Erlendar

Tsonga kláraði Blake
Frakkinn Jo-Wilfried Tsonga varð í dag síðasti maðurinn til að tryggja sig inn í fjórðungsúrslit einliðaleiks karla á opna ástalska meistaramótinu í tennis.

Serena áfram - andstæðingurinn veikur
Serena Williams komst seint í gærkvöldi áfram í fjórðungsúrslit einliðaleiks kvenna á opna ástralska meistaramótinu í tennis sem fer fram í Melbourne.

Murray úr leik
Skotinn Andy Murray féll í nótt úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis er hann tapaði fyrir Spánverjanum Fernando Verdasco í fimm settum.

Frábær endurkoma hjá Mosley
Bandaríkjamaðurinn Shane Mosley átti frábæra endurkomu í hnefaleikahringnum í gærkvöld þegar hann vann sigur á Mexíkóanum Antonio Margarito í níu lotum í Los Angeles.

Jankovic úr leik í Ástralíu
Jelena Jankovic, stigahæsta tenniskona heims, féll úr leik í tveimur settum gegn frönsku stúlkunni Marion Bartoli á opna ástralska í dag 6-1 og 6-4.

Federer slapp fyrir horn
Roger Federer vann nauman sigur á Tomas Berdych í fimm settum á opna ástralska meistaramótinu í tennis og vann sér sæti í fjórðungsúrslitum.

Nadal í fjórðu umferð eftir sigur á Haas
Spánverjinn Rafael Nadal hefur enn ekki lent í teljandi vandræðum á opna ástralska og er kominn í fjórðu umferð. Í dag vann hann góðan sigur á Þjóðverjanum Tommy Haas 6-4, 6-2 og 6-2.

Williams í fjórðu umferðina
Serene Williams hefur oft leikið betur en í dag en það nægði henni þó til sigurs gegn kínversku stúlkunni Peng Shuai í þriðju umferðinni á opna ástralska meistaramótinu í tennis.

Federer lagði Safin
Roger Federer tryggði sér í dag sæti í fjórðu umferðinni á opna ástralska meistaramótinu í tennis þegar hann lagði annan fyrrum sigurvegara mótsins, Marat Safin.

Ivanovic féll óvænt úr leik í Ástralíu
Serbneska stúlkan Ana Ivanovic, sem er í fimmta sæti heimslistans, féll óvænt úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag.

Nadal kláraði Karanusic á 97 mínútum
Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal hefur sent andstæðingum sínum skýr skilaboð um að hann verði ekki auðveldur viðureignar á opna ástralska meistaramótinu.

Venus Williams féll óvænt úr leik
Bandaríska tenniskonan Venus Williams féll óvænt úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis þegar hún tapaði fyrir lítt þekktri spænskri stúlku, Carla Suarez Navarro.

Federer og Djokovic áfram
Roger Federer lenti ekki í teljandi vandræðum með fyrsta andstæðing sinn á opna ástralska meistaramótinu í tennis.

Nadal í stuði
Rafael Nadal, stigahæsti tennisleikari heims, vann auðveldan sigur á Belganum Christophe Rochus í fyrsta leik sínum á opna ástralska meistaramótinu í dag.

Williams-systur á sigurbraut
Bandarísku systurnar Serena og Venus Williams byrja vel á opna ástralska mótinu í tennis og unnu báðar sannfærandi sigra í fyrstu viðureignum sínum.

Federer og Djokovic áfram
Roger Federer, næststigahæstir tennisleikari heims og Novak Djokovic, sem á titil að verja í keppninni, unnu sigra í fyrstu umferð opna ástralska meistararmótsins í dag.

O´Sullivan sigraði á mastersmótinu
Englendingurinn Ronnie O´Sullivan vann sinn fjórða sigur á mastersmótinu í snóker á Wembley þegar hann bar sigurorð af landa sínum Mark Selby sem átti titil að verja á mótinu.

Pittsburgh og Arizona leika um ofurskálina
Það verða Pittsburgh Steelers og Arizona Cardinals sem leika um ofurskálina í NFL þann 1. febrúar í Tampa. Þetta varð ljóst í nótt eftir að Pittsburgh lagði Baltimore Ravens 23-14 í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.

Arizona í Super Bowl
Arizona Cardinals er komið í Super Bowl-úrslitaleikinn í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Philadelphia Eagles í kvöld, 32-25.

Tvíhöfði í NFL-deildinni í kvöld
Það er farið að draga til tíðinda í NFL-deildinni og í kvöld verða tveir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.

Styrkleikaröðun klár fyrir opna ástralska
Búið er að raða þeim 32 bestu keppendum sem taka þátt í opna ástralska meistaramótinu í tennis í sæti samkvæmt styrkleikaröð.

Þrír útisigrar í úrslitakeppni NFL
Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum Ameríku- og Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en fjórðungsúrslitin fóru fram um helgina.

Sharapova ekki með á opna ástralska
Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst 19. janúar en nú er ljóst að meistarinn í einliðaleik kvenna, Maria Sharapova frá Rússlandi, ver ekki titil sinn þar sem hún hefur ekki jafnað sig af meiðslum.

Stover tryggði Ravens sigurinn
8-liða úrslit ameríska fótboltans hófust í gærkvöldi. Arizona Cardinals sigraði Carolina Panthers 33-13.

Titans-Ravens í beinni í kvöld
8-liða úrslit ameríska fótboltans byrja í kvöld þegar Tennessee Titans og Baltimore Ravens mætast í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar.

Davydenko missir af opna ástralska
Nikolay Davydenko missir af opna ástralska meistaramótinu í tennis vegna meiðsla á hæl.

Franskur keppandi lést í Dakar rallinu
Dakar rallið árlega hefur þegar tekið eitt mannslíf. Franskur vélhjólakappi fannst í dag látinn eftir að hafa verið saknað í þrjá daga.

Björgvin í 25. sæti
Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson hafnaði í 25. sæti á heimsbikarmóti í svigi sem fram fór í Zagreb í Króatíu í kvöld. Með þeim árangri hlaut hann sín fyrstu stig í heimsbikarkeppninni en hann fékk 6 stig.

Bolt er rétt að byrja
Þjálfari Usain Bolt, fljótasta manns jarðar, segir að heimsmetshafinn sé rétt að byrja og eigi talsvert eftir að bæta sig.

Philadelphia lagði Minnesota
Philadelphia Eagles vann í gærkvöld 26-24 sigur á Minnesota Vikings í úrslitakeppni NFL deildarinnar.