Íþróttir Árni og félagar í efsta sæti Árni Gautur Arason og félagar í Våleringa komust í gær í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Våleringa sigraði Molde 3-1. Viking Stavanger sigraði Noregsmeistarana í Rosenborg 3-2. Daninn Allan Borgvardt kom inn á í lið Vikings þegar staðan var 2-1 fyrir Rosenborg. Sport 14.10.2005 06:41 Raikkönen sigraði á Spa Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen heldur enn í vonina um að verða heimsmeistari í Formúlu 1 eftir góðan sigur á Spa brautinni í Belgíu í dag. Félagi hans Juan Pablo Montoya leiddi kappaksturinn lengst af, en lenti í óhappi og þurfti að hætta keppni. Sport 14.10.2005 06:41 Grétar Rafn spilaði ekki Grétar Rafn Steinsson lék ekki með AZ Alkmar þegar liðið burstaði Roosendaal 7-0 í hollensku 1. deildinni í gær. Alkmarliðið hefur unnið alla fjóra leiki sína og er í fyrsta sæti með 12 stig. Sport 14.10.2005 06:41 Frjálsíþróttamenn ársins Í gær tilkynnti alþjóða frjálsíþróttasambandið um val sitt á frjálsíþróttamönnum ársins. Það voru langhlauparinn Kenenisa Bekele og stangastökkvarinn Yelena Isinbayeva sem urðu fyrir valinu í karla- og kvennaflokki og þarf það ekki að koma á óvart í ljósi góðrar frammistöðu heimsmetshafanna á árinu. Sport 14.10.2005 06:41 Tindastóll féll úr 2. deild Tindastóll féll í gær úr 2. deild eftir 1-2 ósigur gegn Leiftri/Dalvík sem þegar var fallið. Reynir Sandgerði og Sindri Hornafirði taka sæti þeirra í 2. deild en Reynir tryggði sér sigur í 3. deild með því að vinna Sindra 4-1 í gær. Sport 14.10.2005 06:41 Lyon leiðir í Frakklandi Í 1. deild í Frakklandi hefur Lyon forystu eftir 2-1 sigur á Monakó. 21 árs Brasilíumaður, Fred að nafni, lék fyrsta leik sinn fyrir Lyon og skoraði bæði mörk liðsins. Lyon er með 16 stig en Paris St. Germain, sem vann Strassborg 1-0, er í öðru sæti með 13 stig. Sport 14.10.2005 06:41 Clijsters og Pierce í úrslit í USA Kim Clijsters frá Belgíu vann góðan sigur á stigahæstu tenniskonu heims í undanúrslitunum á opna bandaríska meistaramótinu í gærkvöldi og er því komin í úrslitin ásamt Mary Pierce frá Frakklandi. Sport 14.10.2005 06:41 Pétur sigraði á Hálandaleikunum Fyrrum kúluvarparinn Pétur Guðmundsson sigraði glæsilega á Hálandaleikunum sem fram fóru á Akranesi í blíðskaparveðri í dag. Auðunn Jónsson hafnaði í öðru sæti og Sæmundur Sæmundsson kom þriðji. Sport 14.10.2005 06:41 Heimaleikjabann vegna kynþáttaníðs Knattspyrnusamband Evrópu dæmdi í gær rúmenska liðið Steaua Búkarest í heimaleikjabann vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna liðsins. Í leik í Búkarest gegn Shelbourne frá Írlandi hæddust stuðningsmenn rúmenska liðsins að tveimur þeldökkum leikmönnum írska liðsins. Sport 14.10.2005 06:41 Síðasta umferð 2. deildar í dag Síðasta umferð 2. deildar karla í knattspyrnu fer fram í dag. Leiknir og Stjarnan hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deild og Leiftur/Dalvík er fallið úr deildinni. Sport 14.10.2005 06:41 Montoya á ráspól á Spa Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya verður á ráspól í Belgíu á morgun eftir að hann ók manna best í tímatökunum á Spa brautinni nú í hádeginu. Félagi hans Kimi Raikkönen hjá McLaren náði öðrum besta tímanum og greinilegt að bíll þeirra er að virka vel núna. Sport 14.10.2005 06:41 Hálandaleikarnir á morgun Íslandsmótið í Hálandaleikum fer fram á Akranesi á morgun, þar sem margir af öflugustu kraftajötnum landsins verða saman komnir á skotapilsum og reyna með sér í fjölda greina. Leikar hefjast klukkan 14 á morgun, laugardag, við Skógræktina á Akranesi. Sport 14.10.2005 06:41 Raikkönen með besta tímann á Spa Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen náði besta tímanum á æfingum á Spa brautinni í Belgíu í morgun, en hellirigning var á brautinni. Það var félagi Raikkönen hjá McLaren, Alex Wurz, sem náði öðrum besta tímanum. Sport 14.10.2005 06:41 Heimsmeistari í þremur flokkum Japaninn Keiji Suzuki komst í metabækurnar í gær þegar hann varð fyrsti júdókappinn til þess að vinna heimsmeistaratitil í þremur mismunandi þyngdarflokkum. Suzuki sigraði Úkraínumanninn Vitaly Bubon á ippon í úrslitum í mínus 100 kílógramma flokki. Sport 14.10.2005 06:41 Bætti meyjametið í kringlukasti Ragnheiður Anna Þórsdóttir bætti eigið meyjamet í kringlukasti um rúman metra í gær þegar hún kastaði 55,24 metra á móti í Kaplakrika. Sport 14.10.2005 06:41 Armstrong verður látinn í friði Hein Verbruggen, yfirmaður alþjóða hjólreiðasambandsins, segir að sambandið muni ekkert aðhafast þrátt fyrir þungar ásakanir á hendur hjólreiðakappanum Lance Armstrong, en blöð í Frakklandi halda því stöðugt fram að hann hafi notað ólögleg lyf í Frakklandshjólreiðunum árið 1999. Sport 14.10.2005 06:41 Gunnar með þrjú brons Gunnar Örn Ólafsson hefur unnið þrenn bronsverðlaun á heimsmeistaramóti þroskaheftra í sundi en keppt er í Tékklandi. Bára Bergmann vann bronsverðlaun í sínum flokki í 400 metra fjórsundi. Sport 14.10.2005 06:41 NFL-deildin hafin Keppni í ameríska fótboltanum, NFL-deildinni, hófst í gærkvöldi. Meistarar síðasta árs, New England Patriots, sigruðu Oakland Raiders 30-20. Sport 14.10.2005 06:41 Auðveldur sigur hjá Federer Roger Federer, stigahæsti tennisleikari heims, vann auðveldan sigur á David Nalbandian í fjórðungsúrslitum opna bandaríska meistaramótinu í nótt, 6-2, 6-4 og 6-1. Federer mætir Lleyton Hewitt í undanúrslitum mótsins. Sport 14.10.2005 06:41 Sterkir í skotapilsum á Skagnum Í dag verður Íslandsmótið í Hálandaleikum á haldið á Akranesi, þar sem flestir okkar fremstu víkingar etja kappi í kastgreinum á skoska vísu. Sterkasti maður Íslands, Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" verður á meðal keppenda ásamt Auðunni Jónssyni "Verndara". Sport 14.10.2005 06:41 Agassi í undanúrslit Bandaríski tenniskappinn Andre Agassi er kominn í undanúrslit á opna bandaríska meistaramótinu í tennis, sem fram fer í New York um þessar mundir. Agassi bar sigurorð af landa sínum James Blake í gærkvöldi 3-2, eftir að hafa tapað tveimur fyrstu settunum. Sport 14.10.2005 06:41 Alonso vonar að Kimi geri mistök Spænski formúluökuþórinn Fernando Alonso hjá Renault segist ekki vera að hugsa um heimsmeistaratitilinn þegar hann keppir á Spa brautinni í Belgíu á sunnudaginn, en svo gæti farið að hann titillinn yrði hans um helgina. Sport 14.10.2005 06:41 Alonso íþróttamaður ársins á Spáni Ökuþórinn Fernando Alonso hjá Renault í Formúlu eitt, var í gær útnefndur íþróttamaður ársins á Spáni og verður heiðraður af konungi landsins við sérstaka athöfn í næsta mánuði. Sport 14.10.2005 06:41 Sharapova í undanúrslitin Rússneska tennisdrottiningin Maria Sharapova og Kim Clijsters frá Belgíu, komust í gær í undanúrslitin á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York. Sport 14.10.2005 06:40 Barrichello kvaddi Monza Brasilíski ökuþórinn Rubens Barrichello kvaddi Monza brautina dapur í bragði eftir keppnina þar um síðustu helgi, því það verður síðasta keppni hans á heimavelli Ferrari sem ökumaður liðsins. Hann segist þó ekki koma til með að gráta það að hætta að keppa með Michael Schumacher. Sport 14.10.2005 06:40 Armstrong íhugar endurkomu Bandaríski hjólreiðakappinn Lance Armstrong segist vera að íhuga að fresta því að hætta keppni í hjólreiðum um eitt ár og útilokar ekki að taka þátt í Tour de France á næsta ári, þó ekki væri nema bara til að nudda því framan í gagnrýnendur sína. Sport 14.10.2005 06:40 Unnu silfur á HM þroskaheftra Gunnar Örn Ólafsson og Úrsúla Baldursdóttir unnu bæði til silfurverðlauna í gær á heimsmeistaramóti þroskaheftra í sundi. Gunnar tvíbætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi en Úrsúla varð í öðru sæti í 200 metra fjórsundi og sjötta í 800 metra skriðsundi. Bára Bergmann varð í fimmta sæti. Bára varð í 6. sæti í 100 metra flugsundi og Jón Gunnarsson í 8. sæti í 400 metra skriðsundi. Sport 14.10.2005 06:41 Jerry Rice leggur skóna á hilluna Jerry Rice hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna í ameríska fótboltanum, 42 ára gamall, en hann hefur gripið flestar sendingar allra leikmanna í sögu NFL deildarinnar. Tilfinningarnar báru þennan mikla kappa ofurliði þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína í gær. Sport 13.10.2005 19:47 Kimi er sá fljótasti Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu eitt kappakstri, Jackie Stewart, segir að Kimi Raikkönen hafi tekið við af Michael Schumacher sem fljótasti ökumaðurinn í íþróttinni í dag, en hrósar þó liði Renault fyrir gott gengi í keppnum ársins. Sport 13.10.2005 19:47 Sigurvegarinn í Draumaliðsleiknum Sigurvegarinn í Draumaliðsleiknum í enska boltanum hér á Vísi.is fékk í gær afhent glæsileg verðlaun fyrir góðan árangur sinn í leiknum á síðasta tímabili, en það var Jón Óskar Hauksson úr Keflavík sem varð hlutskarpastur og fær að launum ferð fyrir tvo til Englands. Sport 13.10.2005 19:47 « ‹ 328 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Árni og félagar í efsta sæti Árni Gautur Arason og félagar í Våleringa komust í gær í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Våleringa sigraði Molde 3-1. Viking Stavanger sigraði Noregsmeistarana í Rosenborg 3-2. Daninn Allan Borgvardt kom inn á í lið Vikings þegar staðan var 2-1 fyrir Rosenborg. Sport 14.10.2005 06:41
Raikkönen sigraði á Spa Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen heldur enn í vonina um að verða heimsmeistari í Formúlu 1 eftir góðan sigur á Spa brautinni í Belgíu í dag. Félagi hans Juan Pablo Montoya leiddi kappaksturinn lengst af, en lenti í óhappi og þurfti að hætta keppni. Sport 14.10.2005 06:41
Grétar Rafn spilaði ekki Grétar Rafn Steinsson lék ekki með AZ Alkmar þegar liðið burstaði Roosendaal 7-0 í hollensku 1. deildinni í gær. Alkmarliðið hefur unnið alla fjóra leiki sína og er í fyrsta sæti með 12 stig. Sport 14.10.2005 06:41
Frjálsíþróttamenn ársins Í gær tilkynnti alþjóða frjálsíþróttasambandið um val sitt á frjálsíþróttamönnum ársins. Það voru langhlauparinn Kenenisa Bekele og stangastökkvarinn Yelena Isinbayeva sem urðu fyrir valinu í karla- og kvennaflokki og þarf það ekki að koma á óvart í ljósi góðrar frammistöðu heimsmetshafanna á árinu. Sport 14.10.2005 06:41
Tindastóll féll úr 2. deild Tindastóll féll í gær úr 2. deild eftir 1-2 ósigur gegn Leiftri/Dalvík sem þegar var fallið. Reynir Sandgerði og Sindri Hornafirði taka sæti þeirra í 2. deild en Reynir tryggði sér sigur í 3. deild með því að vinna Sindra 4-1 í gær. Sport 14.10.2005 06:41
Lyon leiðir í Frakklandi Í 1. deild í Frakklandi hefur Lyon forystu eftir 2-1 sigur á Monakó. 21 árs Brasilíumaður, Fred að nafni, lék fyrsta leik sinn fyrir Lyon og skoraði bæði mörk liðsins. Lyon er með 16 stig en Paris St. Germain, sem vann Strassborg 1-0, er í öðru sæti með 13 stig. Sport 14.10.2005 06:41
Clijsters og Pierce í úrslit í USA Kim Clijsters frá Belgíu vann góðan sigur á stigahæstu tenniskonu heims í undanúrslitunum á opna bandaríska meistaramótinu í gærkvöldi og er því komin í úrslitin ásamt Mary Pierce frá Frakklandi. Sport 14.10.2005 06:41
Pétur sigraði á Hálandaleikunum Fyrrum kúluvarparinn Pétur Guðmundsson sigraði glæsilega á Hálandaleikunum sem fram fóru á Akranesi í blíðskaparveðri í dag. Auðunn Jónsson hafnaði í öðru sæti og Sæmundur Sæmundsson kom þriðji. Sport 14.10.2005 06:41
Heimaleikjabann vegna kynþáttaníðs Knattspyrnusamband Evrópu dæmdi í gær rúmenska liðið Steaua Búkarest í heimaleikjabann vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna liðsins. Í leik í Búkarest gegn Shelbourne frá Írlandi hæddust stuðningsmenn rúmenska liðsins að tveimur þeldökkum leikmönnum írska liðsins. Sport 14.10.2005 06:41
Síðasta umferð 2. deildar í dag Síðasta umferð 2. deildar karla í knattspyrnu fer fram í dag. Leiknir og Stjarnan hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deild og Leiftur/Dalvík er fallið úr deildinni. Sport 14.10.2005 06:41
Montoya á ráspól á Spa Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya verður á ráspól í Belgíu á morgun eftir að hann ók manna best í tímatökunum á Spa brautinni nú í hádeginu. Félagi hans Kimi Raikkönen hjá McLaren náði öðrum besta tímanum og greinilegt að bíll þeirra er að virka vel núna. Sport 14.10.2005 06:41
Hálandaleikarnir á morgun Íslandsmótið í Hálandaleikum fer fram á Akranesi á morgun, þar sem margir af öflugustu kraftajötnum landsins verða saman komnir á skotapilsum og reyna með sér í fjölda greina. Leikar hefjast klukkan 14 á morgun, laugardag, við Skógræktina á Akranesi. Sport 14.10.2005 06:41
Raikkönen með besta tímann á Spa Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen náði besta tímanum á æfingum á Spa brautinni í Belgíu í morgun, en hellirigning var á brautinni. Það var félagi Raikkönen hjá McLaren, Alex Wurz, sem náði öðrum besta tímanum. Sport 14.10.2005 06:41
Heimsmeistari í þremur flokkum Japaninn Keiji Suzuki komst í metabækurnar í gær þegar hann varð fyrsti júdókappinn til þess að vinna heimsmeistaratitil í þremur mismunandi þyngdarflokkum. Suzuki sigraði Úkraínumanninn Vitaly Bubon á ippon í úrslitum í mínus 100 kílógramma flokki. Sport 14.10.2005 06:41
Bætti meyjametið í kringlukasti Ragnheiður Anna Þórsdóttir bætti eigið meyjamet í kringlukasti um rúman metra í gær þegar hún kastaði 55,24 metra á móti í Kaplakrika. Sport 14.10.2005 06:41
Armstrong verður látinn í friði Hein Verbruggen, yfirmaður alþjóða hjólreiðasambandsins, segir að sambandið muni ekkert aðhafast þrátt fyrir þungar ásakanir á hendur hjólreiðakappanum Lance Armstrong, en blöð í Frakklandi halda því stöðugt fram að hann hafi notað ólögleg lyf í Frakklandshjólreiðunum árið 1999. Sport 14.10.2005 06:41
Gunnar með þrjú brons Gunnar Örn Ólafsson hefur unnið þrenn bronsverðlaun á heimsmeistaramóti þroskaheftra í sundi en keppt er í Tékklandi. Bára Bergmann vann bronsverðlaun í sínum flokki í 400 metra fjórsundi. Sport 14.10.2005 06:41
NFL-deildin hafin Keppni í ameríska fótboltanum, NFL-deildinni, hófst í gærkvöldi. Meistarar síðasta árs, New England Patriots, sigruðu Oakland Raiders 30-20. Sport 14.10.2005 06:41
Auðveldur sigur hjá Federer Roger Federer, stigahæsti tennisleikari heims, vann auðveldan sigur á David Nalbandian í fjórðungsúrslitum opna bandaríska meistaramótinu í nótt, 6-2, 6-4 og 6-1. Federer mætir Lleyton Hewitt í undanúrslitum mótsins. Sport 14.10.2005 06:41
Sterkir í skotapilsum á Skagnum Í dag verður Íslandsmótið í Hálandaleikum á haldið á Akranesi, þar sem flestir okkar fremstu víkingar etja kappi í kastgreinum á skoska vísu. Sterkasti maður Íslands, Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" verður á meðal keppenda ásamt Auðunni Jónssyni "Verndara". Sport 14.10.2005 06:41
Agassi í undanúrslit Bandaríski tenniskappinn Andre Agassi er kominn í undanúrslit á opna bandaríska meistaramótinu í tennis, sem fram fer í New York um þessar mundir. Agassi bar sigurorð af landa sínum James Blake í gærkvöldi 3-2, eftir að hafa tapað tveimur fyrstu settunum. Sport 14.10.2005 06:41
Alonso vonar að Kimi geri mistök Spænski formúluökuþórinn Fernando Alonso hjá Renault segist ekki vera að hugsa um heimsmeistaratitilinn þegar hann keppir á Spa brautinni í Belgíu á sunnudaginn, en svo gæti farið að hann titillinn yrði hans um helgina. Sport 14.10.2005 06:41
Alonso íþróttamaður ársins á Spáni Ökuþórinn Fernando Alonso hjá Renault í Formúlu eitt, var í gær útnefndur íþróttamaður ársins á Spáni og verður heiðraður af konungi landsins við sérstaka athöfn í næsta mánuði. Sport 14.10.2005 06:41
Sharapova í undanúrslitin Rússneska tennisdrottiningin Maria Sharapova og Kim Clijsters frá Belgíu, komust í gær í undanúrslitin á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York. Sport 14.10.2005 06:40
Barrichello kvaddi Monza Brasilíski ökuþórinn Rubens Barrichello kvaddi Monza brautina dapur í bragði eftir keppnina þar um síðustu helgi, því það verður síðasta keppni hans á heimavelli Ferrari sem ökumaður liðsins. Hann segist þó ekki koma til með að gráta það að hætta að keppa með Michael Schumacher. Sport 14.10.2005 06:40
Armstrong íhugar endurkomu Bandaríski hjólreiðakappinn Lance Armstrong segist vera að íhuga að fresta því að hætta keppni í hjólreiðum um eitt ár og útilokar ekki að taka þátt í Tour de France á næsta ári, þó ekki væri nema bara til að nudda því framan í gagnrýnendur sína. Sport 14.10.2005 06:40
Unnu silfur á HM þroskaheftra Gunnar Örn Ólafsson og Úrsúla Baldursdóttir unnu bæði til silfurverðlauna í gær á heimsmeistaramóti þroskaheftra í sundi. Gunnar tvíbætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi en Úrsúla varð í öðru sæti í 200 metra fjórsundi og sjötta í 800 metra skriðsundi. Bára Bergmann varð í fimmta sæti. Bára varð í 6. sæti í 100 metra flugsundi og Jón Gunnarsson í 8. sæti í 400 metra skriðsundi. Sport 14.10.2005 06:41
Jerry Rice leggur skóna á hilluna Jerry Rice hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna í ameríska fótboltanum, 42 ára gamall, en hann hefur gripið flestar sendingar allra leikmanna í sögu NFL deildarinnar. Tilfinningarnar báru þennan mikla kappa ofurliði þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína í gær. Sport 13.10.2005 19:47
Kimi er sá fljótasti Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu eitt kappakstri, Jackie Stewart, segir að Kimi Raikkönen hafi tekið við af Michael Schumacher sem fljótasti ökumaðurinn í íþróttinni í dag, en hrósar þó liði Renault fyrir gott gengi í keppnum ársins. Sport 13.10.2005 19:47
Sigurvegarinn í Draumaliðsleiknum Sigurvegarinn í Draumaliðsleiknum í enska boltanum hér á Vísi.is fékk í gær afhent glæsileg verðlaun fyrir góðan árangur sinn í leiknum á síðasta tímabili, en það var Jón Óskar Hauksson úr Keflavík sem varð hlutskarpastur og fær að launum ferð fyrir tvo til Englands. Sport 13.10.2005 19:47