólgu á árinu. Viðskipti innlent 22.1.2007 16:43 Aukning í íbúðalánum bankanna Bankarnir lánuðu 4,2 milljarða krónur til íbúðakaupa í desembermánuði í fyrra. Ný lán bankanna hafa aukist jafnt og þétt frá því í ágúst í fyrra en þá nam upphæð nýrra íbúðalána 2,9 milljörðum króna. Bankarnir veittu 420 ný lán á síðasta mánuði liðins árs og nam meðalupphæð hvers láns 9,9 milljónum króna. Viðskipti innlent 22.1.2007 16:29 Úrvalsvísitalan í methæðum Úrvalsvísitalan fór í methæðir við lokun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag þegar vísitalan endaði í 6.930 stigum. Þar með var síðasta met vísitölunnar slegið þegar vísitalan fór í 6.925 stig 15. febrúar í fyrra. Viðskipti innlent 22.1.2007 16:10 Þrjú lyf frá Actavis á evrópskan markað Actavis hefur sett á markað þrjú ný samheitalyf í Evrópu. Lyfin eru þróuð á Íslandi og eru meðal fjölmargra lyfja sem Actavis mun markaðssetja í Evrópu á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 22.1.2007 11:13 Kallar tónleikana sýndarmennsku Breski tónlistarmaðurinn Elton John söng afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson, stjórnarformann Samskipa, í veislu í Reykjavík í gærkvöld en strax að henni lokinni hélt hann til Bandaríkjanna. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þessa uppákomu bera sýndarmennsku vitni. Innlent 21.1.2007 17:28 Elton söng afmælissönginn fyrir Ólaf Breski tónlistarmaðurinn Elton John staldraði stutt við á Íslandi því strax að loknum afmælistónleikum fyrir stjórnarformann Samskipa hélt hann til Bandaríkjanna. Hann gaf sér þó tíma til að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson. Innlent 21.1.2007 12:21 Elton haldinn af landi brott Breski tónlistarmaðurinn Elton John sem kom hingað til lands í gær staldraði stutt við því rétt fyrir miðnætti hélt hann áleiðis til Atlanta í Bandaríkjunum. Hann gaf sér þó tíma til að leika nokkur lög í afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, sem haldin var í Reykjavík í gærkvöld. Innlent 21.1.2007 09:49 Ólöf tók myndirnar Ólöf Ósk Erlendsdóttir, sem kært hefur Guðmund Jónsson, forstöðumann Byrgisins fyrir kynferðisbrot, átti frumkvæðið að því að taka myndir af athöfnum þeirra. Segist hún hafa gert það vegna gruns um að hann hefði logið að sér um sérstöðu sambands þeirra. Og að myndatökurnar hafi verið með vitund og samþykki Guðmundar. Innlent 20.1.2007 19:36 Aðgengi að varnarskjölum aukið Utanríkisráðuneytið mun beita sér fyrir því að kaldastríðsnefnd þingsins fái öryggisvottun frá NATO og geti þannig óhindrað farið í gegnum öll skjöl um öryggis- og varnarmál. Í svari til nefndarinnar er bent á þá afstöðu að veita ber almenningi og fræðimönnum fullan aðgang að slíkum skjölum, svo fremi að samningar við erlend ríki hindri það ekki. Innlent 20.1.2007 19:30 Elton John á Íslandi Einkaþota breska tónlistarmannsins Eltons Johns lenti á Reykjavíkurflugvelli nú fyrir stundu. Stórstjarnan er hingað komin til að leika í afmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, sem haldið verður í frystigeymslu fyrirtækisins í kvöld. Innlent 20.1.2007 18:56 Til sprengjuleitar í Líbanon Tveir sprengjusérfræðingar á vegum Landhelgisgæslunnar og einn bráðatæknir halda í dag til Líbanons þar sem þeir munu dvelja næstu þrjá mánuði við sprengjueyðingu í námunda við borgina Týrus. Innlent 20.1.2007 09:56 Aukinn hagnaður hjá Nýherja Hagnaður Nýherja nam 305,6 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 76,5 milljóna króna hagnað árið 2005. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta fjórðungi liðins árs nam 68 milljónum króna, sem er 42,9 milljónum krónum meira en árið á undan. Viðskipti innlent 19.1.2007 23:22 Enn myrkur í Bláfjöllum en fólk laust úr lyftum Flestir eru nú komnir heim úr Bláfjöllum og starfsmenn að klára að aka gil og brekkur í Bláfjöllum til að athuga hvort ekki hafi allir skíðamenn komist niður úr brekkunum eftir að rafmagn fór af svæðinu fyrr í kvöld. Viðgerð stendur enn yfir á rafmagnslínu sem slitnaði um sjö-leytið í kvöld þannig að rafmagn fór af svæðinu.a Innlent 19.1.2007 21:07 Svartur blettur á lýðræðissögu Íslands Formaður Vinstri grænna segir það blett á lýðræðissögu Íslands að leynilegir viðaukar hafi verið gerðir við varnarsamning Bandaríkjanna og Íslands. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir það rangt mat að einn þeirra geri Bandaríkjamönnum mögulegt að taka yfir flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli án samráðs við Íslendinga. Innlent 19.1.2007 18:04 Síðasta ár það besta hjá Lýsingu Eignarleigufyrirtækið Lýsing hf., dótturfélag Existu, skilaði rétt rúmlega eins milljarðs króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 689 milljóna króna hagnað árið 2005. Þetta er besta starfsár í sögu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 19.1.2007 14:27 Þurftu ekki að þrífa Bandaríkjamenn höfðu tryggt það strax árið 1951, fyrir 55 árum, að þeir þyrftu ekki að hreinsa upp eftir Varnarliðið þegar það færi af landi brott. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem birt voru í gærkvöldi. Innlent 19.1.2007 13:25 Íbúðaverð lækkaði í desember Íbúðaverð lækkaði um 0,7 prósent á milli mánaða í desember í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríksins. Lækkunin á ársgrundvelli nemur 3,9 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir gert hafa verið ráð fyrir að verð myndi lækka á fasteignamarkaði og virðist það vera að koma fram nú. Ástæðan er aukið framboð á nýju húsnæði og hærri lántökukostnaður. Viðskipti innlent 19.1.2007 11:34 Ekki búist við lægri lánshæfiseinkunn Greiningardeild Glitnis býst ekki við að lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings muni lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Í febrúar verður ár liðið frá því Fitch gaf ríkissjóði neikvæða lánshæfiseinkunn og býst Glitnir við að Fitch muni bíða og sjá til hverju framvindur. Greiningardeildin segir það hugsanlegt að matsfyrirtækið breyti horfunum í stöðugar. Viðskipti innlent 19.1.2007 10:41 Hagnaður Eimskips í takt við væntingar Hf. Eimskipafélag Íslands skilaði 79 milljóna dala hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Þetta svarar til rúmlega 5,5 milljarða króna. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta fjórðungi liðins árs nam rúmlega 148.000 bandaríkjadala, eða tæpum 10,6 milljónum króna, sem er í takt við væntingar. Félagið ætlar að gera upp í evrum frá og með 1. nóvember á þessu ári. Viðskipti innlent 19.1.2007 09:57 Mikil hækkun vísitölu byggingarkostnaðar Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan janúar og gildir fyrir febrúar, hækkar um 2,30 prósent frá fyrri mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Samningsbundin laun í byggingariðnaði hækkuðu að meðaltali um 4,2 prósent og höfðu helstu áhrif á vísitöluna. Viðskipti innlent 19.1.2007 09:10 Eyðir kynbundnum launamun í boltanum ef hún nær kjöri Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur fyrst kvenna boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kosningu hyggst hún leiðrétta launamun leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta. Innlent 18.1.2007 16:10 Auðvelt að dylja slóð sína á netinu Kunnáttufólk á tölvur getur auðveldlega komið efni, eins og persónulegum myndum og myndböndum á internetið án þess að upp um það komist. Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ólíklegt að lagaumhverfinu verði breytt til að hindra að persónulegt efni fari á Netið án samþykkis fólks. Innlent 18.1.2007 18:25 Líkur á lækkun stýrivaxta í júlí Ekki er líkur á að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti fyrr en í júlí, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Deildin segir vexti á millibankamarkaði hafa hækkað meira en stýrivextir Seðlabankans og bendi slíkt til lausafjárskorts. Þannig sé ólíkt að vextirnir lækki í bráð. Viðskipti innlent 18.1.2007 16:28 MinnSirkus leyfði ekki birtingu Forsvarsmenn MinnSirkus vefsins neituðu því í dag að hafa leyft einum notenda sínum að birta myndir sem sagðar eru vera af Guðmundi í Byrginu að stunda BDSM kynlíf með ungri stúlku. Notandinn hafði sett inn myndir og sagt að hann hefði fengið leyfi hjá forráðamönnum vefsins. Innlent 18.1.2007 11:41 Guðmundur hefur ekki enn kært Enn hefur ekki borist kæra frá Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins, en hann sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að hann ætlaði að leggja fram kæru á hendur stúlku fyrir nauðgun, sem sjálf kærði hann fyrir nauðgun. Innlent 18.1.2007 10:17 Kaupþing í hópi vinsælustu lánþega heims Kaupþing er talið upp með stærstu fyrirtækjum í vali fjármálafyrirtækja á bestu lántakendum heims. Bankinn er í þriðja sæti yfir bestu lántakendur í hópi fjármálafyrirtækja og í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur sem staðið hafa sig hvað best. Viðskiptaritið EuroWeek stendur fyrir valinu. Viðskipti innlent 18.1.2007 08:14 Innbrot í Kópavogi í nótt Brotist var inn í fataverslun í Smárahverfinu í Kópavogi í nótt. Talsvert var stolið af fatnaði og sjóðsvél var einnig tekin en lítið var þó í henni. Tilkynning um innbrotið barst til lögreglunnar um fjögur í nótt eftir að þjófarvarnarkerfi hafði farið í gang. Ekki er vitað hvort um einn eða fleiri þjóf var að ræða en þeir eru ófundnir. Innlent 18.1.2007 07:28 Magnús Magnússon jarðsunginn í gær Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon var jarðsunginn í gær frá Baldernock-kirkju í heimabæ sínum Milngavie í Skotlandi í gær að viðstöddu fjölmenni. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem sagði Magnús hafa komið Íslendingum á kortið í enskumælandi löndum og að Íslendingar væru stoltir af því sem hann áorkaði. Innlent 18.1.2007 07:23 « ‹ 117 118 119 120 121 122 123 124 125 … 334 ›
Boðað til stjórnarfundar eftir Kompás Boðað hefur verið til stjórnarfundar á Vernd vegna umfjöllunar Kompáss um dæmdan barnaníðing, þar sem ræða á hvort krafist verði endurskoðunar á hverjir fái að ljúka þar afplánun. Íbúar hverfisins eru órólegir vegna málsins og því að barnaníðingar geti tekið út hluta refsingar sinnar í hverfinu. Innlent 22.1.2007 18:18
Launaseðlar í tveimur myntum spennandi kostur Alþýðusamband Íslands skoðar þann möguleika að taka upp í kjarasamningum heimild til að launþegar fái hluta launa sinna í erlendum gjaldmiðli. Með því móti gætu launamenn nýtt sér langtum hagstæðari húsnæðislán í útlendri mynt og lágmarkað gengisáhættu. Innlent 22.1.2007 18:14
Kaupþing spáir meiri verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent í febrúar. Gangi það eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 7,2 prósent sem er 0,3 prósenta hækkun á milli mánaða. Greiningardeildin spáir 3,4 prósenta verðbólgu á árinu. Viðskipti innlent 22.1.2007 16:43
Aukning í íbúðalánum bankanna Bankarnir lánuðu 4,2 milljarða krónur til íbúðakaupa í desembermánuði í fyrra. Ný lán bankanna hafa aukist jafnt og þétt frá því í ágúst í fyrra en þá nam upphæð nýrra íbúðalána 2,9 milljörðum króna. Bankarnir veittu 420 ný lán á síðasta mánuði liðins árs og nam meðalupphæð hvers láns 9,9 milljónum króna. Viðskipti innlent 22.1.2007 16:29
Úrvalsvísitalan í methæðum Úrvalsvísitalan fór í methæðir við lokun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag þegar vísitalan endaði í 6.930 stigum. Þar með var síðasta met vísitölunnar slegið þegar vísitalan fór í 6.925 stig 15. febrúar í fyrra. Viðskipti innlent 22.1.2007 16:10
Þrjú lyf frá Actavis á evrópskan markað Actavis hefur sett á markað þrjú ný samheitalyf í Evrópu. Lyfin eru þróuð á Íslandi og eru meðal fjölmargra lyfja sem Actavis mun markaðssetja í Evrópu á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 22.1.2007 11:13
Kallar tónleikana sýndarmennsku Breski tónlistarmaðurinn Elton John söng afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson, stjórnarformann Samskipa, í veislu í Reykjavík í gærkvöld en strax að henni lokinni hélt hann til Bandaríkjanna. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þessa uppákomu bera sýndarmennsku vitni. Innlent 21.1.2007 17:28
Elton söng afmælissönginn fyrir Ólaf Breski tónlistarmaðurinn Elton John staldraði stutt við á Íslandi því strax að loknum afmælistónleikum fyrir stjórnarformann Samskipa hélt hann til Bandaríkjanna. Hann gaf sér þó tíma til að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson. Innlent 21.1.2007 12:21
Elton haldinn af landi brott Breski tónlistarmaðurinn Elton John sem kom hingað til lands í gær staldraði stutt við því rétt fyrir miðnætti hélt hann áleiðis til Atlanta í Bandaríkjunum. Hann gaf sér þó tíma til að leika nokkur lög í afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, sem haldin var í Reykjavík í gærkvöld. Innlent 21.1.2007 09:49
Ólöf tók myndirnar Ólöf Ósk Erlendsdóttir, sem kært hefur Guðmund Jónsson, forstöðumann Byrgisins fyrir kynferðisbrot, átti frumkvæðið að því að taka myndir af athöfnum þeirra. Segist hún hafa gert það vegna gruns um að hann hefði logið að sér um sérstöðu sambands þeirra. Og að myndatökurnar hafi verið með vitund og samþykki Guðmundar. Innlent 20.1.2007 19:36
Aðgengi að varnarskjölum aukið Utanríkisráðuneytið mun beita sér fyrir því að kaldastríðsnefnd þingsins fái öryggisvottun frá NATO og geti þannig óhindrað farið í gegnum öll skjöl um öryggis- og varnarmál. Í svari til nefndarinnar er bent á þá afstöðu að veita ber almenningi og fræðimönnum fullan aðgang að slíkum skjölum, svo fremi að samningar við erlend ríki hindri það ekki. Innlent 20.1.2007 19:30
Elton John á Íslandi Einkaþota breska tónlistarmannsins Eltons Johns lenti á Reykjavíkurflugvelli nú fyrir stundu. Stórstjarnan er hingað komin til að leika í afmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, sem haldið verður í frystigeymslu fyrirtækisins í kvöld. Innlent 20.1.2007 18:56
Til sprengjuleitar í Líbanon Tveir sprengjusérfræðingar á vegum Landhelgisgæslunnar og einn bráðatæknir halda í dag til Líbanons þar sem þeir munu dvelja næstu þrjá mánuði við sprengjueyðingu í námunda við borgina Týrus. Innlent 20.1.2007 09:56
Aukinn hagnaður hjá Nýherja Hagnaður Nýherja nam 305,6 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 76,5 milljóna króna hagnað árið 2005. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta fjórðungi liðins árs nam 68 milljónum króna, sem er 42,9 milljónum krónum meira en árið á undan. Viðskipti innlent 19.1.2007 23:22
Enn myrkur í Bláfjöllum en fólk laust úr lyftum Flestir eru nú komnir heim úr Bláfjöllum og starfsmenn að klára að aka gil og brekkur í Bláfjöllum til að athuga hvort ekki hafi allir skíðamenn komist niður úr brekkunum eftir að rafmagn fór af svæðinu fyrr í kvöld. Viðgerð stendur enn yfir á rafmagnslínu sem slitnaði um sjö-leytið í kvöld þannig að rafmagn fór af svæðinu.a Innlent 19.1.2007 21:07
Svartur blettur á lýðræðissögu Íslands Formaður Vinstri grænna segir það blett á lýðræðissögu Íslands að leynilegir viðaukar hafi verið gerðir við varnarsamning Bandaríkjanna og Íslands. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir það rangt mat að einn þeirra geri Bandaríkjamönnum mögulegt að taka yfir flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli án samráðs við Íslendinga. Innlent 19.1.2007 18:04
Síðasta ár það besta hjá Lýsingu Eignarleigufyrirtækið Lýsing hf., dótturfélag Existu, skilaði rétt rúmlega eins milljarðs króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 689 milljóna króna hagnað árið 2005. Þetta er besta starfsár í sögu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 19.1.2007 14:27
Þurftu ekki að þrífa Bandaríkjamenn höfðu tryggt það strax árið 1951, fyrir 55 árum, að þeir þyrftu ekki að hreinsa upp eftir Varnarliðið þegar það færi af landi brott. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem birt voru í gærkvöldi. Innlent 19.1.2007 13:25
Íbúðaverð lækkaði í desember Íbúðaverð lækkaði um 0,7 prósent á milli mánaða í desember í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríksins. Lækkunin á ársgrundvelli nemur 3,9 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir gert hafa verið ráð fyrir að verð myndi lækka á fasteignamarkaði og virðist það vera að koma fram nú. Ástæðan er aukið framboð á nýju húsnæði og hærri lántökukostnaður. Viðskipti innlent 19.1.2007 11:34
Ekki búist við lægri lánshæfiseinkunn Greiningardeild Glitnis býst ekki við að lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings muni lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Í febrúar verður ár liðið frá því Fitch gaf ríkissjóði neikvæða lánshæfiseinkunn og býst Glitnir við að Fitch muni bíða og sjá til hverju framvindur. Greiningardeildin segir það hugsanlegt að matsfyrirtækið breyti horfunum í stöðugar. Viðskipti innlent 19.1.2007 10:41
Hagnaður Eimskips í takt við væntingar Hf. Eimskipafélag Íslands skilaði 79 milljóna dala hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Þetta svarar til rúmlega 5,5 milljarða króna. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta fjórðungi liðins árs nam rúmlega 148.000 bandaríkjadala, eða tæpum 10,6 milljónum króna, sem er í takt við væntingar. Félagið ætlar að gera upp í evrum frá og með 1. nóvember á þessu ári. Viðskipti innlent 19.1.2007 09:57
Mikil hækkun vísitölu byggingarkostnaðar Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan janúar og gildir fyrir febrúar, hækkar um 2,30 prósent frá fyrri mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Samningsbundin laun í byggingariðnaði hækkuðu að meðaltali um 4,2 prósent og höfðu helstu áhrif á vísitöluna. Viðskipti innlent 19.1.2007 09:10
Eyðir kynbundnum launamun í boltanum ef hún nær kjöri Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur fyrst kvenna boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kosningu hyggst hún leiðrétta launamun leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta. Innlent 18.1.2007 16:10
Auðvelt að dylja slóð sína á netinu Kunnáttufólk á tölvur getur auðveldlega komið efni, eins og persónulegum myndum og myndböndum á internetið án þess að upp um það komist. Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ólíklegt að lagaumhverfinu verði breytt til að hindra að persónulegt efni fari á Netið án samþykkis fólks. Innlent 18.1.2007 18:25
Líkur á lækkun stýrivaxta í júlí Ekki er líkur á að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti fyrr en í júlí, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Deildin segir vexti á millibankamarkaði hafa hækkað meira en stýrivextir Seðlabankans og bendi slíkt til lausafjárskorts. Þannig sé ólíkt að vextirnir lækki í bráð. Viðskipti innlent 18.1.2007 16:28
MinnSirkus leyfði ekki birtingu Forsvarsmenn MinnSirkus vefsins neituðu því í dag að hafa leyft einum notenda sínum að birta myndir sem sagðar eru vera af Guðmundi í Byrginu að stunda BDSM kynlíf með ungri stúlku. Notandinn hafði sett inn myndir og sagt að hann hefði fengið leyfi hjá forráðamönnum vefsins. Innlent 18.1.2007 11:41
Guðmundur hefur ekki enn kært Enn hefur ekki borist kæra frá Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins, en hann sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að hann ætlaði að leggja fram kæru á hendur stúlku fyrir nauðgun, sem sjálf kærði hann fyrir nauðgun. Innlent 18.1.2007 10:17
Kaupþing í hópi vinsælustu lánþega heims Kaupþing er talið upp með stærstu fyrirtækjum í vali fjármálafyrirtækja á bestu lántakendum heims. Bankinn er í þriðja sæti yfir bestu lántakendur í hópi fjármálafyrirtækja og í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur sem staðið hafa sig hvað best. Viðskiptaritið EuroWeek stendur fyrir valinu. Viðskipti innlent 18.1.2007 08:14
Innbrot í Kópavogi í nótt Brotist var inn í fataverslun í Smárahverfinu í Kópavogi í nótt. Talsvert var stolið af fatnaði og sjóðsvél var einnig tekin en lítið var þó í henni. Tilkynning um innbrotið barst til lögreglunnar um fjögur í nótt eftir að þjófarvarnarkerfi hafði farið í gang. Ekki er vitað hvort um einn eða fleiri þjóf var að ræða en þeir eru ófundnir. Innlent 18.1.2007 07:28
Magnús Magnússon jarðsunginn í gær Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon var jarðsunginn í gær frá Baldernock-kirkju í heimabæ sínum Milngavie í Skotlandi í gær að viðstöddu fjölmenni. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem sagði Magnús hafa komið Íslendingum á kortið í enskumælandi löndum og að Íslendingar væru stoltir af því sem hann áorkaði. Innlent 18.1.2007 07:23