Norðurþing

Fréttamynd

Hífa líklega hluta áhafnarinnar upp í þyrlu Gæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kölluð út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð.

Innlent
Fréttamynd

Með haglabyssuna og skotfæri í ólæstum bíl

Meindýraeyðir í Norðurþingi hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa farið inn í Nettó á Húsavík og skilið bílinn eftir ólæstan en í framsætinu lá haglabyssa auk skotfæra. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin.

Innlent
Fréttamynd

Fjölbreytt hátíðahöld

Hátíðahöld í tilefni 1. maí verða í meira en 30 sveitarfélögum samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30.

Innlent
Fréttamynd

Mikið rennsli í ám landsins

Vegna mikils vatnselgs og leysingar varð að loka við Dettifoss í morgun um óákveðinn tíma og er því Dettifossvegur lokaður þar til talið verður óhætt að hleypa fólki inn á svæðið. Þá er mjög mikið rennsli í flestum ám á landinu vegna hlýinda og leysinga. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mikilvægt að ferðamenn sýni aðgát í nágrenni við þær.

Innlent
Fréttamynd

Of snemmt að segja hvort jarðskjálftahrinan sé í rénun

Jarðskjálfti af stærðinni þrír komma þrír mældist um þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Skjálftavirkni við Kópasker hefur dregist saman, en áfram mælast smáskjálftar á upptakasvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Jarðskjálftahrina í Öxarfirði

Jarðskjáftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði síðan síðastliðinn laugardag en flestir skjálftarnir hafa átt sér stað um sex kílómetra suðvestur af Kópaskeri.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi

Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi

Innlent