Erlendar Chelsea lagði Newcastle Leikjunum fimm sem hófust klukkan 15 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Chelsea sigraði Newcastle 3-0. Joe Cole, Hernan Crespo og Damien Duff skoruðu mörk meistaranna, sem hafa sem fyrr örugga forystu á toppi deildarinnar. Þá gerðist sérstakur atburður í leik Charlton og Manchester United. Sport 19.11.2005 17:00 Manchester United leiðir gegn Charlton Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Alan Smith kom Manchester United yfir gegn Charlton á útivelli með marki á 37. mínútu. Liverpool hefur yfir 2-0 gegn Portsmouth, Zenden og Cissé skoruðu mörkin. Sport 19.11.2005 15:50 Tengdur öndunarvél og er í lífshættu Knattspyrnugoðið George Best heldur áfram að berjast fyrir lífi sínu á Cromwell sjúkrahúsinu í London, þar sem hann liggur á gjörgæslu vegna lungnasýkingar. Best var í öndunarvél í nótt og hefur lést um mörg kíló. Eins og staðan er nú hefur honum frekar hrakað og læknar vinna nú hörðum höndum við að reyna að bjarga lífi hans. Sport 19.11.2005 14:37 Arsenal marði sigur á Wigan Arsenal vann nauman sigur á frískum nýliðum Wigan í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni nú rétt áðan. Thierry Henry skoraði tvö marka Arsenal og Robin Van Persie skoraði eitt. Henry Camara og Jimmy Bullard skoruðu mörk Wigan. Sport 19.11.2005 14:42 Auðveldur sigur Celtic í grannaslagnum Celtic skellti sér í toppsæti skosku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið lagði granna sína Rangers 3-0 í viðureign sem jafnan er hápunktur ársins þar í landi. John Hartson, Bobo Balde og Aiden McGeady skoruðu mörk Celtic, sem hefur þriggja stiga forskot á Hearts sem eiga leik til góða. Sport 19.11.2005 14:24 Detroit hélt sigurgöngunni áfram í Texas Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Heitasta lið deildarinnar, Detroit Pistons, vann áttunda leik sinn í röð þegar liðið skellt Houston Rockets á útivelli og Dwayne Wade hélt troðsýningu fyrir áskrifendur NBA TV, þegar henn leiddi lið sitt Miami til sigurs gegn Philadelphia í skemmtilegum leik sem sýndur var beint á stöðinni. Sport 19.11.2005 13:47 Woods tók forystuna í Japan Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods tók forystu eftir þriðja hringinn á Dunlop Phoenix mótinu í Japan í nótt. Woods lék þriðja hringinn á 68 höggum, eða tveimur undir pari og hefur nú eins höggs forystu á Jim Furyk sem er í öðru sætinu. Þar á eftir koma svo þeir David Duval og heimamaðurinn Kaname Yokoo á sjö undir pari. Sport 19.11.2005 13:42 Miami - Philadelphia í beinni útsendingu Viðureign Miami Heat og Philadelphia 76ers verður sýnd beint á NBA TV klukkan hálf eitt í nótt og þar gefst tækifæri til að sjá tvo af betri skotbakvörðum NBA deildarinnar í essinu sínu, þá Dwayne Wade og Allen Iverson. Sport 18.11.2005 22:49 Samuel Eto´o á ekki von á góðu í Madrid Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Sport 18.11.2005 16:58 Furyk tók forystu í Japan í nótt Jim Furyk var heldur betur í stuði á Dunlop Phoenix mótinu í golfi sem fram fer í Japan um þessar mundir og er kominn í efsta sætið á mótinu. Furyk er sem stendur á níu höggum undir pari eftir að hafa fengið sjö fugla á öðrum hringnum í nótt og kláraði á sex undir pari. Hann er því einu höggi á undan þeim Tiger Woods og David Duval, sem eru samhliða í öðru sætinu. Sport 18.11.2005 15:34 Mandaric vill einn sigur í næstu fjórum leikjum Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, segir að liðið verði að vinna einn af næstu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Þetta væru undir venjulegum kringumstæðum ekki harðar kröfur, en þegar málið er skoðað nánar er ljóst að Alain Perrin knattspyrnustjóri liðsins situr í heitasta stólnum í deildinni. Sport 18.11.2005 15:22 Enn tapar Atlanta Þrír leikir voru á dagská í NBA deildinni í nótt. Atlanta Hawks tapaði áttunda leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Dallas á útivelli 87-78, Minnesota lagði Washington 109-98 og San Antonio lagði granna sína í Houston 86-80. Sport 18.11.2005 14:11 Kominn aftur á gjörgæslu Knattspyrnuhetjan George Best er kominn aftur á gjörgæsludeild á Crowell sjúkrahúsið í Lundúnum, eftir að í ljós kom að hann er kominn með nýja alvarlega sýkingu. Best hafði verið á góðum batavegi síðustu tvær vikur, en nú hafa menn miklar áhyggjur af því að honum hefur slegið niður mjög skyndilega. Sport 18.11.2005 14:04 Cristiano Ronaldo samdi til ársins 2010 Portúgalski kantmaðurinn Cristiano Ronaldo undirritaði í dag framlengingu á samningi sínum við Manchester United sem gildir til ársins 2010. Ronaldo, sem er tvítugur, kom til United árið 2003 frá Sporting Lissabon fyrir 12 milljónir punda og er orðin ein skærasta stjarnan í enska boltanum. Sport 18.11.2005 13:56 Roy Keane hættur hjá Manchester United Fyrirliði Manchester United til margra ára, hinn írski Roy Keane, hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika fyrir félagið, eftir 12 og hálft ár. Sport 18.11.2005 12:27 Ég grenja ekki þó ég tapi Jose Mourinho segir að Chelsea muni tvímannalaust verja titil sinn í ensku úrvalsdeildinni í vor og blæs á orð kollega síns hjá Arsenal, sem sagði að toppbaráttan hefði opnast upp á gátt eftir að Chelsea tapaði fyrir Manchester United. Sport 17.11.2005 17:21 Meiddist á öxl og verður frá í nokkrar vikur Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson sem leikur með Leeds United í ensku 1. deildinni, datt illa í leik með varaliði félagsins í gærkvöldi og talið er að hann hafi farið úr axlarlið. Líklegt þykir að Gylfi verði frá í 3-4 vikur vegna þessa, en hann stefnir þó á að koma fyrr til baka. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Sport 17.11.2005 16:59 Neitar ásökunum um peningagræðgi Þýski knattspyrnumaðurinn Michael Ballack brást reiður við þegar fjölmiðlar í Þýskalandi héldu því fram að ástæða þess að hann vildi ekki undirrita áframhaldandi samning við Bayern væri hrein og klár peningagræðgi. Sport 17.11.2005 14:59 Hótar hörðum refsingum Sepp Blatter, forseti FIFA, segir að opinber rannsókn sé hafin á ólátunum eftir leik Svisslendinga og Tyrkja í Istanbul í gær og segir að stefnt sé að því að niðurstaða liggi fyrir þann 9. desember. Blatter hefur hótað því að beita þá sem að málinu koma hörðum refsingum, en Tyrkirnir saka hann um hlutdrægni vegna þjóðernis síns. Sport 17.11.2005 13:55 Gary Neville snýr aftur í kvöld Gary Neville mun í kvöld leika sinn fyrsta leik síðan í ágúst, þegar hann leikur með varaliði Manchester United gegn West Brom. Neville meiddist á nára í leik gegn Villareal í Meistaradeildinni, en er nú óðum að braggast. Þá er fyrirliðinn Roy Keane farinn að æfa á ný eftir að hafa verið meiddur lengi, en nokkuð er í að hann geti byrjað að spila. Sport 17.11.2005 13:18 Hefur ekki áhyggjur af miklu álagi Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að hann hafi ekki áhyggjur af því auka álagi sem fylgir þáttöku Liverpool í heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan dagana 15.-18 desember næstkomandi. Sport 17.11.2005 11:09 Versta frammistaða sem ég hef séð John Toshack, landsliðsþjálfari Wales, sagði að frammistaða leikmanna sinna í tapinu gegn Kýpur í gær, hefði verið sú versta sem hann hefði séð á ævi sinni. Wales tapaði 1-0, en þetta var vináttuleikur þjóðanna. Sport 17.11.2005 10:53 Hoyzer dómari í fangelsi í á þriðja ár Knattspyrnudómarinn Robert Hoyzer var í dag dæmdur í tveggja ára og fimm mánaða fangelsi fyrir að taka við mútugreiðslum í níu leikjum sem hann dæmdi á síðasta ári. Sport 17.11.2005 12:37 David Duval í forystu í Japan Kylfingurinn David Duval er mjög óvænt í forystu á Dunlop Phoenix mótinu í golfi sem fram fer í Japan um þessar mundir. Duval lék fyrsta hringinn í gær á 64 höggum, eða sex höggum undir pari. Hann hefur eins höggs forystu á Tiger Woods, sem hefur titil að verja á mótinu. Sport 17.11.2005 13:27 Undirgöngin loguðu í slagsmálum Landslið Tyrkja og Svisslendinga eiga ekki von á góðu frá Alþjóða Knattspyrnusambandinu eftir að uppúr sauð milli leikmanna og starfsmanna þegar þeir gengu af velli eftir viðureign liðanna í gær. Sport 17.11.2005 09:46 Guðjón Valur skoraði 12 í sigurleik Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson heldur uppteknum hætti með liði sínu Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik, en Guðjón skoraði 12 mörk í sigri liðsins á Willemshaven í gærkvöld 28-21. Sport 17.11.2005 10:16 Skrópaði í herþjónustu Þær fregnir hafa borist frá Bandaríkjunum að körfuboltamaðurinn Vlade Divac, sem nýlega lagði skóna á hilluna og er farinn að starfa sem útsendari fyrir LA Lakers í Evrópu, hafi skrópað í herþjónustu í heimalandi sínu Serbíu og Svartfjallalandi og hefur herinn nú lagt fram kæru á hendur honum. Sport 17.11.2005 06:56 Bryant og Iverson skoruðu 42 stig Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant hjá LA Lakers og Allen Iverson hjá Philadelphia voru í miklu stuði og leiddu lið sín til sigurs með því að skora 42 stig. Sport 17.11.2005 06:20 Boston - Seattle í beinni Leikur Boston Celtics og Seattle Supersonics verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt klukkan hálf eitt. Viðureign þessara liða verður athyglisverð í ljósi þess að bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar það sem af er og vilja eflaust hrista af sér slenið og sigra í kvöld. Sport 16.11.2005 22:56 Tékkar og Spánverjar áfram Tékkar tryggðu sér farseðilinn í sína fyrstu heimsmeistarakeppni í kvöld þegar þeir lögðu Norðmenn með einu marki gegn engu og samanlagt 2-0. Það var Tomas Rosicky sem skoraði mark Tékka. Þá komust Spánverjar auðveldlega áfram eftir 1-1 jafntefli við Slóvaka í kvöld og samtals 6-2. Sport 16.11.2005 21:17 « ‹ 253 254 255 256 257 258 259 260 261 … 264 ›
Chelsea lagði Newcastle Leikjunum fimm sem hófust klukkan 15 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Chelsea sigraði Newcastle 3-0. Joe Cole, Hernan Crespo og Damien Duff skoruðu mörk meistaranna, sem hafa sem fyrr örugga forystu á toppi deildarinnar. Þá gerðist sérstakur atburður í leik Charlton og Manchester United. Sport 19.11.2005 17:00
Manchester United leiðir gegn Charlton Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Alan Smith kom Manchester United yfir gegn Charlton á útivelli með marki á 37. mínútu. Liverpool hefur yfir 2-0 gegn Portsmouth, Zenden og Cissé skoruðu mörkin. Sport 19.11.2005 15:50
Tengdur öndunarvél og er í lífshættu Knattspyrnugoðið George Best heldur áfram að berjast fyrir lífi sínu á Cromwell sjúkrahúsinu í London, þar sem hann liggur á gjörgæslu vegna lungnasýkingar. Best var í öndunarvél í nótt og hefur lést um mörg kíló. Eins og staðan er nú hefur honum frekar hrakað og læknar vinna nú hörðum höndum við að reyna að bjarga lífi hans. Sport 19.11.2005 14:37
Arsenal marði sigur á Wigan Arsenal vann nauman sigur á frískum nýliðum Wigan í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni nú rétt áðan. Thierry Henry skoraði tvö marka Arsenal og Robin Van Persie skoraði eitt. Henry Camara og Jimmy Bullard skoruðu mörk Wigan. Sport 19.11.2005 14:42
Auðveldur sigur Celtic í grannaslagnum Celtic skellti sér í toppsæti skosku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið lagði granna sína Rangers 3-0 í viðureign sem jafnan er hápunktur ársins þar í landi. John Hartson, Bobo Balde og Aiden McGeady skoruðu mörk Celtic, sem hefur þriggja stiga forskot á Hearts sem eiga leik til góða. Sport 19.11.2005 14:24
Detroit hélt sigurgöngunni áfram í Texas Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Heitasta lið deildarinnar, Detroit Pistons, vann áttunda leik sinn í röð þegar liðið skellt Houston Rockets á útivelli og Dwayne Wade hélt troðsýningu fyrir áskrifendur NBA TV, þegar henn leiddi lið sitt Miami til sigurs gegn Philadelphia í skemmtilegum leik sem sýndur var beint á stöðinni. Sport 19.11.2005 13:47
Woods tók forystuna í Japan Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods tók forystu eftir þriðja hringinn á Dunlop Phoenix mótinu í Japan í nótt. Woods lék þriðja hringinn á 68 höggum, eða tveimur undir pari og hefur nú eins höggs forystu á Jim Furyk sem er í öðru sætinu. Þar á eftir koma svo þeir David Duval og heimamaðurinn Kaname Yokoo á sjö undir pari. Sport 19.11.2005 13:42
Miami - Philadelphia í beinni útsendingu Viðureign Miami Heat og Philadelphia 76ers verður sýnd beint á NBA TV klukkan hálf eitt í nótt og þar gefst tækifæri til að sjá tvo af betri skotbakvörðum NBA deildarinnar í essinu sínu, þá Dwayne Wade og Allen Iverson. Sport 18.11.2005 22:49
Samuel Eto´o á ekki von á góðu í Madrid Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Sport 18.11.2005 16:58
Furyk tók forystu í Japan í nótt Jim Furyk var heldur betur í stuði á Dunlop Phoenix mótinu í golfi sem fram fer í Japan um þessar mundir og er kominn í efsta sætið á mótinu. Furyk er sem stendur á níu höggum undir pari eftir að hafa fengið sjö fugla á öðrum hringnum í nótt og kláraði á sex undir pari. Hann er því einu höggi á undan þeim Tiger Woods og David Duval, sem eru samhliða í öðru sætinu. Sport 18.11.2005 15:34
Mandaric vill einn sigur í næstu fjórum leikjum Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, segir að liðið verði að vinna einn af næstu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Þetta væru undir venjulegum kringumstæðum ekki harðar kröfur, en þegar málið er skoðað nánar er ljóst að Alain Perrin knattspyrnustjóri liðsins situr í heitasta stólnum í deildinni. Sport 18.11.2005 15:22
Enn tapar Atlanta Þrír leikir voru á dagská í NBA deildinni í nótt. Atlanta Hawks tapaði áttunda leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Dallas á útivelli 87-78, Minnesota lagði Washington 109-98 og San Antonio lagði granna sína í Houston 86-80. Sport 18.11.2005 14:11
Kominn aftur á gjörgæslu Knattspyrnuhetjan George Best er kominn aftur á gjörgæsludeild á Crowell sjúkrahúsið í Lundúnum, eftir að í ljós kom að hann er kominn með nýja alvarlega sýkingu. Best hafði verið á góðum batavegi síðustu tvær vikur, en nú hafa menn miklar áhyggjur af því að honum hefur slegið niður mjög skyndilega. Sport 18.11.2005 14:04
Cristiano Ronaldo samdi til ársins 2010 Portúgalski kantmaðurinn Cristiano Ronaldo undirritaði í dag framlengingu á samningi sínum við Manchester United sem gildir til ársins 2010. Ronaldo, sem er tvítugur, kom til United árið 2003 frá Sporting Lissabon fyrir 12 milljónir punda og er orðin ein skærasta stjarnan í enska boltanum. Sport 18.11.2005 13:56
Roy Keane hættur hjá Manchester United Fyrirliði Manchester United til margra ára, hinn írski Roy Keane, hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika fyrir félagið, eftir 12 og hálft ár. Sport 18.11.2005 12:27
Ég grenja ekki þó ég tapi Jose Mourinho segir að Chelsea muni tvímannalaust verja titil sinn í ensku úrvalsdeildinni í vor og blæs á orð kollega síns hjá Arsenal, sem sagði að toppbaráttan hefði opnast upp á gátt eftir að Chelsea tapaði fyrir Manchester United. Sport 17.11.2005 17:21
Meiddist á öxl og verður frá í nokkrar vikur Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson sem leikur með Leeds United í ensku 1. deildinni, datt illa í leik með varaliði félagsins í gærkvöldi og talið er að hann hafi farið úr axlarlið. Líklegt þykir að Gylfi verði frá í 3-4 vikur vegna þessa, en hann stefnir þó á að koma fyrr til baka. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Sport 17.11.2005 16:59
Neitar ásökunum um peningagræðgi Þýski knattspyrnumaðurinn Michael Ballack brást reiður við þegar fjölmiðlar í Þýskalandi héldu því fram að ástæða þess að hann vildi ekki undirrita áframhaldandi samning við Bayern væri hrein og klár peningagræðgi. Sport 17.11.2005 14:59
Hótar hörðum refsingum Sepp Blatter, forseti FIFA, segir að opinber rannsókn sé hafin á ólátunum eftir leik Svisslendinga og Tyrkja í Istanbul í gær og segir að stefnt sé að því að niðurstaða liggi fyrir þann 9. desember. Blatter hefur hótað því að beita þá sem að málinu koma hörðum refsingum, en Tyrkirnir saka hann um hlutdrægni vegna þjóðernis síns. Sport 17.11.2005 13:55
Gary Neville snýr aftur í kvöld Gary Neville mun í kvöld leika sinn fyrsta leik síðan í ágúst, þegar hann leikur með varaliði Manchester United gegn West Brom. Neville meiddist á nára í leik gegn Villareal í Meistaradeildinni, en er nú óðum að braggast. Þá er fyrirliðinn Roy Keane farinn að æfa á ný eftir að hafa verið meiddur lengi, en nokkuð er í að hann geti byrjað að spila. Sport 17.11.2005 13:18
Hefur ekki áhyggjur af miklu álagi Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að hann hafi ekki áhyggjur af því auka álagi sem fylgir þáttöku Liverpool í heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan dagana 15.-18 desember næstkomandi. Sport 17.11.2005 11:09
Versta frammistaða sem ég hef séð John Toshack, landsliðsþjálfari Wales, sagði að frammistaða leikmanna sinna í tapinu gegn Kýpur í gær, hefði verið sú versta sem hann hefði séð á ævi sinni. Wales tapaði 1-0, en þetta var vináttuleikur þjóðanna. Sport 17.11.2005 10:53
Hoyzer dómari í fangelsi í á þriðja ár Knattspyrnudómarinn Robert Hoyzer var í dag dæmdur í tveggja ára og fimm mánaða fangelsi fyrir að taka við mútugreiðslum í níu leikjum sem hann dæmdi á síðasta ári. Sport 17.11.2005 12:37
David Duval í forystu í Japan Kylfingurinn David Duval er mjög óvænt í forystu á Dunlop Phoenix mótinu í golfi sem fram fer í Japan um þessar mundir. Duval lék fyrsta hringinn í gær á 64 höggum, eða sex höggum undir pari. Hann hefur eins höggs forystu á Tiger Woods, sem hefur titil að verja á mótinu. Sport 17.11.2005 13:27
Undirgöngin loguðu í slagsmálum Landslið Tyrkja og Svisslendinga eiga ekki von á góðu frá Alþjóða Knattspyrnusambandinu eftir að uppúr sauð milli leikmanna og starfsmanna þegar þeir gengu af velli eftir viðureign liðanna í gær. Sport 17.11.2005 09:46
Guðjón Valur skoraði 12 í sigurleik Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson heldur uppteknum hætti með liði sínu Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik, en Guðjón skoraði 12 mörk í sigri liðsins á Willemshaven í gærkvöld 28-21. Sport 17.11.2005 10:16
Skrópaði í herþjónustu Þær fregnir hafa borist frá Bandaríkjunum að körfuboltamaðurinn Vlade Divac, sem nýlega lagði skóna á hilluna og er farinn að starfa sem útsendari fyrir LA Lakers í Evrópu, hafi skrópað í herþjónustu í heimalandi sínu Serbíu og Svartfjallalandi og hefur herinn nú lagt fram kæru á hendur honum. Sport 17.11.2005 06:56
Bryant og Iverson skoruðu 42 stig Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant hjá LA Lakers og Allen Iverson hjá Philadelphia voru í miklu stuði og leiddu lið sín til sigurs með því að skora 42 stig. Sport 17.11.2005 06:20
Boston - Seattle í beinni Leikur Boston Celtics og Seattle Supersonics verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt klukkan hálf eitt. Viðureign þessara liða verður athyglisverð í ljósi þess að bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar það sem af er og vilja eflaust hrista af sér slenið og sigra í kvöld. Sport 16.11.2005 22:56
Tékkar og Spánverjar áfram Tékkar tryggðu sér farseðilinn í sína fyrstu heimsmeistarakeppni í kvöld þegar þeir lögðu Norðmenn með einu marki gegn engu og samanlagt 2-0. Það var Tomas Rosicky sem skoraði mark Tékka. Þá komust Spánverjar auðveldlega áfram eftir 1-1 jafntefli við Slóvaka í kvöld og samtals 6-2. Sport 16.11.2005 21:17
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent