Íþróttir Gunnar lenti í kröppum dansi Gunnar Þór Gunnarsson hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíðþjóð eftir að hann gekk til liðs við Hammarby á dögunum. Gunnar fór beint í byrjunarliðið og spilaði á mánudaginn í stærsta leik Hammarby á tímabilinu, í Stokkhólmsslagnum gegn Djurgarden. "Leikurinn og allt í kringum hann var svakaleg upplifun sem verður mér lengi í minni. Umfangið í kringum leikinn er stórt og mikið, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnunum," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. Sport 11.4.2006 20:14 Severino til Keflavíkur? Keflvíkingar vonast til að ganga frá samningi við ástralska miðvallarleikmanninn Daniel Severino á næstu dögum. Hann heillaði Kristján Guðmundsson í æfingaferð liðsins úti á Spáni, ólíkt rúmenska varnarmanninum Nihad Kourea sem fær ekki samning hjá Suðurnesjaliðinu. Sport 11.4.2006 20:13 Brynjar hefur verið frábær Yfirmaður knattspyrnumála hjá Reading, Nick Hammond, hrósar Brynjari Birni Gunnarssyni í hástert fyrir frammistöðu sína með liðinu í vetur. Reading er búið að vinna 1. deildina á Englandi og spilar því á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Sport 11.4.2006 20:13 Ronaldo frá í þrjár vikur Brasilíski markaskorarinn Ronaldo verður líklega frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur eftir að hann reif vöðva á hægra læri. Ronaldo haltraði af velli í leik gegn Zaragoza um helgina þar sem hann skoraði sitt 100. mark fyrir félagið. Það er því ljóst að Real þarf að vera án síns markahæsta manns í baráttunni um annað sætið í spænsku deildinni. Sport 11.4.2006 19:29 Opna ÁG æskulýðsmótið í tölti Hið árlega opna ÁG æskulýðsmót í tölti fer fram að venju á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl nk. í reiðhöll Gusts í Glaðheimum í Kópavogi. Keppt er í hefðbundinni töltkeppni í barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki. Sport 11.4.2006 20:45 Fordæmir árásir á leikmenn Inter Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan segir að stuðningsmenn liðanna í ítölsku deildinni verði að fara að hugsa sinn gang eftir að stuðningsmenn Inter Milan réðust að tveimur leikmönnum liðsins á dögunum eftir að þeim þótti gengi liðsins ekki viðunandi. Sport 11.4.2006 19:09 Engir samningar í höfn Umboðsmaður miðjumannsins sterka Mahamadou Diarra hjá Lyon í Frakklandi vísar fregnum úr spænska blaðinu Marca alfarið á bug, en spænska blaðið heldur því fram að leikmaðurinn sé þegar búinn að samþykkja að ganga til liðs við Manchester United í sumar og bendir á að Real Madrid sé einnig á höttunum eftir honum. Sport 11.4.2006 18:58 Inter í úrslitin Inter Milan komst í dag í úrslitaleikinn í ítalska bikarnum þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Udinese á útvielli og er því komið áfram samanlangt 3-2. Santiago Solari og David Pizarro skoruðu mörk Inter í leiknum, en liðið hefur titil að verja frá í fyrra. Inter mætir annað hvort Roma eða Palermo í úrslitunum, en þessi lið eigast við öðru sinni á morgun og þar hefur Palermo 2-1 forystu eftir fyrri leikinn. Sport 11.4.2006 19:21 Laun hafa hækkað um 65% síðan árið 2000 Nýleg bresk könnun sýnir að laun knattspyrnumanna í ensku úrvaldeildinni hafa hækkað um 65% síðan árið 2000 og hafa aldrei verið hærri en þau eru í dag. Meðallaun leikmanna í deildinni eru um 676.000 pund í grunnlaun á ári, eða tæpar 88 milljónir króna. Sport 11.4.2006 18:35 Koeman ekki á leið til Newcastle Umboðsmaður Hollendingsins Ronald Koeman hefur neitað orðrómi sem verið hefur á kreiki um að Koeman verði næsti knattspyrnustjóri Newcastle. Koeman hefur verið gagnrýndur nokkuð fyrir störf sín með lið Benfica í portúgölsku deildinni, en hann náði engu að síður frábærum árangri með liðið í Meistaradeildinni. Koeman hefur fyrir vikið verið orðaður við nokkur lið á Spáni þar sem hann spilaði sjálfur með Barcelona á sínum tíma. Sport 11.4.2006 09:44 Ballack fer til Chelsea vegna peninganna Uli Hoeness hjá Bayern Munchen segir að ef Michael Ballack kjósi að ganga til liðs við Chelsea í sumar eins og allt útlit er fyrir, sé það aðeins vegna þess að hann sé að eltast við peninga. Sport 11.4.2006 17:49 Glazer-feðgarnir hlusta á okkur David Gill segir að nýju eigendur Manchester United, hinir bandarísku Glazer-feðgar, hafi farið að ráðum sínum og þeirra sem fyrir voru hjá félaginu og því ákveðið að breyta nokkuð fyrirætlunum sínum varðandi reksturinn. Sport 11.4.2006 09:34 Fowler þarf að bæta sig Rafa Benitez hefur gefið ákveðnar vísbendingar um að hann muni ekki framlengja samninginn við framherjann Robbie Fowler þrátt fyrir að hann hafi skorað mark í þremur síðustu leikjunum sem hann hefur verið í byrjunarliði Liverpool. Sport 11.4.2006 09:12 Drogba gagnrýnir félaga sína Framherjinn Didier Drogba segir að lið Chelsea í ár sé ekki eins hungrað í ár og það var í fyrra og segir að nýjustu leikmenn liðsins séu ekki jafn einbeittir og aðrir sem hafa farið frá félaginu. Drogba nefnir engin nöfn í þessu sambandi, en var til að mynda afar ósáttur við að liðið félli úr keppni í Meistaradeildinni. Sport 11.4.2006 09:26 Vill ljúka ferlinum í Bandaríkjunum David Beckham segist vilja ljúka knattspyrnuferlinum í Bandaríkjunum þegar hann hættir að spila með spænska liðinu Real Madrid. Hann segist hafa heillast mikið af ástríðu Bandaríkjamanna og langar því að spila í bandarísku úrvalsdeildinni áður en hann leggur skóna á hilluna. Sport 11.4.2006 08:51 Yao Ming fótbrotinn Óheppni NBA-liðs Houston Rockets hefur ekki riðið við einteyming í vetur og í nótt fótbrotnaði kínverski risinn Yao Ming í leik gegn Utah Jazz. Framherjinn Andrei Kirilenko steig ofan á fótinn á Ming með þeim afleiðingum að bein brákaðist í vinstri fæti hans og er hann því úr leik það sem eftir lifir tímabils. Þetta kórónar mikið meiðslatímabil hjá liðinu, því burðarásar liðsins Ming og Tracy McGrady hafa verið meiddir meira og minna í allan vetur og liðið fjarri því að komast í úrslitakeppnina. Sport 11.4.2006 08:40 Hrafnssýning Ölfushöll Allir þeir sem unna íslenska gæðingnum og vilja fylgjast með íslenskri hrossarækt láta sig ekki vanta í Ölfushöllina þann 19. apríl, en þá verður haldin Hrafnssýning sem hefst klukkan 20.00. Þar verður hægt að njóta þess að sjá úrval gæðinga, vekringa, töltara, kynbótahrossa og fjölda stórknapa. Sport 11.4.2006 11:05 Hestahvíslarinn Monty Roberts kominn til landsins Einn þekktasti hestahvíslari heims, Monty Roberts er kominn til landsins. Monty er kominn hingað til lands til að sýna íslendingum hvernig hann nálgast og temur hross á sinn einstaka hátt. Sýning þessa meistara verður haldin á skírdag í Reiðhöllinni í Víðidal og er bara um eina sýningu að ræða. Innlent 11.4.2006 09:36 Denver vann Norðvesturriðilinn Denver tryggði sér í nótt efsta sætið í Norðvesturriðlinum í NBA með 110-98 sigri á Portland og er þetta í fyrsta skipti í 18 ár sem liðið vinnur riðil sinn. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver en Sebastian Telfair og Voshon Lenard skoruðu 21 stig fyrir Portland. Sport 11.4.2006 08:23 Skallagrímur jafnaði metin Skallagrímur jafnaði í kvöld metin í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla þegar liði skellti Njarðvík á heimavelli sínum í Borgarnesi 87-77. Heimamenn voru skrefinu á undan allan leikinn og eru vel að sigrinum komnir. Næsti leikur fer fram í Njarðvík. Sport 10.4.2006 21:31 Gæti spilað gegn Sunderland Argentínski varnarjaxlinn Gabriel Heinze verður mögulega í liði Manchester United á föstudaginn þegar liðið tekur á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni. Þessi tíðindi ganga þvert á það sem leikmaðurinn og stjóri hans hafa sagt undanfarnar vikur, því varnarmaðurinn lenti í alvarlegum hnémeiðslum í haust og ekki þótti ráðlegt að taka áhættu á að láta hann spila of snemma. Sport 10.4.2006 21:05 Skallagrímur yfir í hálfleik Skallagrímur hefur yfir 42-38 gegn Njarðvík þegar flautað hefur verið til leikhlés í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, en leikurinn fer fram í Borgarnesi. Heimamenn náðu mest 17 stiga forystu í fyrri hálfleiknum og hittu mjög vel úr langskotum sínum. Gestirnir hafa síðan vaknað til lífsins og náð að minnka mun heimamanna niður í aðeins 4 stig. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 10.4.2006 20:38 Hiddink tekur við Rússum Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink hefur nú bundið enda á allar vangaveltur sem hafa tengt hann við enska landsliðið, því í dag tilkynnti hann í sjónvarpsviðtali í heimalandinu að hann tæki við landsliði Rússa eftir að HM lýkur í sumar. Hiddink stýrir liði PSV Eindhoven í dag, en stýrir svo liði Ástrala á HM í sumar. Sport 10.4.2006 20:27 Úrslit í Skagfirsku mótaröðinni Stefán Friðgeirsson vann fimmgang fjórða árið í röð á Degi frá Strandarhöfða og Baldvin Ari vann bæði tölt og fjórgang á Erni frá Grímshúsum. Magnús Bragi vann tvöfalt í skeiði á bræðrunum Fjölni og Gjafari frá Sjávarborg. Sport 10.4.2006 20:09 Það er engin pressa á mér eða liðinu Jose Mourinho segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því þó Manchester United sé á mikilli siglingu í ensku úrvalsdeildinni, því leikmenn Chelsea hafi titilvörnina algerlega í höndum sér og því eigi sprettur United ekki eftir að skila neinu þegar upp verði staðið. Sport 10.4.2006 09:37 Dymbilvikusýning Gusts 12. apríl Hin árlega Dymbilvikusýning Gusts verður haldin í reiðhöll Gusts í Kópavog nk. miðvikudagskvöld, 12. apríl, kvöldið fyrir skírdag. Miðasala hefst kl. 19, en sýningin byrjar kl. 20:30 og er miðaverð kr. 1.500. Sport 10.4.2006 16:39 Baunar enn á Souness Craig Bellamy vísar því alfarið á bug að hann sé maður sem hafi slæm áhrif á þau lið sem hann hefur spilað fyrir á ferlinum eins og fyrrum knattspyrnustjóri hans Graeme Souness gaf til kynna þegar hann setti hann í skammarkrókinn hjá Newcastle á sínum tíma. Bellamy hefur verið lykilmaður spútnikliði Blackburn í vetur og segist ekki skilja orð fyrrum knattspyrnustjóra síns. Sport 10.4.2006 09:21 Missir líklega af HM Varnarmaðurinn Luke Young hjá Charlton á að öllum líkindum litla möguleika á að komast í HM-hóp Englendinga í sumar eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik með liði sínu á dögunum. Young hlaut svipuð meiðsli snemma á leiktíðinni og var þá frá í einar fimm vikur, en nú segist hann líklega þurfa enn lengri tíma til að jafna sig. Young leysti Gary Neville af í stöðu hægri bakvarðar með landsliðinu í vetur og stóð sig þá ágætlega. Sport 10.4.2006 08:46 Fréttirnar af Rooney eru kjaftæði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að fréttir af himinháum spilaskuldum ungstirnisins Wayne Rooney séu rakalaus þvættingur en séu því miður fylgifiskur þess að vera stórstjarna í knattspyrnu og líkir því sem Rooney gengur í gegn um nú við það sem menn á borð við George Best, Paul Gascoigne og David Beckham þurftu að þola á sínum ferli. Sport 10.4.2006 08:35 Hrifinn af Fowler Sam Allardyce hefur látið í veðri vaka að Bolton reyni að lokka til sín framherjann Robbie Fowler ef hann fær ekki framlengingu á samningi sínum við Liverpool. Fowler hélt upp á afmælið sitt í gær með því að skora sigurmark Liverpool gegn Bolton. Sport 10.4.2006 10:03 « ‹ 232 233 234 235 236 237 238 239 240 … 334 ›
Gunnar lenti í kröppum dansi Gunnar Þór Gunnarsson hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíðþjóð eftir að hann gekk til liðs við Hammarby á dögunum. Gunnar fór beint í byrjunarliðið og spilaði á mánudaginn í stærsta leik Hammarby á tímabilinu, í Stokkhólmsslagnum gegn Djurgarden. "Leikurinn og allt í kringum hann var svakaleg upplifun sem verður mér lengi í minni. Umfangið í kringum leikinn er stórt og mikið, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnunum," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. Sport 11.4.2006 20:14
Severino til Keflavíkur? Keflvíkingar vonast til að ganga frá samningi við ástralska miðvallarleikmanninn Daniel Severino á næstu dögum. Hann heillaði Kristján Guðmundsson í æfingaferð liðsins úti á Spáni, ólíkt rúmenska varnarmanninum Nihad Kourea sem fær ekki samning hjá Suðurnesjaliðinu. Sport 11.4.2006 20:13
Brynjar hefur verið frábær Yfirmaður knattspyrnumála hjá Reading, Nick Hammond, hrósar Brynjari Birni Gunnarssyni í hástert fyrir frammistöðu sína með liðinu í vetur. Reading er búið að vinna 1. deildina á Englandi og spilar því á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Sport 11.4.2006 20:13
Ronaldo frá í þrjár vikur Brasilíski markaskorarinn Ronaldo verður líklega frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur eftir að hann reif vöðva á hægra læri. Ronaldo haltraði af velli í leik gegn Zaragoza um helgina þar sem hann skoraði sitt 100. mark fyrir félagið. Það er því ljóst að Real þarf að vera án síns markahæsta manns í baráttunni um annað sætið í spænsku deildinni. Sport 11.4.2006 19:29
Opna ÁG æskulýðsmótið í tölti Hið árlega opna ÁG æskulýðsmót í tölti fer fram að venju á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl nk. í reiðhöll Gusts í Glaðheimum í Kópavogi. Keppt er í hefðbundinni töltkeppni í barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki. Sport 11.4.2006 20:45
Fordæmir árásir á leikmenn Inter Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan segir að stuðningsmenn liðanna í ítölsku deildinni verði að fara að hugsa sinn gang eftir að stuðningsmenn Inter Milan réðust að tveimur leikmönnum liðsins á dögunum eftir að þeim þótti gengi liðsins ekki viðunandi. Sport 11.4.2006 19:09
Engir samningar í höfn Umboðsmaður miðjumannsins sterka Mahamadou Diarra hjá Lyon í Frakklandi vísar fregnum úr spænska blaðinu Marca alfarið á bug, en spænska blaðið heldur því fram að leikmaðurinn sé þegar búinn að samþykkja að ganga til liðs við Manchester United í sumar og bendir á að Real Madrid sé einnig á höttunum eftir honum. Sport 11.4.2006 18:58
Inter í úrslitin Inter Milan komst í dag í úrslitaleikinn í ítalska bikarnum þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Udinese á útvielli og er því komið áfram samanlangt 3-2. Santiago Solari og David Pizarro skoruðu mörk Inter í leiknum, en liðið hefur titil að verja frá í fyrra. Inter mætir annað hvort Roma eða Palermo í úrslitunum, en þessi lið eigast við öðru sinni á morgun og þar hefur Palermo 2-1 forystu eftir fyrri leikinn. Sport 11.4.2006 19:21
Laun hafa hækkað um 65% síðan árið 2000 Nýleg bresk könnun sýnir að laun knattspyrnumanna í ensku úrvaldeildinni hafa hækkað um 65% síðan árið 2000 og hafa aldrei verið hærri en þau eru í dag. Meðallaun leikmanna í deildinni eru um 676.000 pund í grunnlaun á ári, eða tæpar 88 milljónir króna. Sport 11.4.2006 18:35
Koeman ekki á leið til Newcastle Umboðsmaður Hollendingsins Ronald Koeman hefur neitað orðrómi sem verið hefur á kreiki um að Koeman verði næsti knattspyrnustjóri Newcastle. Koeman hefur verið gagnrýndur nokkuð fyrir störf sín með lið Benfica í portúgölsku deildinni, en hann náði engu að síður frábærum árangri með liðið í Meistaradeildinni. Koeman hefur fyrir vikið verið orðaður við nokkur lið á Spáni þar sem hann spilaði sjálfur með Barcelona á sínum tíma. Sport 11.4.2006 09:44
Ballack fer til Chelsea vegna peninganna Uli Hoeness hjá Bayern Munchen segir að ef Michael Ballack kjósi að ganga til liðs við Chelsea í sumar eins og allt útlit er fyrir, sé það aðeins vegna þess að hann sé að eltast við peninga. Sport 11.4.2006 17:49
Glazer-feðgarnir hlusta á okkur David Gill segir að nýju eigendur Manchester United, hinir bandarísku Glazer-feðgar, hafi farið að ráðum sínum og þeirra sem fyrir voru hjá félaginu og því ákveðið að breyta nokkuð fyrirætlunum sínum varðandi reksturinn. Sport 11.4.2006 09:34
Fowler þarf að bæta sig Rafa Benitez hefur gefið ákveðnar vísbendingar um að hann muni ekki framlengja samninginn við framherjann Robbie Fowler þrátt fyrir að hann hafi skorað mark í þremur síðustu leikjunum sem hann hefur verið í byrjunarliði Liverpool. Sport 11.4.2006 09:12
Drogba gagnrýnir félaga sína Framherjinn Didier Drogba segir að lið Chelsea í ár sé ekki eins hungrað í ár og það var í fyrra og segir að nýjustu leikmenn liðsins séu ekki jafn einbeittir og aðrir sem hafa farið frá félaginu. Drogba nefnir engin nöfn í þessu sambandi, en var til að mynda afar ósáttur við að liðið félli úr keppni í Meistaradeildinni. Sport 11.4.2006 09:26
Vill ljúka ferlinum í Bandaríkjunum David Beckham segist vilja ljúka knattspyrnuferlinum í Bandaríkjunum þegar hann hættir að spila með spænska liðinu Real Madrid. Hann segist hafa heillast mikið af ástríðu Bandaríkjamanna og langar því að spila í bandarísku úrvalsdeildinni áður en hann leggur skóna á hilluna. Sport 11.4.2006 08:51
Yao Ming fótbrotinn Óheppni NBA-liðs Houston Rockets hefur ekki riðið við einteyming í vetur og í nótt fótbrotnaði kínverski risinn Yao Ming í leik gegn Utah Jazz. Framherjinn Andrei Kirilenko steig ofan á fótinn á Ming með þeim afleiðingum að bein brákaðist í vinstri fæti hans og er hann því úr leik það sem eftir lifir tímabils. Þetta kórónar mikið meiðslatímabil hjá liðinu, því burðarásar liðsins Ming og Tracy McGrady hafa verið meiddir meira og minna í allan vetur og liðið fjarri því að komast í úrslitakeppnina. Sport 11.4.2006 08:40
Hrafnssýning Ölfushöll Allir þeir sem unna íslenska gæðingnum og vilja fylgjast með íslenskri hrossarækt láta sig ekki vanta í Ölfushöllina þann 19. apríl, en þá verður haldin Hrafnssýning sem hefst klukkan 20.00. Þar verður hægt að njóta þess að sjá úrval gæðinga, vekringa, töltara, kynbótahrossa og fjölda stórknapa. Sport 11.4.2006 11:05
Hestahvíslarinn Monty Roberts kominn til landsins Einn þekktasti hestahvíslari heims, Monty Roberts er kominn til landsins. Monty er kominn hingað til lands til að sýna íslendingum hvernig hann nálgast og temur hross á sinn einstaka hátt. Sýning þessa meistara verður haldin á skírdag í Reiðhöllinni í Víðidal og er bara um eina sýningu að ræða. Innlent 11.4.2006 09:36
Denver vann Norðvesturriðilinn Denver tryggði sér í nótt efsta sætið í Norðvesturriðlinum í NBA með 110-98 sigri á Portland og er þetta í fyrsta skipti í 18 ár sem liðið vinnur riðil sinn. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver en Sebastian Telfair og Voshon Lenard skoruðu 21 stig fyrir Portland. Sport 11.4.2006 08:23
Skallagrímur jafnaði metin Skallagrímur jafnaði í kvöld metin í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla þegar liði skellti Njarðvík á heimavelli sínum í Borgarnesi 87-77. Heimamenn voru skrefinu á undan allan leikinn og eru vel að sigrinum komnir. Næsti leikur fer fram í Njarðvík. Sport 10.4.2006 21:31
Gæti spilað gegn Sunderland Argentínski varnarjaxlinn Gabriel Heinze verður mögulega í liði Manchester United á föstudaginn þegar liðið tekur á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni. Þessi tíðindi ganga þvert á það sem leikmaðurinn og stjóri hans hafa sagt undanfarnar vikur, því varnarmaðurinn lenti í alvarlegum hnémeiðslum í haust og ekki þótti ráðlegt að taka áhættu á að láta hann spila of snemma. Sport 10.4.2006 21:05
Skallagrímur yfir í hálfleik Skallagrímur hefur yfir 42-38 gegn Njarðvík þegar flautað hefur verið til leikhlés í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, en leikurinn fer fram í Borgarnesi. Heimamenn náðu mest 17 stiga forystu í fyrri hálfleiknum og hittu mjög vel úr langskotum sínum. Gestirnir hafa síðan vaknað til lífsins og náð að minnka mun heimamanna niður í aðeins 4 stig. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 10.4.2006 20:38
Hiddink tekur við Rússum Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink hefur nú bundið enda á allar vangaveltur sem hafa tengt hann við enska landsliðið, því í dag tilkynnti hann í sjónvarpsviðtali í heimalandinu að hann tæki við landsliði Rússa eftir að HM lýkur í sumar. Hiddink stýrir liði PSV Eindhoven í dag, en stýrir svo liði Ástrala á HM í sumar. Sport 10.4.2006 20:27
Úrslit í Skagfirsku mótaröðinni Stefán Friðgeirsson vann fimmgang fjórða árið í röð á Degi frá Strandarhöfða og Baldvin Ari vann bæði tölt og fjórgang á Erni frá Grímshúsum. Magnús Bragi vann tvöfalt í skeiði á bræðrunum Fjölni og Gjafari frá Sjávarborg. Sport 10.4.2006 20:09
Það er engin pressa á mér eða liðinu Jose Mourinho segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því þó Manchester United sé á mikilli siglingu í ensku úrvalsdeildinni, því leikmenn Chelsea hafi titilvörnina algerlega í höndum sér og því eigi sprettur United ekki eftir að skila neinu þegar upp verði staðið. Sport 10.4.2006 09:37
Dymbilvikusýning Gusts 12. apríl Hin árlega Dymbilvikusýning Gusts verður haldin í reiðhöll Gusts í Kópavog nk. miðvikudagskvöld, 12. apríl, kvöldið fyrir skírdag. Miðasala hefst kl. 19, en sýningin byrjar kl. 20:30 og er miðaverð kr. 1.500. Sport 10.4.2006 16:39
Baunar enn á Souness Craig Bellamy vísar því alfarið á bug að hann sé maður sem hafi slæm áhrif á þau lið sem hann hefur spilað fyrir á ferlinum eins og fyrrum knattspyrnustjóri hans Graeme Souness gaf til kynna þegar hann setti hann í skammarkrókinn hjá Newcastle á sínum tíma. Bellamy hefur verið lykilmaður spútnikliði Blackburn í vetur og segist ekki skilja orð fyrrum knattspyrnustjóra síns. Sport 10.4.2006 09:21
Missir líklega af HM Varnarmaðurinn Luke Young hjá Charlton á að öllum líkindum litla möguleika á að komast í HM-hóp Englendinga í sumar eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik með liði sínu á dögunum. Young hlaut svipuð meiðsli snemma á leiktíðinni og var þá frá í einar fimm vikur, en nú segist hann líklega þurfa enn lengri tíma til að jafna sig. Young leysti Gary Neville af í stöðu hægri bakvarðar með landsliðinu í vetur og stóð sig þá ágætlega. Sport 10.4.2006 08:46
Fréttirnar af Rooney eru kjaftæði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að fréttir af himinháum spilaskuldum ungstirnisins Wayne Rooney séu rakalaus þvættingur en séu því miður fylgifiskur þess að vera stórstjarna í knattspyrnu og líkir því sem Rooney gengur í gegn um nú við það sem menn á borð við George Best, Paul Gascoigne og David Beckham þurftu að þola á sínum ferli. Sport 10.4.2006 08:35
Hrifinn af Fowler Sam Allardyce hefur látið í veðri vaka að Bolton reyni að lokka til sín framherjann Robbie Fowler ef hann fær ekki framlengingu á samningi sínum við Liverpool. Fowler hélt upp á afmælið sitt í gær með því að skora sigurmark Liverpool gegn Bolton. Sport 10.4.2006 10:03