Erlendar Pistorius komst ekki í úrslitin Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius komst ekki áfram í úrslit 400 m hlaups karla en hann varð síðastur í undanúrslitunum í morgun. Sport 29.8.2011 13:05 Hardee varði titilinn sinn í tugþraut Bandaríkjamaðurinn Trey Hardee varði í dag heimsmeistaratign sína í tugþraut í Daegu í Suður-Kóreu í morgun. Hardee fékk samtals 8607 stig. Sport 28.8.2011 12:26 Bolt þjófstartaði og féll úr leik Jamaíkumaðurinn Usain Bolt var dæmdur úr leik í úrslitum 100 m hlaups karla á HM í frjálsíþróttum í morgun fyrir þjófstart. Landi hans, Yohan Blake, fagnaði sigri á 9,92 sekúndum. Sport 28.8.2011 11:54 Kínverji kastaði lengst Li Yanfeng fagnaði sigri í kringlukasti kvenna á HM í frjálsíþróttum í Suður-Kóreu í morgun. Kastaði hún 66,52 metra en var samt rúmum metra frá sínu besta. Sport 28.8.2011 11:36 Fyrstu gullverðlaun Bandaríkjanna Brittney Reese vann til gullverðlauna í langstökki kvenna á HM í frjálsíþróttum í morgun en hún stökk þá 6,82 metra. Sport 28.8.2011 11:14 Ótrúlegri sigurgöngu Bekele lokið Eþíópíumaðurinn Kenenisa Bekele náði ekki að klára 10 km hlaup vegna meiðsla á HM í frjálsíþróttum í morgun. Þar með er ótrúlegri sigurgöngu hans í vegalengdinni lokið. Sport 28.8.2011 11:04 Pistorius komst í undanúrsiltin Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius komst í morgun í undanúrslit í 400 m hlaupi karla á HM í frjálsíþróttum í Suður-Kóreu. Sport 28.8.2011 10:48 Bolt örugglega í úrslitin Usain Bolt komst örugglega í úrslitin í 100 m hlaupi á HM í frjálsíþróttum í Daegu í Suður-Kóreu. Úrslitahlaupið fer fram klukkan 11.45 og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Sport 28.8.2011 10:36 Keníukonur rúlluðu tíu þúsund metrunum líka upp Þetta hefur verið góður dagur fyrir kenískar konur á HM í frjálsíþróttum í Suður-Kóreu. Nú í hádeginu sópaði Kenía til sín verðlaununum í tíu þúsund metra hlaupi kvenna, rétt eins og í maraþoninu í morgun. Sport 27.8.2011 13:55 Kenía sópaði til sín verðlaunum í fyrstu greininni Fyrstu keppnisgreininni er lokið á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem hófst í morgun í Daegu í Suður-Kóreu. Sport 27.8.2011 10:42 Murray og Sharapova unnu - Djokovic gaf úrslitaleikinn vegna meiðsla Skotinn Andy Murray hrósaði sigri í karlaflokki á Cincinnati-mótinu í tennis um helgina. Hin rússneska Maria Sharapova sigraði í kvennaflokki. Sport 22.8.2011 13:57 Steve Mullings gæti fengið ævilangt bann Spretthlauparinn frá Jamaíku, Steve Mullings, á yfir höfði sér ævilangt bann frá frjálsum íþróttum eftir að ólögleg lyf fundust í blóði hans eftir lyfjapróf. Sport 21.8.2011 15:55 27 ára gamall íshokkíleikmaður fannst látinn á heimili sínu Rick Rypien, leikmaður bandaríska íshokkíliðsins Winnipeg Jets-center, fannst látinn í gær á heimili sínu í Alberta í Kanada. Rypien var 27 ára gamall og lék hann í sex ár í NHL-deildinni. Sport 16.8.2011 12:16 Ofurparið Wozniacki og McIlroy eru í kastljósinu Caroline Wozniacki frá Danmörku hefur á undanförnum árum verið ein þekktasta tenniskona veraldar og áhugi fjölmiðla á íþróttakonunni mun ekki minnka mikið þar sem hún hefur sést mikið með einum þekktasta atvinnukylfingi heims. Það bendir því allt til þess að nýtt "ofurpar" sé í uppsiglingu enda eru þau á meðal þekktustu í íþróttaheiminum. Sport 16.8.2011 09:50 Djokovic vann sitt fimmta heimsbikarmót á árinu Novak Djokovic og Serena Williams tryggðu sér sigur í Rogers-bikarnum í tennis í Montreal í gær. Williams er að koma til baka eftir veikindi og meiðsli en Djokovic hefur verið á nær sannfelldri sigurbraut á þessu ári. Sport 15.8.2011 11:05 Enn detta stjörnurnar úr leik í Kanada Mikið hefur verið um óvænt úrslit á Opna kanadíska meistaramótinu í tennis sem nú stendur yfir og er ekkert lát á. Roger Federer og Maria Sharapova þurftu bæði að játa sig sigruð gegn lægra skrifuðum andstæðingum í 3. umferð mótsins. Sport 12.8.2011 10:02 Allir íþróttamenn á HM í frjálsum fara í lyfjapróf Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur tekið þá ákvörðun að allir þátttakendur á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum verði sendir í lyfjapróf. Mótið fer fram í Suður-Kóreu 27. ágúst - 4. september. Sport 12.8.2011 09:41 Stórstjörnurnar úr leik í Kanada - Nadal og Wozniacki töpuðu Spánverjinn Rafael Nadal og Caroline Wozniacki frá Danmörku duttu óvænt úr leik í 2. umferð kanadíska meistaramótsins í tennis. Andy Murray var sömuleiðis sleginn út í 2. umferð í fyrradag. Sport 11.8.2011 12:54 Leikmenn í NFL-deildinni settir í vaxtarhormónapróf Allt útlit er fyrir að NFL-deildin verði fyrsta atvinnumannadeildin vestanhafs sem setur leikmenn í lyfjapróf með blóðprufu. Forráðamenn deildarinnar reikna með að hægt verði að setja leikmenn í deildinni í vaxtarhormónapróf frá fyrsta leikdegi. Sport 10.8.2011 13:53 Andy Murray pakkað saman í Kanada Skotinn Andy Murray steinlá 6-3 og 6-1 gegn Kevin Anderson í annarri umferð Rogers-bikarsins í Kanada í gær. Murray átti engin svör við sterkum uppgjöfum Suður-Afríkumannsins. Sport 10.8.2011 13:10 Pistorius keppir á HM í frjálsum - á gervifótum frá Össuri Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius verður í landsliðshópi Suður-Afríku sem keppir á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Suður-Kóreu í lok mánaðarins. Pistorius hleypur á gervifótum frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Sport 9.8.2011 14:37 Sjöberg viðurkennir kókaínneyslu Svíinn Patrick Sjöberg, fyrrum heimsmethafi í hástökki, hefur viðurkennt að hafa greinst með kókaín í lyfjaprófi. Prófið var ekki framkvæmt í tengslum við keppni og fór Sjöberg ekki í keppnisbann af þeim sökum. Sport 8.8.2011 10:17 Ásdís í sjöunda sæti á Demantamótinu í London Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir úr Glímufélaginu Ármanni kastaði 57.77 metra og hafnaði í sjöunda sæti á Demantamótinu í London sem nú stendur yfir. Sport 5.8.2011 18:27 Phelps náði þriðja gullinu á HM í sundi Áttfaldi Ólympíumeistarinn í sundi, Michael Phelps, landaði sínum þriðju gullverðlaunum á heimsmeistaramótinu í Kína þegar hann kom fyrstur í mark í 100 metra flugsundi. Hann vann einnig 200 metra flugsundið og hann var í bandarísku boðsundssveitinni sem vann 4x200 metra skriðsundið. Sport 30.7.2011 11:50 HM í sundi í Kína - bestu myndirnar frá AFP Heimsmeistaramótið í sundi fer fram í Sjanghæ í Kína þessa dagana þar sem keppt er í margvíslegum greinum sundíþróttarinnar. Ljósmyndarar AFP hafa sett saman myndasyrpu þar sem bestu myndirnar að þeirra mati eru fréttaefnið. Sport 30.7.2011 09:12 Lochte er gullkálfurinn á HM í sundi Ryan Lochte er maðurinn sem lætur verkin tala á heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Sjanghæ í Kína. Í gær landaði Bandaríkjamaðurinn þriðju gullverðlaunum sínum á mótinu með því að vinna 200 metra baksundið. Lochte er sá eini sem hefur bætt heimsmet í 50 metra laug frá því að nýjar keppnisreglur um sundfatnað tóku gildi í byrjun ársins 2010. Hann bætti við fjórðu gullverðlaunum í gær með bandarísku boðssundssveitinni í 4x200 metra skriðsundi. Sport 30.7.2011 09:06 Bolt með yfirburði í Stokkhólmi en langt frá sínu besta Usain Bolt, frá Jamaíku, sigraði með yfirburðum í 200 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti sem fram fór í Stokkhólmi í Svíþjóð. Mótið er hluti af demantamótaröðinni og kom heimsmethafinn í mark á 20,03 sek., í mótvindi. Sport 30.7.2011 08:54 Lochte bætti eigið heimsmet og hafði betur gegn Phelps Bandaríkjamaðurinn Ryan Lochte fagnaði sigri í 200 metra fjórsundi á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Sjanghæ í Kína og setti Lochte jafnframt heimsmet í greininni. Sport 28.7.2011 11:50 Ástralinn Chad Reed kann að fljúga - ótrúlegt myndband Ástralinn Chad Reed lætur fátt stöðva sig þegar hann keppir í mótokrossi. Í keppni sem fór fram í Minnesota á dögunum flaug Reed af hjólinu í bókstaflegri merkingu. Talið er að hann hafi verið í allt að 10 metra hæð frá jörðu áður en hann féll til jarðar. Myndbandið segir allt sem segja þarf um þetta ótrúlega atvik. Reed slapp vel og fór strax á hjólið aftur og kláraði keppnina með sæmd. Sport 27.7.2011 14:17 Phelps kominn í gírinn aftur - fékk gull í flugsundi Bandaríski sundkappinn Michael Phelps kom fyrstur í mark í 200 metra flugsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Shanghai í morgun. Phelps hefur gengið illa undanfarið og náði sér ekki á strik í 200 metra skriðsundinu. Sport 27.7.2011 13:25 « ‹ 15 16 17 18 19 20 21 22 23 … 264 ›
Pistorius komst ekki í úrslitin Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius komst ekki áfram í úrslit 400 m hlaups karla en hann varð síðastur í undanúrslitunum í morgun. Sport 29.8.2011 13:05
Hardee varði titilinn sinn í tugþraut Bandaríkjamaðurinn Trey Hardee varði í dag heimsmeistaratign sína í tugþraut í Daegu í Suður-Kóreu í morgun. Hardee fékk samtals 8607 stig. Sport 28.8.2011 12:26
Bolt þjófstartaði og féll úr leik Jamaíkumaðurinn Usain Bolt var dæmdur úr leik í úrslitum 100 m hlaups karla á HM í frjálsíþróttum í morgun fyrir þjófstart. Landi hans, Yohan Blake, fagnaði sigri á 9,92 sekúndum. Sport 28.8.2011 11:54
Kínverji kastaði lengst Li Yanfeng fagnaði sigri í kringlukasti kvenna á HM í frjálsíþróttum í Suður-Kóreu í morgun. Kastaði hún 66,52 metra en var samt rúmum metra frá sínu besta. Sport 28.8.2011 11:36
Fyrstu gullverðlaun Bandaríkjanna Brittney Reese vann til gullverðlauna í langstökki kvenna á HM í frjálsíþróttum í morgun en hún stökk þá 6,82 metra. Sport 28.8.2011 11:14
Ótrúlegri sigurgöngu Bekele lokið Eþíópíumaðurinn Kenenisa Bekele náði ekki að klára 10 km hlaup vegna meiðsla á HM í frjálsíþróttum í morgun. Þar með er ótrúlegri sigurgöngu hans í vegalengdinni lokið. Sport 28.8.2011 11:04
Pistorius komst í undanúrsiltin Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius komst í morgun í undanúrslit í 400 m hlaupi karla á HM í frjálsíþróttum í Suður-Kóreu. Sport 28.8.2011 10:48
Bolt örugglega í úrslitin Usain Bolt komst örugglega í úrslitin í 100 m hlaupi á HM í frjálsíþróttum í Daegu í Suður-Kóreu. Úrslitahlaupið fer fram klukkan 11.45 og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Sport 28.8.2011 10:36
Keníukonur rúlluðu tíu þúsund metrunum líka upp Þetta hefur verið góður dagur fyrir kenískar konur á HM í frjálsíþróttum í Suður-Kóreu. Nú í hádeginu sópaði Kenía til sín verðlaununum í tíu þúsund metra hlaupi kvenna, rétt eins og í maraþoninu í morgun. Sport 27.8.2011 13:55
Kenía sópaði til sín verðlaunum í fyrstu greininni Fyrstu keppnisgreininni er lokið á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem hófst í morgun í Daegu í Suður-Kóreu. Sport 27.8.2011 10:42
Murray og Sharapova unnu - Djokovic gaf úrslitaleikinn vegna meiðsla Skotinn Andy Murray hrósaði sigri í karlaflokki á Cincinnati-mótinu í tennis um helgina. Hin rússneska Maria Sharapova sigraði í kvennaflokki. Sport 22.8.2011 13:57
Steve Mullings gæti fengið ævilangt bann Spretthlauparinn frá Jamaíku, Steve Mullings, á yfir höfði sér ævilangt bann frá frjálsum íþróttum eftir að ólögleg lyf fundust í blóði hans eftir lyfjapróf. Sport 21.8.2011 15:55
27 ára gamall íshokkíleikmaður fannst látinn á heimili sínu Rick Rypien, leikmaður bandaríska íshokkíliðsins Winnipeg Jets-center, fannst látinn í gær á heimili sínu í Alberta í Kanada. Rypien var 27 ára gamall og lék hann í sex ár í NHL-deildinni. Sport 16.8.2011 12:16
Ofurparið Wozniacki og McIlroy eru í kastljósinu Caroline Wozniacki frá Danmörku hefur á undanförnum árum verið ein þekktasta tenniskona veraldar og áhugi fjölmiðla á íþróttakonunni mun ekki minnka mikið þar sem hún hefur sést mikið með einum þekktasta atvinnukylfingi heims. Það bendir því allt til þess að nýtt "ofurpar" sé í uppsiglingu enda eru þau á meðal þekktustu í íþróttaheiminum. Sport 16.8.2011 09:50
Djokovic vann sitt fimmta heimsbikarmót á árinu Novak Djokovic og Serena Williams tryggðu sér sigur í Rogers-bikarnum í tennis í Montreal í gær. Williams er að koma til baka eftir veikindi og meiðsli en Djokovic hefur verið á nær sannfelldri sigurbraut á þessu ári. Sport 15.8.2011 11:05
Enn detta stjörnurnar úr leik í Kanada Mikið hefur verið um óvænt úrslit á Opna kanadíska meistaramótinu í tennis sem nú stendur yfir og er ekkert lát á. Roger Federer og Maria Sharapova þurftu bæði að játa sig sigruð gegn lægra skrifuðum andstæðingum í 3. umferð mótsins. Sport 12.8.2011 10:02
Allir íþróttamenn á HM í frjálsum fara í lyfjapróf Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur tekið þá ákvörðun að allir þátttakendur á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum verði sendir í lyfjapróf. Mótið fer fram í Suður-Kóreu 27. ágúst - 4. september. Sport 12.8.2011 09:41
Stórstjörnurnar úr leik í Kanada - Nadal og Wozniacki töpuðu Spánverjinn Rafael Nadal og Caroline Wozniacki frá Danmörku duttu óvænt úr leik í 2. umferð kanadíska meistaramótsins í tennis. Andy Murray var sömuleiðis sleginn út í 2. umferð í fyrradag. Sport 11.8.2011 12:54
Leikmenn í NFL-deildinni settir í vaxtarhormónapróf Allt útlit er fyrir að NFL-deildin verði fyrsta atvinnumannadeildin vestanhafs sem setur leikmenn í lyfjapróf með blóðprufu. Forráðamenn deildarinnar reikna með að hægt verði að setja leikmenn í deildinni í vaxtarhormónapróf frá fyrsta leikdegi. Sport 10.8.2011 13:53
Andy Murray pakkað saman í Kanada Skotinn Andy Murray steinlá 6-3 og 6-1 gegn Kevin Anderson í annarri umferð Rogers-bikarsins í Kanada í gær. Murray átti engin svör við sterkum uppgjöfum Suður-Afríkumannsins. Sport 10.8.2011 13:10
Pistorius keppir á HM í frjálsum - á gervifótum frá Össuri Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius verður í landsliðshópi Suður-Afríku sem keppir á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Suður-Kóreu í lok mánaðarins. Pistorius hleypur á gervifótum frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Sport 9.8.2011 14:37
Sjöberg viðurkennir kókaínneyslu Svíinn Patrick Sjöberg, fyrrum heimsmethafi í hástökki, hefur viðurkennt að hafa greinst með kókaín í lyfjaprófi. Prófið var ekki framkvæmt í tengslum við keppni og fór Sjöberg ekki í keppnisbann af þeim sökum. Sport 8.8.2011 10:17
Ásdís í sjöunda sæti á Demantamótinu í London Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir úr Glímufélaginu Ármanni kastaði 57.77 metra og hafnaði í sjöunda sæti á Demantamótinu í London sem nú stendur yfir. Sport 5.8.2011 18:27
Phelps náði þriðja gullinu á HM í sundi Áttfaldi Ólympíumeistarinn í sundi, Michael Phelps, landaði sínum þriðju gullverðlaunum á heimsmeistaramótinu í Kína þegar hann kom fyrstur í mark í 100 metra flugsundi. Hann vann einnig 200 metra flugsundið og hann var í bandarísku boðsundssveitinni sem vann 4x200 metra skriðsundið. Sport 30.7.2011 11:50
HM í sundi í Kína - bestu myndirnar frá AFP Heimsmeistaramótið í sundi fer fram í Sjanghæ í Kína þessa dagana þar sem keppt er í margvíslegum greinum sundíþróttarinnar. Ljósmyndarar AFP hafa sett saman myndasyrpu þar sem bestu myndirnar að þeirra mati eru fréttaefnið. Sport 30.7.2011 09:12
Lochte er gullkálfurinn á HM í sundi Ryan Lochte er maðurinn sem lætur verkin tala á heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Sjanghæ í Kína. Í gær landaði Bandaríkjamaðurinn þriðju gullverðlaunum sínum á mótinu með því að vinna 200 metra baksundið. Lochte er sá eini sem hefur bætt heimsmet í 50 metra laug frá því að nýjar keppnisreglur um sundfatnað tóku gildi í byrjun ársins 2010. Hann bætti við fjórðu gullverðlaunum í gær með bandarísku boðssundssveitinni í 4x200 metra skriðsundi. Sport 30.7.2011 09:06
Bolt með yfirburði í Stokkhólmi en langt frá sínu besta Usain Bolt, frá Jamaíku, sigraði með yfirburðum í 200 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti sem fram fór í Stokkhólmi í Svíþjóð. Mótið er hluti af demantamótaröðinni og kom heimsmethafinn í mark á 20,03 sek., í mótvindi. Sport 30.7.2011 08:54
Lochte bætti eigið heimsmet og hafði betur gegn Phelps Bandaríkjamaðurinn Ryan Lochte fagnaði sigri í 200 metra fjórsundi á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Sjanghæ í Kína og setti Lochte jafnframt heimsmet í greininni. Sport 28.7.2011 11:50
Ástralinn Chad Reed kann að fljúga - ótrúlegt myndband Ástralinn Chad Reed lætur fátt stöðva sig þegar hann keppir í mótokrossi. Í keppni sem fór fram í Minnesota á dögunum flaug Reed af hjólinu í bókstaflegri merkingu. Talið er að hann hafi verið í allt að 10 metra hæð frá jörðu áður en hann féll til jarðar. Myndbandið segir allt sem segja þarf um þetta ótrúlega atvik. Reed slapp vel og fór strax á hjólið aftur og kláraði keppnina með sæmd. Sport 27.7.2011 14:17
Phelps kominn í gírinn aftur - fékk gull í flugsundi Bandaríski sundkappinn Michael Phelps kom fyrstur í mark í 200 metra flugsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Shanghai í morgun. Phelps hefur gengið illa undanfarið og náði sér ekki á strik í 200 metra skriðsundinu. Sport 27.7.2011 13:25
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent