Íþróttir

Fréttamynd

Enn á gjörgæslu og sýnir lítil batamerki

George Best liggur enn á gjörgæsludeild Cromwell-spítalans í London, en læknar segja ástand hans stöðugt, hvorki betra né verra. "Blóðprufur sýna ögn skárra ástand á honum, en heilsa hans heilt yfir hefur ekki skánað mikið og það er ákveðið áhyggjuefni," sagði einn læknanna sem annast Best.

Sport
Fréttamynd

Vill setja stuðningsmenn United í bann

Stuðningsmenn Manchester United eiga yfir höfði sér bann á heimavelli Charlton ef kvörtun þeirra nær fram að ganga eftir atburði helgarinnar. Starfsmaður á vellinum varð fyrir kynferðislegri áreitni frá stuðningsmanni United og þar að auki fóru nokkrir stuðningsmenn liðsins inn á völlinn eftir að leikmenn liðsins höfðu stofnað til mikilla láta við endalínuna þegar þeir fögnuðu marki sínu í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Verðum að sigra Villareal

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að leikurinn við Villareal í Meistaradeildinni annað kvöld verði að vinnast og treystir á að heimavöllurinn nægi til að koma sínum mönnum áfram.

Sport
Fréttamynd

Crouch þarf að vera grimmari

Markakóngurinn Ian Rush hefur góð ráð handa Peter Crouch, framherja Liverpool, en hann segir hinn lappalanga Crouch skorta eigingirni og grimmd til að skora mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Raul meiddur á hné

Fyrirliði Real Madrid, framherjinn Raul, er meiddur á hné og verður frá í að minnsta kosti tvo mánuði. Raul meiddist í tapinu gegn Barcelona um helgina, en forráðamenn Real vona að hann þurfi ekki í aðgerð vegna þessa. Ef allt fer þó á versta veg, gæti það hinsvegar sett strik í reikninginn fyrir þáttöku Raul á HM með Spánverjum næsta sumar.

Sport
Fréttamynd

Besta byrjun Clippers í sögunni

Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að Los Angeles Clippers lagði Golden State og hefur því unnið átta af fyrstu tíu fyrstu leikjum sínum, sem er besta byrjun í sögu félagsins.

Sport
Fréttamynd

Petersson með stórleik

Fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Alexander Petersson fór á kostum í liði Grosswallstadt og skoraði 12 mörk þegar liðið lagði Minden 29-27 á útivelli. Einar Hólmgeirsson bætti við tveimur mörkum fyrir Grosswallstadt, en Snorri Steinn Guðjónsson var líka frábær í liði Minden og skoraði 9 mörk.

Sport
Fréttamynd

Logi skoraði 25 stig fyrir Bayeruth

Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson átti mjög góðan leik með liði sínu Bayeruth í þýsku 2. deildinni í gærkvöldi þegar liðið sigraði Heidelberg 91-82. Logi skoraði 25 stig í leiknum. Þá skoraði Jón Arnór Stefánsson 7 stig þegar lið hans Napoli burstaði Rosetu 84-66 í ítölsku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Útlitið dökkt hjá Ólöfu Maríu

Ólöf María Jónsdóttir lék á þremur höggum yfir pari á þriðja keppnisdegi úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina og er því að samtals 13 höggum yfir pari. Möguleikar Ólafar á því að komast áfram eru því heldur litlir eins og staðan er í dag.

Sport
Fréttamynd

Viggó leitar á náðir Patreks

Vegna meiðsla þeirra Markúsar Mána Michaelssonar og Jaliesky Garcia, hefur Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari ákveðið að kalla Patrek Jóhannesson aftur inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Morðmönnum um næstu helgi. Patrekur hefur ekki spilað landsleik lengi og hefur átt við erfið meiðsli að stríða. Hann hefur þó sýnt gamla takta við og við með Stjörnunni og skoraði m.a. 13 mörk í síðasta leik.

Sport
Fréttamynd

Fram sigraði ÍR

Fram vann góðan sigur á ÍR í DHL-deild karla í handbolta í Austurbergi í kvöld, 38-32. Sergiy Serenko skoraði 8 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson og Jóhann Einarsson skoruðu 7 hvor, en hjá heimamönnum voru þeir Ólafur Sigurjónsson og Andri Númason með sex mörk hvor. HK sigraði FH í Digranesi 29-26.

Sport
Fréttamynd

Eitt Íslandsmet á lokadeginum

Meistaramóti Íslands í sundi lauk í Laugardalslauginni í dag, Fjögur Íslandsmet féllu á mótinu, þar af eitt í dag. Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni bætti metið í 200 metra flugsundi þegar hún synti á 2 mínútum 20,23 sekúndum. Örn Arnarsson var ekki með á lokadeginum eftir að hafa þurft á sjúkrahús vegna hjartsláttartruflana eftir keppni á laugardag.

Sport
Fréttamynd

Lokadeginum aflýst og Wales sigraði

Kylfingarnir Stephen Dodd og Bradley Dredge frá Wales höfðu sigur á heimsbikarmótinu í golfi sem var blásið af í dag vegna veðurs. Þetta var í annað skipti sem Wales vinnur sigur á mótinu, en síðast gerðist það fyrir um 20 árum síðan. Englendingarnir Luke Donald og David Howell urðu í öðru sæti á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Chelsea kaupir ungling á metfé

Ensku meistararnir Chelsea gengu í dag frá kaupum á serbneska varnarmanninum Slobodan Rajkovic frá OFK Belgrad á metfé, 3,5 milljónir punda. Þetta er hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir leikmann undir 18 ára aldri. Fjöldi stórliða í Evrópu hefur lengi verið á höttunum eftir Rajkovic, sem er fastamaður í U-21 árs liði Serbíu og Svartfjallalands.

Sport
Fréttamynd

Næsti sólarhringur sker úr um framhaldið

Knattspyrnugoðið George Best liggur enn þungt haldinn á Cromvell sjúkrahúsinu í London með sýkingu í lungum. Læknar gáfu það út nú fyrir stundu að væntanlega kæmi í ljós á næstu 24 tímum hvort Best lifði raunina af, en hann er í öndunarvél og er í bráðri lífshættu. Fjölskylda hans dvelur nú öll hjá honum á sjúkrahúsinu, en Best hefur ekki komið til meðvitundar í nokkurn tíma.

Sport
Fréttamynd

Stórsigur Fiorentina á Milan

Fiorentina skaust í annað sæti ítölsku A deildarinnar í dag, þegar liðið vann stórsigur á AC Milan, 3-1. Ítalski landsliðsmaðurinn Luca Toni skoraði tvö marka Fiorentina, sem er í öðru sætinu ásamt Milan eftir sigurinn. Juventus hefur enn fimm stiga forskot í deildinni eftir sannfærandi 4-1 sigur á Roma í gær.

Sport
Fréttamynd

Ólöf lék betur í dag

Ólöf María Jónsdóttir lék annan hringinn á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina í golfi á þremur höggum yfir pari í dag og er því alls á tíu höggum yfir pari. Ólöf lék hringinn í dag á 76 höggum og er í 62.-67. sæti, en 50 bestu kylfingarnir vinna sér inn þáttökurétt á mótaröðinni á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Mayweather stóð við stóru orðin

Hnefaleikarinn Floyd Mayweather stóð við stóru orðin í gær og lumbraði auðveldlega á Sharmba Mitchell, en það tók hann aðeins sex lotur að láta dómarann stöðva bardagann, svo vel saumaði hann að andstæðingi sínum. Mayweather hefur unnið alla 35 bardaga sína á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Woods sigraði í bráðabana

Tiger Woods vann sjöunda golfmót sitt á árinu í nótt þegar hann tryggði sér sigur í bráðabana á Dunlop Phoenix mótinu í golfi sem fram fór í Japan. Woods og heimamaðurinn Kaname Yokoo voru efstir og jafnir á 8 höggum undir pari eftir lokahringinn, en Woods tryggði sér sigurinn með öruggu golfi í bráðabananum eftir að hafa verið klaufi á síðustu holunum á lokahringnum.

Sport
Fréttamynd

Baráttusigur Middlesbrough

Middlesbrough vann 3-2 baráttusigur á Fulham á heimavelli sínum í dag, í síðari leiknum í ensku úrvalsdeildinni. Boro lenti tvisvar undir í leiknum en náði að tryggja sér sigurinn í lokin með marki Jimmy Floyd Hasselbaink.

Sport
Fréttamynd

Cleveland vann sjöunda leik sinn í röð

Cleveland Cavaliers vann sigur á Philadelphia 76ers í NBA í nótt í æsilegum leik sem endaði 123-120 fyrir Cleveland. Larry Hughes hjá Cleveland og Allen Iverson hjá Philadelphia skoruðu báðir 37 stig í leiknum, en LeBron James náði þrennu með 36 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum.

Sport
Fréttamynd

Við vorum óheppnir

Martin Jol, stjóri Tottenham var ekki sáttur við að missa leikinn gegn West Ham niður í jafntefli á síðustu andartökunum í dag, en liðin skildu jöfn á White Hart Lane 1-1.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur Premat

Frakkar héldu sigurgöngu sinni áfram á heimsmeistaramótinu í kappakstri um helgina, þegar Malasíukappaksturinn fór fram. Alexandre Premat, sem var annar í rásröðinni í morgun, vann sprettkeppnina og vann svo auðveldan sigur í aðalkeppninni eftir að hafa haldið forystunni í 30 hringi.

Sport
Fréttamynd

Ferdinand tryggði West Ham stig

Anton Ferdinand tryggði West Ham stig á elleftu stundu gegn Tottenham í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Mido kom heimamönnum í Tottenham yfir á 16. mínútu, en Ferdinand jafnaði leikinn á síðustu andartökunum í uppbótartíma.

Sport
Fréttamynd

NBA karfan, Hnefaleikar og A1 í beinni

San Antonio Spurs og Phoenix Suns, liðin sem börðust í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í fyrra, eigast við í beinni útsendingu á NBA TV í nótt, en auk þessa verður nóg um að vera á sjónvarpsstöðinni Sýn í nótt og í fyrramálið, þar sem boðið verður upp á hnefaleika og kappakstur í beinni útsendingu.

Sport
Fréttamynd

Ólafur hafði betur í Íslendingaslagnum

Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar í spænska handboltanum, hafði betur gegn Torrevieja 35-27 í dag, en hornamaðurinn Einar Örn Jónsson leikur með Torrevieja. Ólafur skoraði fimm mörk í leiknum, þar af eitt úr vítakasti, en Einar Örn skoraði sex fyrir lið sitt, þar af þrjú úr vítum. Ciudad Real er í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi frá toppnum, en Torrevieja er í ellefta sæti.

Sport
Fréttamynd

Gummersbach sigraði Pfullingen

Þrír leikir fóru fram í þýska handboltanum í dag. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Gummersbach unnu góðan sigur á Pfullingen 30-25, þar sem Guðjón Valur skoraði 7 mörk og Róbert Gunnarsson bætti við 6 mörkum.

Sport
Fréttamynd

Anja bætti eigið met

Sundkonan Anja Ríkey Jakobsdóttir úr Ægi bætti eigið met í 100 metra baksundi á Íslandsmótinu í sundi í dag. Anja synti 100 metrana á 1 mínútu, 2,81 sekúndu, sem er bæting um 13/100 úr sekúndu.

Sport
Fréttamynd

Naumur sigur Hauka

Haukar unnu nauman sigur á Víkingi/Fjölni í Grafarvogi í dag 30-28 og komust fyrir vikið í þriðja sæti deildarinnar. Þá vann topplið Vals auðveldan sigur á Selfyssingum 38-27.

Sport