Íþróttir Blackburn lagði Chelsea Blackburn tryggði sér í kvöld Evrópusæti þegar liðið lagði Englandsmeistara Chelsea 1-0 á heimavelli sínum Ewood Park. Blackburn tryggði sér 6. sæti deildarinnar með sigrinum og er nú aðeins einu stigi frá Arsenal í 5. sætinu en Arsenal á leik til góða. Það var varnarmaðurinn Steven Reid sem skoraði eina mark leiksins í 43. mínútu. Sport 2.5.2006 20:48 Blackburn yfir gegn Chelsea Blackburn hefur yfir 1-0 gegn Englandsmeisturum Chelsea á heimavelli sínum þegar flautað hefur verið til hálfleiks á Ewood Park. Það var varnarmaðurinn Steven Reid sem skoraði markið með skalla fram hjá Carlo Cudicini eftir aukaspyrnu frá Robbie Savage á 43. mínútu. Sport 2.5.2006 19:55 Jóhann skoraði fyrir Gais Jóhann B. Guðmundsson var á skotskónum fyrir lið sitt Gais í sænsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið tapaði 2-1 fyrir grönnum sínum í AIK Gautaborg. Helsingborg vann auðveldan 4-0 sigur á Öster, þar sem Helgi Valur Daníelsson var í liði Öster og þá fékk Kári Árnason að spreyta sig í nokkrar mínútur með liði Djurgarden sem lagði Gefle 1-0. Sport 2.5.2006 19:40 Eiður í byrjunarliði Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarlið Chelsea sem sækir Blackburn heim á Ewood Park í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Chelsea hefur þegar tryggt sér meistaratitilinn en heimamenn eru í harðri baráttu um Evrópusæti. Sport 2.5.2006 18:59 Tapaði yfir 400 milljónum í spilum Bandaríski kylfingurinn John Daly segir í nýútkominni ævisögu sinni að hann hafi tapað yfir 400 milljónum íslenskra króna í fjárhættuspilum á síðustu 12 árum. Daly hefur átt í miklum vandræðum í einkalífinu og hefur meðal annars barist við alkóhólisma. Daly segist í bókinni óttast að spilafíkn hans muni koma honum í gröfina ef hann nái ekki að halda aftur af henni. Sport 2.5.2006 16:56 Hefði aðeins geta skorað þetta mark gegn Englendingum Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona sagði í nýlegri heimildarmynd sem sýnd verður á BBC, að draumamarkið sem hann skoraði gegn Englendingum á HM í Mexíkó árið 1986, hefði ekki geta komið gegn neinu öðru liði en því enska. Hann útskýrði líka sína hlið á hinni alræmdu "hönd Guðs." Sport 2.5.2006 16:37 Ráðleggur McClaren að afþakka landsliðsþjálfarastöðuna Knattspyrnuþjálfarinn Jim Smith, sem starfaði með Steve MacClaren hjá Derby County fyrir um áratug síðan, hefur ráðlagt fyrrum samstarfsmanni sínum og lærlingi að afþakka stöðu landsliðsþjálfara ef sú staða kæmi upp. Sport 2.5.2006 16:25 King framlengir við Tottenham Fyrirliði Tottenham Hotspur, varnarmaðurinn Ledley King, skrifaði í dag undir nýjan samning við félagið sem gildir í fjögur ár. Núverandi samningur hans hefði runnið út á næsta ári, en hann hefur nú ákveðið að vera áfram hjá félaginu og sagði annað aldrei hafa komið til greina í sínum augum. Sport 2.5.2006 15:54 KR deildarbikarmeistari A-lið KR varð í gærkvöld Deildarbikarmeistari í keilu, en leikið var í Mjódd. KR-liðið var með 201 meðaltal í úrslitunum og KR-B hafnaði öðru sæti með 199 í meðaltal og er það til marks um þá breidd sem KR hefur í keilunni í dag. Sport 2.5.2006 15:41 Ráðast örlög Phoenix Suns í nótt? Hann verður ekki af verri endanum sjónvarpsleikurinn á NBA TV í nótt þegar Phoenix Suns tekur á móti Los Angeles Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Lakers getur með sigri í kvöld slegið Phoenix út og komist mjög óvænt í aðra umferð keppninnar, þar sem liðið mætir þá grönnum sínum í LA Clippers. Það yrði fyrsta einvígi grannliðanna í úrslitakeppni sögu NBA. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 2:30 eftir miðnætti. Sport 2.5.2006 15:00 Ég er ekki á leið frá Chelsea Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben hjá Chelsea segist ekki vera á leið frá Chelsea í sumar, en vangaveltur þess efnis hafa verið á kreiki í breskum fjölmiðlum undanfarna daga. Robben segist þvert á móti hafa mikið að sanna á næsta tímabili eftir erfiða leiktíð í ár. Sport 2.5.2006 14:43 Eignuðust dætur með 6 mínútna millibili Fyrrum samherjarnir hjá Los Angeles Lakers, þeir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant, höfðu góða ástæðu til að fagna í gærmorgun þegar þeir eignuðust báðir dætur með aðeins 6 mínútna millibili. Þeir félagar sættust í vetur eftir að hafa ekki talast við í meira en eitt ár, þar sem þeir tókust á í fjölmiðlum og kölluðu hver annan öllum illum nöfnum. Sport 2.5.2006 13:38 Rooney hugsanlega skipt út á síðustu stundu Sven-Göran Eriksson hefur þann möguleika að skipta Wayne Rooney út úr enska landsliðshópnum einum sólarhring fyrir opnunarleik liðsins í keppninni þann 10. júní samkvæmt reglum FIFA, en fari svo, má Rooney ekki koma neitt við sögu í með liðinu í keppninni. Sport 2.5.2006 13:16 Fastlega reiknað með að Eiður fari frá Chelsea Breska blaðið Independent greinir frá því í dag að Englandsmeistarar Chelsea ætli að gera enn eina tilraunina til að krækja í framherjann Andriy Shevchenko hjá AC Milan í sumar. Í þessari sömu grein er sagt frá því að Chelsea sé einnig á höttunum eftir tveimur enskum landsliðsmönnum frá Tottenham og að líkum leitt að því að Eiður Smári Guðjohnsen gæti orðið partur af leikmannaskiptum milli Lundúnaliðanna. Sport 2.5.2006 12:59 Diaw tók mestum framförum Hinn fjölhæfi Boris Diaw hjá Phoenix Suns var í gærkvöldi kjörinn framfarakóngur ársins í NBA deildinni. Diaw, sem er franskur landsliðsmaður, kom til Phoenix frá Atlanta sem uppfyllingarefni í skiptum fyrir Joe Johnson síðasta sumar og fáa óraði fyrir því hve vel hann átti eftir að smella inn í leik liðsins. Sport 2.5.2006 12:38 Tottenham fær 2 milljónir fyrir Rasiak Southampton hefur ákveðið að kaupa pólska landsliðsframherjann Grzegorz Rasiak frá úrvalsdeildarliði Tottenam, en sá pólski hefur verið í láni hjá 1. deildarliðinu síðan í febrúar. Rasiak náði aldrei að festa sig í sessi hjá Lundúnaliðinu en hefur fundið sig þokkalega hjá Southampton og skorað 4 mörk í 12 leikjum. Kaupverðið er sagt vera í kring um 2 milljónir punda. Sport 2.5.2006 11:44 Dott heimsmeistari Skotinn Graeme Dott varð í gær heimsmeistari í snóker þegar hann lagði enska spilarann Peter Ebdon 18-14 í maraþonúrslitaleik í Sheffield á Englandi. Besti árangur Dott til þessa hafði verið silfurverðlaun á mótinu fyrir tveimur árum, en hann náði loks að vinna mótið í gær. Dott náði öruggri forystu í upphafi einvígisins, en var nánast búinn að missa hana niður þegar hann loks náði að vinna síðasta rammann. Sport 2.5.2006 11:37 Opna Reykjavíkur- meistaramótið Opna Reykjavíkurmeistaramót Akkúrat og Höfðabíla verður haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 10 – 14 maí. Glæsileg dagskrá þar sem nokkrir af helstu gæðingum landsins etja kappi í hestaíþróttum. Einnig verða sýndar vonarstjörnur úr röðum kynbótahrossa sem sýndar verða á sérstökum sýningum. Sport 2.5.2006 11:44 Clippers áfram í fyrsta sinn í 30 ár Los Angeles Clippers gekk í gær frá Denver Nuggets 101-83 og vann einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar auðveldlega 4-1. Þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjá áratugi sem félagið vinnur seríu í úrslitakeppni. Þá kláraði Dallas dæmið gegn Memphis og Detroit komst í vænlega stöðu gegn Milwaukee. Sport 2.5.2006 11:10 Miðaverð á LM 2006 Miðaverð á Landsmót Hestamanna liggur nú fyrir og er verðskráin eftirfarandi. Fyrirkomulag forsölu verður kynnt nánar síðar og eins sala á stúkusætum. Gert er ráð fyrir að forsala hefjist í júníbyrjun Sport 2.5.2006 10:06 Tekst Dallas að klára dæmið? Fjórði leikur Memphis Grizzlies og Dallas Mavericks verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan tólf á miðnætti í kvöld. Þar ræðst hvort Memphis nær að halda lífi í einvíginu eða lætur sópa sér út úr úrslitakeppninni í þriðja sinn í röð. Dallas hefur yfir 3-0 í einvíginu og hefur tapað 11 fyrstu leikjum sinni í úrslitakeppni í sögu félagsins, sem er NBA met. Sport 1.5.2006 21:36 Markalaust á Old Trafford Manchester United og Middlesbrough gerðu í kvöld markalaust jafntefli á Old Trafford í Manchester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og nú munar aðeins einu stigi á United og Liverpool, sem er í þriðja sæti deildarinnar. Ruud Van Nistlerooy misnotaði vítaspyrnu í leiknum. Unted nægir þó sigur á Charlton á heimavelli í lokaumferðinni til að halda öðru sætinu. West Ham lagði á sama tíma West Brom á útivelli 1-0 með marki frá Nigel Reo-Coker í fyrri hálfleik. Sport 1.5.2006 20:48 Diaby fluttur á sjúkrahús Svo gæti farið að Abou Diaby leikmaður Arsenal væri búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið á þessari leiktíð eftir að hann meiddist illa í leiknum gegn Sunderland í dag. Diaby varð fyrir barðinu á fólskulegri tæklingu Dan Smith hjá Sunderland, sem hefði með öllu réttu átt að fá rauða spjaldið fyrir tilburði sína. Sport 1.5.2006 19:12 Auðvelt hjá Arsenal Arsenal lagði Sunderland 3-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og heldur því sínu striki í baráttunni um fjórða sætið. Fyrsta mark Arsenal var sjálfsmark og þeir Thierry Henry og Cesc Fabregas bættu við sitt hvoru markinu fyrir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Sport 1.5.2006 18:18 Efast um að Rooney spili á HM Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist efast um að Wayne Rooney eigi eftir að geta spilað með enska landsliðinu á HM í sumar vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum við Chelsea á dögunum. Sport 1.5.2006 17:37 Arsenal að valta yfir Sunderland Arsenal virðist ekki ætla að verða í vandræðum með arfaslakt lið Sunderland í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þegar flautað hefur verið til hálfleiks er staðan 3-0 fyrir gestina. Fyrsta mark Arsenal var sjálfsmark, en þeir Cesc Fabregas og Thierry Henry skoruðu undir lok hálfleiksins. Mark Henry kom beint úr aukaspyrnu. Sport 1.5.2006 17:04 McClaren tekur við af Eriksson Bresk blöð fullyrða í dag að Steve MacClaren, stjóri Middlesbrough og aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson, verði næsti landsliðsþjálfari Englendinga. Því er til að mynda haldið fram á BBC í dag að líklega verði tilkynnt um ráðningu hans fyrir vikulokin. Sport 1.5.2006 16:25 Cole á bekknum hjá Arsenal Ashley Cole er á varamannabekk Arsenal í dag þegar liðið sækir Sunderland heim í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal þarf nauðsynlega á sigri að halda í dag til að eiga möguleika á að ná grönnum sínum í Tottenham að stigum í baráttunni um fjórða sætið. Sport 1.5.2006 16:14 Spurðu Guðjón Þórðarson Vísir og Fréttablaðið bjóða lesendum sínum að spyrja knattspyrnuþjálfarann góðkunna, Guðjón Þórðarson, spjörunum úr. Hvað hefur þú alltaf viljað vita um Guðjón? Skráðu þína spurningu hér að neðan og fylgdust síðan með á Vísi og Fréttablaðinu sunnudaginn 14. maí þegar svör Guðjóns verða birt. Hægt er að senda spurningar til miðnættis miðvikudaginn 10. maí. Sport 1.5.2006 15:40 Tilbúinn að gefa Englendingunum frí Jose Mourinho segist hafa boðist til að hvíla þá John Terry, Frank Lampard og Joe Cole í þeim leikjum sem eftir er í ensku úrvalsdeildinni svo þeir verði frískir þegar kemur að HM í sumar. Þá er fyrirhugað að Shaun Wright-Phillips fái að spila eitthvað í síðustu leikjunum með Chelsea svo hann verði í betri leikæfingu, en talið er víst að hann eigi sæti í HM hópnum. Sport 1.5.2006 15:06 « ‹ 220 221 222 223 224 225 226 227 228 … 334 ›
Blackburn lagði Chelsea Blackburn tryggði sér í kvöld Evrópusæti þegar liðið lagði Englandsmeistara Chelsea 1-0 á heimavelli sínum Ewood Park. Blackburn tryggði sér 6. sæti deildarinnar með sigrinum og er nú aðeins einu stigi frá Arsenal í 5. sætinu en Arsenal á leik til góða. Það var varnarmaðurinn Steven Reid sem skoraði eina mark leiksins í 43. mínútu. Sport 2.5.2006 20:48
Blackburn yfir gegn Chelsea Blackburn hefur yfir 1-0 gegn Englandsmeisturum Chelsea á heimavelli sínum þegar flautað hefur verið til hálfleiks á Ewood Park. Það var varnarmaðurinn Steven Reid sem skoraði markið með skalla fram hjá Carlo Cudicini eftir aukaspyrnu frá Robbie Savage á 43. mínútu. Sport 2.5.2006 19:55
Jóhann skoraði fyrir Gais Jóhann B. Guðmundsson var á skotskónum fyrir lið sitt Gais í sænsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið tapaði 2-1 fyrir grönnum sínum í AIK Gautaborg. Helsingborg vann auðveldan 4-0 sigur á Öster, þar sem Helgi Valur Daníelsson var í liði Öster og þá fékk Kári Árnason að spreyta sig í nokkrar mínútur með liði Djurgarden sem lagði Gefle 1-0. Sport 2.5.2006 19:40
Eiður í byrjunarliði Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarlið Chelsea sem sækir Blackburn heim á Ewood Park í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Chelsea hefur þegar tryggt sér meistaratitilinn en heimamenn eru í harðri baráttu um Evrópusæti. Sport 2.5.2006 18:59
Tapaði yfir 400 milljónum í spilum Bandaríski kylfingurinn John Daly segir í nýútkominni ævisögu sinni að hann hafi tapað yfir 400 milljónum íslenskra króna í fjárhættuspilum á síðustu 12 árum. Daly hefur átt í miklum vandræðum í einkalífinu og hefur meðal annars barist við alkóhólisma. Daly segist í bókinni óttast að spilafíkn hans muni koma honum í gröfina ef hann nái ekki að halda aftur af henni. Sport 2.5.2006 16:56
Hefði aðeins geta skorað þetta mark gegn Englendingum Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona sagði í nýlegri heimildarmynd sem sýnd verður á BBC, að draumamarkið sem hann skoraði gegn Englendingum á HM í Mexíkó árið 1986, hefði ekki geta komið gegn neinu öðru liði en því enska. Hann útskýrði líka sína hlið á hinni alræmdu "hönd Guðs." Sport 2.5.2006 16:37
Ráðleggur McClaren að afþakka landsliðsþjálfarastöðuna Knattspyrnuþjálfarinn Jim Smith, sem starfaði með Steve MacClaren hjá Derby County fyrir um áratug síðan, hefur ráðlagt fyrrum samstarfsmanni sínum og lærlingi að afþakka stöðu landsliðsþjálfara ef sú staða kæmi upp. Sport 2.5.2006 16:25
King framlengir við Tottenham Fyrirliði Tottenham Hotspur, varnarmaðurinn Ledley King, skrifaði í dag undir nýjan samning við félagið sem gildir í fjögur ár. Núverandi samningur hans hefði runnið út á næsta ári, en hann hefur nú ákveðið að vera áfram hjá félaginu og sagði annað aldrei hafa komið til greina í sínum augum. Sport 2.5.2006 15:54
KR deildarbikarmeistari A-lið KR varð í gærkvöld Deildarbikarmeistari í keilu, en leikið var í Mjódd. KR-liðið var með 201 meðaltal í úrslitunum og KR-B hafnaði öðru sæti með 199 í meðaltal og er það til marks um þá breidd sem KR hefur í keilunni í dag. Sport 2.5.2006 15:41
Ráðast örlög Phoenix Suns í nótt? Hann verður ekki af verri endanum sjónvarpsleikurinn á NBA TV í nótt þegar Phoenix Suns tekur á móti Los Angeles Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Lakers getur með sigri í kvöld slegið Phoenix út og komist mjög óvænt í aðra umferð keppninnar, þar sem liðið mætir þá grönnum sínum í LA Clippers. Það yrði fyrsta einvígi grannliðanna í úrslitakeppni sögu NBA. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 2:30 eftir miðnætti. Sport 2.5.2006 15:00
Ég er ekki á leið frá Chelsea Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben hjá Chelsea segist ekki vera á leið frá Chelsea í sumar, en vangaveltur þess efnis hafa verið á kreiki í breskum fjölmiðlum undanfarna daga. Robben segist þvert á móti hafa mikið að sanna á næsta tímabili eftir erfiða leiktíð í ár. Sport 2.5.2006 14:43
Eignuðust dætur með 6 mínútna millibili Fyrrum samherjarnir hjá Los Angeles Lakers, þeir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant, höfðu góða ástæðu til að fagna í gærmorgun þegar þeir eignuðust báðir dætur með aðeins 6 mínútna millibili. Þeir félagar sættust í vetur eftir að hafa ekki talast við í meira en eitt ár, þar sem þeir tókust á í fjölmiðlum og kölluðu hver annan öllum illum nöfnum. Sport 2.5.2006 13:38
Rooney hugsanlega skipt út á síðustu stundu Sven-Göran Eriksson hefur þann möguleika að skipta Wayne Rooney út úr enska landsliðshópnum einum sólarhring fyrir opnunarleik liðsins í keppninni þann 10. júní samkvæmt reglum FIFA, en fari svo, má Rooney ekki koma neitt við sögu í með liðinu í keppninni. Sport 2.5.2006 13:16
Fastlega reiknað með að Eiður fari frá Chelsea Breska blaðið Independent greinir frá því í dag að Englandsmeistarar Chelsea ætli að gera enn eina tilraunina til að krækja í framherjann Andriy Shevchenko hjá AC Milan í sumar. Í þessari sömu grein er sagt frá því að Chelsea sé einnig á höttunum eftir tveimur enskum landsliðsmönnum frá Tottenham og að líkum leitt að því að Eiður Smári Guðjohnsen gæti orðið partur af leikmannaskiptum milli Lundúnaliðanna. Sport 2.5.2006 12:59
Diaw tók mestum framförum Hinn fjölhæfi Boris Diaw hjá Phoenix Suns var í gærkvöldi kjörinn framfarakóngur ársins í NBA deildinni. Diaw, sem er franskur landsliðsmaður, kom til Phoenix frá Atlanta sem uppfyllingarefni í skiptum fyrir Joe Johnson síðasta sumar og fáa óraði fyrir því hve vel hann átti eftir að smella inn í leik liðsins. Sport 2.5.2006 12:38
Tottenham fær 2 milljónir fyrir Rasiak Southampton hefur ákveðið að kaupa pólska landsliðsframherjann Grzegorz Rasiak frá úrvalsdeildarliði Tottenam, en sá pólski hefur verið í láni hjá 1. deildarliðinu síðan í febrúar. Rasiak náði aldrei að festa sig í sessi hjá Lundúnaliðinu en hefur fundið sig þokkalega hjá Southampton og skorað 4 mörk í 12 leikjum. Kaupverðið er sagt vera í kring um 2 milljónir punda. Sport 2.5.2006 11:44
Dott heimsmeistari Skotinn Graeme Dott varð í gær heimsmeistari í snóker þegar hann lagði enska spilarann Peter Ebdon 18-14 í maraþonúrslitaleik í Sheffield á Englandi. Besti árangur Dott til þessa hafði verið silfurverðlaun á mótinu fyrir tveimur árum, en hann náði loks að vinna mótið í gær. Dott náði öruggri forystu í upphafi einvígisins, en var nánast búinn að missa hana niður þegar hann loks náði að vinna síðasta rammann. Sport 2.5.2006 11:37
Opna Reykjavíkur- meistaramótið Opna Reykjavíkurmeistaramót Akkúrat og Höfðabíla verður haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 10 – 14 maí. Glæsileg dagskrá þar sem nokkrir af helstu gæðingum landsins etja kappi í hestaíþróttum. Einnig verða sýndar vonarstjörnur úr röðum kynbótahrossa sem sýndar verða á sérstökum sýningum. Sport 2.5.2006 11:44
Clippers áfram í fyrsta sinn í 30 ár Los Angeles Clippers gekk í gær frá Denver Nuggets 101-83 og vann einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar auðveldlega 4-1. Þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjá áratugi sem félagið vinnur seríu í úrslitakeppni. Þá kláraði Dallas dæmið gegn Memphis og Detroit komst í vænlega stöðu gegn Milwaukee. Sport 2.5.2006 11:10
Miðaverð á LM 2006 Miðaverð á Landsmót Hestamanna liggur nú fyrir og er verðskráin eftirfarandi. Fyrirkomulag forsölu verður kynnt nánar síðar og eins sala á stúkusætum. Gert er ráð fyrir að forsala hefjist í júníbyrjun Sport 2.5.2006 10:06
Tekst Dallas að klára dæmið? Fjórði leikur Memphis Grizzlies og Dallas Mavericks verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan tólf á miðnætti í kvöld. Þar ræðst hvort Memphis nær að halda lífi í einvíginu eða lætur sópa sér út úr úrslitakeppninni í þriðja sinn í röð. Dallas hefur yfir 3-0 í einvíginu og hefur tapað 11 fyrstu leikjum sinni í úrslitakeppni í sögu félagsins, sem er NBA met. Sport 1.5.2006 21:36
Markalaust á Old Trafford Manchester United og Middlesbrough gerðu í kvöld markalaust jafntefli á Old Trafford í Manchester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og nú munar aðeins einu stigi á United og Liverpool, sem er í þriðja sæti deildarinnar. Ruud Van Nistlerooy misnotaði vítaspyrnu í leiknum. Unted nægir þó sigur á Charlton á heimavelli í lokaumferðinni til að halda öðru sætinu. West Ham lagði á sama tíma West Brom á útivelli 1-0 með marki frá Nigel Reo-Coker í fyrri hálfleik. Sport 1.5.2006 20:48
Diaby fluttur á sjúkrahús Svo gæti farið að Abou Diaby leikmaður Arsenal væri búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið á þessari leiktíð eftir að hann meiddist illa í leiknum gegn Sunderland í dag. Diaby varð fyrir barðinu á fólskulegri tæklingu Dan Smith hjá Sunderland, sem hefði með öllu réttu átt að fá rauða spjaldið fyrir tilburði sína. Sport 1.5.2006 19:12
Auðvelt hjá Arsenal Arsenal lagði Sunderland 3-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og heldur því sínu striki í baráttunni um fjórða sætið. Fyrsta mark Arsenal var sjálfsmark og þeir Thierry Henry og Cesc Fabregas bættu við sitt hvoru markinu fyrir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Sport 1.5.2006 18:18
Efast um að Rooney spili á HM Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist efast um að Wayne Rooney eigi eftir að geta spilað með enska landsliðinu á HM í sumar vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum við Chelsea á dögunum. Sport 1.5.2006 17:37
Arsenal að valta yfir Sunderland Arsenal virðist ekki ætla að verða í vandræðum með arfaslakt lið Sunderland í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þegar flautað hefur verið til hálfleiks er staðan 3-0 fyrir gestina. Fyrsta mark Arsenal var sjálfsmark, en þeir Cesc Fabregas og Thierry Henry skoruðu undir lok hálfleiksins. Mark Henry kom beint úr aukaspyrnu. Sport 1.5.2006 17:04
McClaren tekur við af Eriksson Bresk blöð fullyrða í dag að Steve MacClaren, stjóri Middlesbrough og aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson, verði næsti landsliðsþjálfari Englendinga. Því er til að mynda haldið fram á BBC í dag að líklega verði tilkynnt um ráðningu hans fyrir vikulokin. Sport 1.5.2006 16:25
Cole á bekknum hjá Arsenal Ashley Cole er á varamannabekk Arsenal í dag þegar liðið sækir Sunderland heim í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal þarf nauðsynlega á sigri að halda í dag til að eiga möguleika á að ná grönnum sínum í Tottenham að stigum í baráttunni um fjórða sætið. Sport 1.5.2006 16:14
Spurðu Guðjón Þórðarson Vísir og Fréttablaðið bjóða lesendum sínum að spyrja knattspyrnuþjálfarann góðkunna, Guðjón Þórðarson, spjörunum úr. Hvað hefur þú alltaf viljað vita um Guðjón? Skráðu þína spurningu hér að neðan og fylgdust síðan með á Vísi og Fréttablaðinu sunnudaginn 14. maí þegar svör Guðjóns verða birt. Hægt er að senda spurningar til miðnættis miðvikudaginn 10. maí. Sport 1.5.2006 15:40
Tilbúinn að gefa Englendingunum frí Jose Mourinho segist hafa boðist til að hvíla þá John Terry, Frank Lampard og Joe Cole í þeim leikjum sem eftir er í ensku úrvalsdeildinni svo þeir verði frískir þegar kemur að HM í sumar. Þá er fyrirhugað að Shaun Wright-Phillips fái að spila eitthvað í síðustu leikjunum með Chelsea svo hann verði í betri leikæfingu, en talið er víst að hann eigi sæti í HM hópnum. Sport 1.5.2006 15:06