Erlendar Makelele verður frá í þrjár vikur Hinn öflugi miðjumaður Claude Makelele verður ekki með Chelsea í leiknum gegn Anderlecht í Meistaradeildinni annað kvöld og talið er að hann verði frá keppni í um þrjár vikur eftir að hafa meiðst á hné í leiknum gegn Newcastle um helgina. Sport 22.11.2005 18:26 Næstu þrír mánuðir ráða miklu Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að næstu þrír mánuðir komi til með að hafa úrslitaþýðingu um það hvort Thierry Henry verði áfram hjá félaginu, en hann hefur sem kunnugt er neitað að ræða framlengingu á samningi sínum við Arsenal þangað til á næsta ári og margir slá því föstu að hann fari frá Englandi. Sport 22.11.2005 16:53 Riquelme verður ekki með Villareal Leikstjórnandinn snjalli Juan Roman Riquelme verður ekki með liði sínu Villareal í leiknum gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld, vegna meiðsla á læri. Þetta eru góð tíðindi fyrir enska liðið, því Riquelme hefur farið á kostum með spænska liðinu í vetur, sem og landsliði Argentínu. Sport 22.11.2005 15:53 Ekki hrifinn af Glazer-fjölskyldunni Franski snillngurinn Eric Cantona, sem gerði garðinn frægan með Manchester United á tíunda áratugnum og hefur oft lýst yfir áhuga sínum á að taka við knattspyrnustjórastöðu hjá félaginu, segir að hann myndi ekki koma nálægt félaginu á meðan það er í eigu Glazer-feðga. Sport 22.11.2005 14:26 Framlengdi samning sinn til 2009 Steve McClaren hefur framlengt samning sinn við úrvalsdeildarlið Middlesbrough til ársins 2009, en hann hafði verið orðaður nokkuð við Manchester United og enska landsliðið í framtíðinni. Sport 22.11.2005 14:20 San Antonio lagði Sacramento Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio lagði Sacramento á útivelli, Philadelphia lagði New Orleans, Utah sigraði Milwaukee og Golden State vann New Jersey, þar sem Vince Carter meiddist í baki og gat aðeins spilað hálfan leikinn. Sport 22.11.2005 13:38 Leik Birmingham og Bolton frestað Leik Birmingham og Bolton í ensku úrvalsdeildinni, sem fara átti fram í kvöld var frestað vegna þoku á St. Andrews-vellinum í Birmingham. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær leikurinn verður spilaður, en þokan var það þykk að ekki þótti vert að reyna að leika knattspyrnu við þessar aðstæður. Sport 21.11.2005 23:20 Wenger heimtar sigur Arsene Wenger vill ná í öll þrjú stigin á útivelli gegn FC Thun í Meistaradeildinni annað kvöld, þrátt fyrir að Arsenal hafi þegar tryggt sér áframhaldandi þáttöku í keppninni með góðri frammistöðu í undangengnum leikjum. Sport 21.11.2005 18:36 Enn á gjörgæslu og sýnir lítil batamerki George Best liggur enn á gjörgæsludeild Cromwell-spítalans í London, en læknar segja ástand hans stöðugt, hvorki betra né verra. "Blóðprufur sýna ögn skárra ástand á honum, en heilsa hans heilt yfir hefur ekki skánað mikið og það er ákveðið áhyggjuefni," sagði einn læknanna sem annast Best. Sport 21.11.2005 18:11 Vill setja stuðningsmenn United í bann Stuðningsmenn Manchester United eiga yfir höfði sér bann á heimavelli Charlton ef kvörtun þeirra nær fram að ganga eftir atburði helgarinnar. Starfsmaður á vellinum varð fyrir kynferðislegri áreitni frá stuðningsmanni United og þar að auki fóru nokkrir stuðningsmenn liðsins inn á völlinn eftir að leikmenn liðsins höfðu stofnað til mikilla láta við endalínuna þegar þeir fögnuðu marki sínu í leiknum. Sport 21.11.2005 16:34 Verðum að sigra Villareal Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að leikurinn við Villareal í Meistaradeildinni annað kvöld verði að vinnast og treystir á að heimavöllurinn nægi til að koma sínum mönnum áfram. Sport 21.11.2005 16:26 Crouch þarf að vera grimmari Markakóngurinn Ian Rush hefur góð ráð handa Peter Crouch, framherja Liverpool, en hann segir hinn lappalanga Crouch skorta eigingirni og grimmd til að skora mörk í ensku úrvalsdeildinni. Sport 21.11.2005 16:14 Raul meiddur á hné Fyrirliði Real Madrid, framherjinn Raul, er meiddur á hné og verður frá í að minnsta kosti tvo mánuði. Raul meiddist í tapinu gegn Barcelona um helgina, en forráðamenn Real vona að hann þurfi ekki í aðgerð vegna þessa. Ef allt fer þó á versta veg, gæti það hinsvegar sett strik í reikninginn fyrir þáttöku Raul á HM með Spánverjum næsta sumar. Sport 21.11.2005 15:43 Besta byrjun Clippers í sögunni Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að Los Angeles Clippers lagði Golden State og hefur því unnið átta af fyrstu tíu fyrstu leikjum sínum, sem er besta byrjun í sögu félagsins. Sport 21.11.2005 14:54 Petersson með stórleik Fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Alexander Petersson fór á kostum í liði Grosswallstadt og skoraði 12 mörk þegar liðið lagði Minden 29-27 á útivelli. Einar Hólmgeirsson bætti við tveimur mörkum fyrir Grosswallstadt, en Snorri Steinn Guðjónsson var líka frábær í liði Minden og skoraði 9 mörk. Sport 21.11.2005 14:18 Logi skoraði 25 stig fyrir Bayeruth Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson átti mjög góðan leik með liði sínu Bayeruth í þýsku 2. deildinni í gærkvöldi þegar liðið sigraði Heidelberg 91-82. Logi skoraði 25 stig í leiknum. Þá skoraði Jón Arnór Stefánsson 7 stig þegar lið hans Napoli burstaði Rosetu 84-66 í ítölsku úrvalsdeildinni. Sport 21.11.2005 14:12 Hitzfeld segir Manchester United hafa boðið sér starf Ottmar Hitzfeld, fyrrum þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern Munchen, segir að forráðamenn Manchester United hafi boðið sér starf hjá félaginu. Sport 20.11.2005 20:04 Chelsea kaupir ungling á metfé Ensku meistararnir Chelsea gengu í dag frá kaupum á serbneska varnarmanninum Slobodan Rajkovic frá OFK Belgrad á metfé, 3,5 milljónir punda. Þetta er hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir leikmann undir 18 ára aldri. Fjöldi stórliða í Evrópu hefur lengi verið á höttunum eftir Rajkovic, sem er fastamaður í U-21 árs liði Serbíu og Svartfjallalands. Sport 20.11.2005 19:12 Næsti sólarhringur sker úr um framhaldið Knattspyrnugoðið George Best liggur enn þungt haldinn á Cromvell sjúkrahúsinu í London með sýkingu í lungum. Læknar gáfu það út nú fyrir stundu að væntanlega kæmi í ljós á næstu 24 tímum hvort Best lifði raunina af, en hann er í öndunarvél og er í bráðri lífshættu. Fjölskylda hans dvelur nú öll hjá honum á sjúkrahúsinu, en Best hefur ekki komið til meðvitundar í nokkurn tíma. Sport 20.11.2005 19:05 Stórsigur Fiorentina á Milan Fiorentina skaust í annað sæti ítölsku A deildarinnar í dag, þegar liðið vann stórsigur á AC Milan, 3-1. Ítalski landsliðsmaðurinn Luca Toni skoraði tvö marka Fiorentina, sem er í öðru sætinu ásamt Milan eftir sigurinn. Juventus hefur enn fimm stiga forskot í deildinni eftir sannfærandi 4-1 sigur á Roma í gær. Sport 20.11.2005 18:55 Baráttusigur Middlesbrough Middlesbrough vann 3-2 baráttusigur á Fulham á heimavelli sínum í dag, í síðari leiknum í ensku úrvalsdeildinni. Boro lenti tvisvar undir í leiknum en náði að tryggja sér sigurinn í lokin með marki Jimmy Floyd Hasselbaink. Sport 20.11.2005 18:08 Cleveland vann sjöunda leik sinn í röð Cleveland Cavaliers vann sigur á Philadelphia 76ers í NBA í nótt í æsilegum leik sem endaði 123-120 fyrir Cleveland. Larry Hughes hjá Cleveland og Allen Iverson hjá Philadelphia skoruðu báðir 37 stig í leiknum, en LeBron James náði þrennu með 36 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Sport 20.11.2005 17:44 Við vorum óheppnir Martin Jol, stjóri Tottenham var ekki sáttur við að missa leikinn gegn West Ham niður í jafntefli á síðustu andartökunum í dag, en liðin skildu jöfn á White Hart Lane 1-1. Sport 20.11.2005 17:29 Auðveldur sigur Premat Frakkar héldu sigurgöngu sinni áfram á heimsmeistaramótinu í kappakstri um helgina, þegar Malasíukappaksturinn fór fram. Alexandre Premat, sem var annar í rásröðinni í morgun, vann sprettkeppnina og vann svo auðveldan sigur í aðalkeppninni eftir að hafa haldið forystunni í 30 hringi. Sport 20.11.2005 17:05 Ferdinand tryggði West Ham stig Anton Ferdinand tryggði West Ham stig á elleftu stundu gegn Tottenham í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Mido kom heimamönnum í Tottenham yfir á 16. mínútu, en Ferdinand jafnaði leikinn á síðustu andartökunum í uppbótartíma. Sport 20.11.2005 15:43 NBA karfan, Hnefaleikar og A1 í beinni San Antonio Spurs og Phoenix Suns, liðin sem börðust í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í fyrra, eigast við í beinni útsendingu á NBA TV í nótt, en auk þessa verður nóg um að vera á sjónvarpsstöðinni Sýn í nótt og í fyrramálið, þar sem boðið verður upp á hnefaleika og kappakstur í beinni útsendingu. Sport 19.11.2005 22:02 Ólafur hafði betur í Íslendingaslagnum Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar í spænska handboltanum, hafði betur gegn Torrevieja 35-27 í dag, en hornamaðurinn Einar Örn Jónsson leikur með Torrevieja. Ólafur skoraði fimm mörk í leiknum, þar af eitt úr vítakasti, en Einar Örn skoraði sex fyrir lið sitt, þar af þrjú úr vítum. Ciudad Real er í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi frá toppnum, en Torrevieja er í ellefta sæti. Sport 19.11.2005 21:28 Gummersbach sigraði Pfullingen Þrír leikir fóru fram í þýska handboltanum í dag. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Gummersbach unnu góðan sigur á Pfullingen 30-25, þar sem Guðjón Valur skoraði 7 mörk og Róbert Gunnarsson bætti við 6 mörkum. Sport 19.11.2005 20:50 West Brom burstaði Everton West Bromwich Albion tók lánlaust lið Everton í kennslustund á heimavelli í dag 4-0, en liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í dag. Nathan Ellington skoraði tvö mörk fyrir West Brom og þeir Neil Clement og Robert Earnshaw gerðu út um leikinn. West Brom lyfti sér í 16. sæti deildarinnar með sigrinum, en Everton situr í því 18. Sport 19.11.2005 19:51 Ævintýralegur sigur Leeds Leeds United vann ævintýralegan sigur á Southampton í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í dag, eftir að hafa verið undir 3-0 í hálfleik. Gylfi Einarsson var ekki með Leeds vegna meiðsla. Ívar Ingimarsson lék allan tímann með Reading sem sigraði Hull 3-1, en Brynjar Björn Gunnarsson kom ekki við sögu. Loks spilaði Jóhannes Karl Guðjónsson allan leikinn fyrir Leicester í 1-0 tapi fyrir Burnley. Sport 19.11.2005 17:41 « ‹ 252 253 254 255 256 257 258 259 260 … 264 ›
Makelele verður frá í þrjár vikur Hinn öflugi miðjumaður Claude Makelele verður ekki með Chelsea í leiknum gegn Anderlecht í Meistaradeildinni annað kvöld og talið er að hann verði frá keppni í um þrjár vikur eftir að hafa meiðst á hné í leiknum gegn Newcastle um helgina. Sport 22.11.2005 18:26
Næstu þrír mánuðir ráða miklu Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að næstu þrír mánuðir komi til með að hafa úrslitaþýðingu um það hvort Thierry Henry verði áfram hjá félaginu, en hann hefur sem kunnugt er neitað að ræða framlengingu á samningi sínum við Arsenal þangað til á næsta ári og margir slá því föstu að hann fari frá Englandi. Sport 22.11.2005 16:53
Riquelme verður ekki með Villareal Leikstjórnandinn snjalli Juan Roman Riquelme verður ekki með liði sínu Villareal í leiknum gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld, vegna meiðsla á læri. Þetta eru góð tíðindi fyrir enska liðið, því Riquelme hefur farið á kostum með spænska liðinu í vetur, sem og landsliði Argentínu. Sport 22.11.2005 15:53
Ekki hrifinn af Glazer-fjölskyldunni Franski snillngurinn Eric Cantona, sem gerði garðinn frægan með Manchester United á tíunda áratugnum og hefur oft lýst yfir áhuga sínum á að taka við knattspyrnustjórastöðu hjá félaginu, segir að hann myndi ekki koma nálægt félaginu á meðan það er í eigu Glazer-feðga. Sport 22.11.2005 14:26
Framlengdi samning sinn til 2009 Steve McClaren hefur framlengt samning sinn við úrvalsdeildarlið Middlesbrough til ársins 2009, en hann hafði verið orðaður nokkuð við Manchester United og enska landsliðið í framtíðinni. Sport 22.11.2005 14:20
San Antonio lagði Sacramento Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio lagði Sacramento á útivelli, Philadelphia lagði New Orleans, Utah sigraði Milwaukee og Golden State vann New Jersey, þar sem Vince Carter meiddist í baki og gat aðeins spilað hálfan leikinn. Sport 22.11.2005 13:38
Leik Birmingham og Bolton frestað Leik Birmingham og Bolton í ensku úrvalsdeildinni, sem fara átti fram í kvöld var frestað vegna þoku á St. Andrews-vellinum í Birmingham. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær leikurinn verður spilaður, en þokan var það þykk að ekki þótti vert að reyna að leika knattspyrnu við þessar aðstæður. Sport 21.11.2005 23:20
Wenger heimtar sigur Arsene Wenger vill ná í öll þrjú stigin á útivelli gegn FC Thun í Meistaradeildinni annað kvöld, þrátt fyrir að Arsenal hafi þegar tryggt sér áframhaldandi þáttöku í keppninni með góðri frammistöðu í undangengnum leikjum. Sport 21.11.2005 18:36
Enn á gjörgæslu og sýnir lítil batamerki George Best liggur enn á gjörgæsludeild Cromwell-spítalans í London, en læknar segja ástand hans stöðugt, hvorki betra né verra. "Blóðprufur sýna ögn skárra ástand á honum, en heilsa hans heilt yfir hefur ekki skánað mikið og það er ákveðið áhyggjuefni," sagði einn læknanna sem annast Best. Sport 21.11.2005 18:11
Vill setja stuðningsmenn United í bann Stuðningsmenn Manchester United eiga yfir höfði sér bann á heimavelli Charlton ef kvörtun þeirra nær fram að ganga eftir atburði helgarinnar. Starfsmaður á vellinum varð fyrir kynferðislegri áreitni frá stuðningsmanni United og þar að auki fóru nokkrir stuðningsmenn liðsins inn á völlinn eftir að leikmenn liðsins höfðu stofnað til mikilla láta við endalínuna þegar þeir fögnuðu marki sínu í leiknum. Sport 21.11.2005 16:34
Verðum að sigra Villareal Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að leikurinn við Villareal í Meistaradeildinni annað kvöld verði að vinnast og treystir á að heimavöllurinn nægi til að koma sínum mönnum áfram. Sport 21.11.2005 16:26
Crouch þarf að vera grimmari Markakóngurinn Ian Rush hefur góð ráð handa Peter Crouch, framherja Liverpool, en hann segir hinn lappalanga Crouch skorta eigingirni og grimmd til að skora mörk í ensku úrvalsdeildinni. Sport 21.11.2005 16:14
Raul meiddur á hné Fyrirliði Real Madrid, framherjinn Raul, er meiddur á hné og verður frá í að minnsta kosti tvo mánuði. Raul meiddist í tapinu gegn Barcelona um helgina, en forráðamenn Real vona að hann þurfi ekki í aðgerð vegna þessa. Ef allt fer þó á versta veg, gæti það hinsvegar sett strik í reikninginn fyrir þáttöku Raul á HM með Spánverjum næsta sumar. Sport 21.11.2005 15:43
Besta byrjun Clippers í sögunni Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að Los Angeles Clippers lagði Golden State og hefur því unnið átta af fyrstu tíu fyrstu leikjum sínum, sem er besta byrjun í sögu félagsins. Sport 21.11.2005 14:54
Petersson með stórleik Fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Alexander Petersson fór á kostum í liði Grosswallstadt og skoraði 12 mörk þegar liðið lagði Minden 29-27 á útivelli. Einar Hólmgeirsson bætti við tveimur mörkum fyrir Grosswallstadt, en Snorri Steinn Guðjónsson var líka frábær í liði Minden og skoraði 9 mörk. Sport 21.11.2005 14:18
Logi skoraði 25 stig fyrir Bayeruth Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson átti mjög góðan leik með liði sínu Bayeruth í þýsku 2. deildinni í gærkvöldi þegar liðið sigraði Heidelberg 91-82. Logi skoraði 25 stig í leiknum. Þá skoraði Jón Arnór Stefánsson 7 stig þegar lið hans Napoli burstaði Rosetu 84-66 í ítölsku úrvalsdeildinni. Sport 21.11.2005 14:12
Hitzfeld segir Manchester United hafa boðið sér starf Ottmar Hitzfeld, fyrrum þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern Munchen, segir að forráðamenn Manchester United hafi boðið sér starf hjá félaginu. Sport 20.11.2005 20:04
Chelsea kaupir ungling á metfé Ensku meistararnir Chelsea gengu í dag frá kaupum á serbneska varnarmanninum Slobodan Rajkovic frá OFK Belgrad á metfé, 3,5 milljónir punda. Þetta er hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir leikmann undir 18 ára aldri. Fjöldi stórliða í Evrópu hefur lengi verið á höttunum eftir Rajkovic, sem er fastamaður í U-21 árs liði Serbíu og Svartfjallalands. Sport 20.11.2005 19:12
Næsti sólarhringur sker úr um framhaldið Knattspyrnugoðið George Best liggur enn þungt haldinn á Cromvell sjúkrahúsinu í London með sýkingu í lungum. Læknar gáfu það út nú fyrir stundu að væntanlega kæmi í ljós á næstu 24 tímum hvort Best lifði raunina af, en hann er í öndunarvél og er í bráðri lífshættu. Fjölskylda hans dvelur nú öll hjá honum á sjúkrahúsinu, en Best hefur ekki komið til meðvitundar í nokkurn tíma. Sport 20.11.2005 19:05
Stórsigur Fiorentina á Milan Fiorentina skaust í annað sæti ítölsku A deildarinnar í dag, þegar liðið vann stórsigur á AC Milan, 3-1. Ítalski landsliðsmaðurinn Luca Toni skoraði tvö marka Fiorentina, sem er í öðru sætinu ásamt Milan eftir sigurinn. Juventus hefur enn fimm stiga forskot í deildinni eftir sannfærandi 4-1 sigur á Roma í gær. Sport 20.11.2005 18:55
Baráttusigur Middlesbrough Middlesbrough vann 3-2 baráttusigur á Fulham á heimavelli sínum í dag, í síðari leiknum í ensku úrvalsdeildinni. Boro lenti tvisvar undir í leiknum en náði að tryggja sér sigurinn í lokin með marki Jimmy Floyd Hasselbaink. Sport 20.11.2005 18:08
Cleveland vann sjöunda leik sinn í röð Cleveland Cavaliers vann sigur á Philadelphia 76ers í NBA í nótt í æsilegum leik sem endaði 123-120 fyrir Cleveland. Larry Hughes hjá Cleveland og Allen Iverson hjá Philadelphia skoruðu báðir 37 stig í leiknum, en LeBron James náði þrennu með 36 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Sport 20.11.2005 17:44
Við vorum óheppnir Martin Jol, stjóri Tottenham var ekki sáttur við að missa leikinn gegn West Ham niður í jafntefli á síðustu andartökunum í dag, en liðin skildu jöfn á White Hart Lane 1-1. Sport 20.11.2005 17:29
Auðveldur sigur Premat Frakkar héldu sigurgöngu sinni áfram á heimsmeistaramótinu í kappakstri um helgina, þegar Malasíukappaksturinn fór fram. Alexandre Premat, sem var annar í rásröðinni í morgun, vann sprettkeppnina og vann svo auðveldan sigur í aðalkeppninni eftir að hafa haldið forystunni í 30 hringi. Sport 20.11.2005 17:05
Ferdinand tryggði West Ham stig Anton Ferdinand tryggði West Ham stig á elleftu stundu gegn Tottenham í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Mido kom heimamönnum í Tottenham yfir á 16. mínútu, en Ferdinand jafnaði leikinn á síðustu andartökunum í uppbótartíma. Sport 20.11.2005 15:43
NBA karfan, Hnefaleikar og A1 í beinni San Antonio Spurs og Phoenix Suns, liðin sem börðust í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í fyrra, eigast við í beinni útsendingu á NBA TV í nótt, en auk þessa verður nóg um að vera á sjónvarpsstöðinni Sýn í nótt og í fyrramálið, þar sem boðið verður upp á hnefaleika og kappakstur í beinni útsendingu. Sport 19.11.2005 22:02
Ólafur hafði betur í Íslendingaslagnum Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar í spænska handboltanum, hafði betur gegn Torrevieja 35-27 í dag, en hornamaðurinn Einar Örn Jónsson leikur með Torrevieja. Ólafur skoraði fimm mörk í leiknum, þar af eitt úr vítakasti, en Einar Örn skoraði sex fyrir lið sitt, þar af þrjú úr vítum. Ciudad Real er í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi frá toppnum, en Torrevieja er í ellefta sæti. Sport 19.11.2005 21:28
Gummersbach sigraði Pfullingen Þrír leikir fóru fram í þýska handboltanum í dag. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Gummersbach unnu góðan sigur á Pfullingen 30-25, þar sem Guðjón Valur skoraði 7 mörk og Róbert Gunnarsson bætti við 6 mörkum. Sport 19.11.2005 20:50
West Brom burstaði Everton West Bromwich Albion tók lánlaust lið Everton í kennslustund á heimavelli í dag 4-0, en liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í dag. Nathan Ellington skoraði tvö mörk fyrir West Brom og þeir Neil Clement og Robert Earnshaw gerðu út um leikinn. West Brom lyfti sér í 16. sæti deildarinnar með sigrinum, en Everton situr í því 18. Sport 19.11.2005 19:51
Ævintýralegur sigur Leeds Leeds United vann ævintýralegan sigur á Southampton í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í dag, eftir að hafa verið undir 3-0 í hálfleik. Gylfi Einarsson var ekki með Leeds vegna meiðsla. Ívar Ingimarsson lék allan tímann með Reading sem sigraði Hull 3-1, en Brynjar Björn Gunnarsson kom ekki við sögu. Loks spilaði Jóhannes Karl Guðjónsson allan leikinn fyrir Leicester í 1-0 tapi fyrir Burnley. Sport 19.11.2005 17:41
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent