Írak Danir dæmdir fyrir mannréttindabrot Danskur herforingi og fjórir danskir hermenn voru í dag fundnir sekir um að hafa brotið mannréttindi við yfirheyrslur á föngum í Írak í fyrra. Refsingu yfir þeim var hins vegar frestað, þar sem þeir höfðu ekki fengið nægilega skýr fyrirmæli um hvað væri leyfilegt við yfirheyrslur. Erlent 12.1.2006 19:43 Á annað hundrað fallnir í árásum Á annað hundrað manns hafa farist og meira en 200 særst í ofbeldisverkum í Írak það sem af er degi. 225 hafa látist af völdum árása frá áramótum og nær 300 slasast. Vikan sem nú er að líða er því orðin ein sú blóðugasta frá því innrásin í Írak hófst í mars 2003. Erlent 5.1.2006 13:45 Í það minnsta 80 fórust Í það minnsta 31 fórst og 30 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Ramadi í Írak í morgun. Karlmaður sprengdi sig og viðstadda þá í loft upp fyrir framan ráðningarstöð hers og lögreglu. Þetta er önnur mannskæða árásin í Írak í morgun. Erlent 5.1.2006 11:15 Um fimmtíu létust í árásinni 49 hið minnsta létu lífið í sprengjuárás í borginni Kerbala í sunnanverðu Írak í morgun og tala látinna gæti enn átt eftir að hækka. 58 eru særðir. Maður með sprengiefni bundin um sig sprengdi sig í loft upp í mannþröng nærri einu af helstu helgiskrínum sjíamúslima. Erlent 5.1.2006 08:54 Ellefu létust í sprengjuárás Ellefu létust og átján særðust í sprengingu í Kerbala í Írak fyrir fáeinum mínútum. Þetta er önnur sprengjuárásin í borginni á jafnmörgum dögum en í gær særðust þrír í bílsprengjuárás en hún var sú fyrsta sinnar tegundar í borginni síðan í desember 2004. Erlent 5.1.2006 08:01 Al-Kaída lýsa sig ábyrg Al-Kaída hefur lýst ábyrgð á þaulskipulagðri árás á varðstöð lögreglu rétt fyrir utan Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Í það minnsta fimm íraskir lögreglumenn létu lífið í árásinni og fjórir særðust. Vopnaðir menn stukku út úr lítilli rútu þegar þeir nálguðust varðstöðina og skutu á lögreglumennina sem vöktuðu hana. Erlent 26.12.2005 14:44 Fimm létust í sprengjuárásum Að minnsta kosti fimm manns létust í fimm bílsprengjum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Hryðjuverkum hefur fjölgað í landinu og segja Al Qaida-liðar að þannig verði það þar til samtökin hafi náð fullum völdum í landinu. Erlent 26.12.2005 13:23 Nærri ellefu milljónir Íraka kusu í þingkosningunum Kjörsókn í þingkosningunum í Írak í síðustu viku var sjötíu prósent. Um hádegið í dag tilkynnti kjörstjórn í Írak að nærri ellefu milljónir manna hefðu kosið í þingkosningunum. Innlent 21.12.2005 14:53 Sýndu myndband af gíslum Al Jazeera sjónvarpsstöðin sýndi í dag myndband sem stöðin segir að sýni fjóra gísla sem mannræningjar í Írak tóku nýlega. Talið er að um sé að ræða kristna friðarsinna sem hafa verið í Írak undanfarið. Einn mannanna er Norman Kember, aldraður Breti. Erlent 29.11.2005 22:06 Hersveitir fljótlega frá Írak? Það verður ekki þörf á öllum þeim hersveitum sem eru í Írak miklu lengur að mati Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Erlent 23.11.2005 20:54 Íhugaði árás á Al-Jazeera George W. Bush Bandaríkjaforseti íhugaði að fyrirskipa sprengjuárás á höfuðstöðvar Al-Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar í Katar í fyrra en Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, talaði hann ofan af því á fundi þeirra í Washington í fyrra. Þessu er haldið fram í breska blaðinu Daily Mirror í dag. Erlent 22.11.2005 11:07 Írakar biðla til Írana um hjálp Mowaffaq al-Rubaie, öryggisráðgjafi Írakstjórnar, hefur beðið Írani um að nýta það góða samband sem þeir hafa við Sýrlendinga til að koma í veg fyrir að erlendir uppreisnarmenn streymi yfir sýrlensku landamærin til Írak. Erlent 18.11.2005 00:24 Írakskur stjórnmálamaður í lífshættu Hátt settur stjórnmálamaður úr röðum Súnníta slasaðist alvarlega í dag, þegar vopnaðir menn réðust að bifreið hans og hófu skothríð. Maðurinn varð fyrir fimm skotum í handleggi og brjóstkassann og er enn í lífshættu. Erlent 5.11.2005 17:45 Galloway fékk fé frá Írökum Bandarísk þingnefnd hefur sakað breska þingmanninn George Galloway um að hafa logið að sér þegar hann staðhæfði eiðsvarinn fyrr á þessu ári að hann hefði engar greiðslur fengið í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak. Erlent 26.10.2005 03:18 Að minnsta kosti tuttugu látnir Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið og fjölmargir særðust í Bagdad í dag þegar þrjár bílsprengjur voru sprengdar við hótel sem erlendir fréttamenn dveljast einkum á. Erlent 24.10.2005 19:20 Stjórnarskráin líklega samþykkt Ánægja ríkir með kosningarnar í Írak í gær. Það þykir næsta víst að stjórnarskráin sem kosið var um hafi verið samþykkt, en þar með eru þó ekki allir erfiðleikar yfirstignir. Erlent 23.10.2005 15:05 Árásir settu mark sitt á daginn Milljónir Íraka greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá landsins í dag í kosningum sem fóru nánast fram með friði og spekt. Árásir og byssubardagar settu að vísu mark sitt á daginn, en yfirvöld eru mjög ánægð með framganginn. Erlent 23.10.2005 15:04 110 uppreisnarmenn handsamaðir Bandarískar hersveitir hafa handsamað hundrað og tíu uppreisnarmenn í borginni Haklanía í Írak undanfarna tvo daga. Vel á þriðja þúsund hermanna hafa gengið í hvert hús í borginni sem er eitt helsta vígi uppreisnarmanna við landamæri Sýrlands. Erlent 23.10.2005 15:02 Vilja að lífi Saddams verði þyrmt Uppreisnarmenn í Írak eru nú sagðir eiga í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn um að hætta árásum í skiptum fyrir líf Saddams Husseins. Þessu heldur Jalal Talabani, forseti Íraks, fram. Erlent 23.10.2005 15:02 Kosningalögum í Írak breytt Umdeildum kosningalögum í Írak verður breytt vegna gagnrýni Sameinuðu þjóðanna og mótmæla stjórnmálaleiðtoga. Kosið verður um nýja stjórnarskrá Íraks í þjóðaratkvæðagreiðslu þann fimmtánda október næstkomandi og voru taldar þónokkrar líkur á að stjórnarskráin yrði felld. Erlent 23.10.2005 15:02 57 uppreisnarmenn fallnir Minnst fimmtíu og sjö uppreisnarmenn hafa fallið í árásum bandaríska hersins í norðvesturhluta Íraks undanfarna þrjá daga. Áhlaup hersins á vígi uppreisnarmanna hófst í borginni Sadah á laugardaginn en hefur síðan færst yfir til borganna Karabíla og Rúmana. Erlent 23.10.2005 15:02 Morðtilræði við írakskan ráðherra Olíumálaráðherra Íraks slapp naumlega undan morðtilræði í morgun. Nokkrir menn hófu skothríð á bifreið ráðherrans þegar hann var á leið til vinnu. Þrír lífverðir hans særðust alvarlega. Erlent 23.10.2005 15:01 Tíu látnir í árás bandaríska hersins í Írak Að minnsta kosti tíu menn féllu og um tugur særðist þegar bandarískar og írakskar hersveitir gerðu árás á bæi í vesturhluta Íraks, skammt frá landamærum Sýrlands, í morgun. Erlent 23.10.2005 15:01 50 látnir - 100 særðir Að minnsta kosti 50 manns eru sagðar látnir og 100 særðir eftir að röð bílsprengna sprakk norður af Bagdad fyrir stundu. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um ódæðið að svo stöddu. Erlent 23.10.2005 15:00 Varar við auknu ofbeldi í Írak George Bush Bandaríkjaforseti varaði í dag við auknu ofbeldi í Írak á næstunni, eða þar til kosið yrði um nýja stjórnarskrá landsins. Sex fórust og þrjátíu særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp við skráningarstöð írakska hersins við landamæri Sýrlands í dag. Erlent 23.10.2005 15:00 Margir særðir eftir sprengjuárás <font size="2"> Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð við nýliðaskráningu í bænum Tal Afar í Írak rétt í þessu. Árásarmaðurinn lést sjálfur í árásinni og að minnsta kosti sautján manns særðust í árásinni. Engar fréttir hafa enn borist af því að aðrir en árásarmaðurinn hafi farist í árásinni. </font> Erlent 23.10.2005 16:58 22 lík finnast í Írak Tuttugu og tvö lík fundust nærri bænum Kut, suðaustur af Bagdad, í Írak í dag. Öll líkin voru bundin á höndum, með plastpoka yfir höfuðið og með skotsár. Lögregla segir að fórnarlömbin hafi líklega verið tekin af lífi fyrir nokkrum dögum en bæði virðist vera um að ræða almenna borgara og lögreglumenn. Erlent 23.10.2005 15:00 Engin tímatafla um brottflutning Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað kröfum um að setja tímatöflu um brottflutning breskra hermanna frá Írak. Vaxandi mannfall í breskum hersveitum í Írak hefur vakið upp nýja mótmælaöldu í Bretlandi. Erlent 23.10.2005 14:59 Bílsprengja sprakk í Bagdad Bílsprengja sprakk í Bagdad, höfuðborg Íraks, núna í morgun. Enn liggur ekki fyrir hvort mannfall hafi orðið. Erlent 23.10.2005 14:58 Óbreyttir borgarar létust Tveir óbreyttir borgarar létust þegar skotbardagar brutust út á milli breskra hermanna og mótmælenda í borginni Basra í Írak í gærkvöldi. Fyrr um daginn voru tveir breskir leyniþjónustumenn í dulargervi handteknir fyrir að skjóta að írökskum lögreglumönnum sem gerðu sig líklega til að handsama þá. Erlent 17.10.2005 23:45 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 27 ›
Danir dæmdir fyrir mannréttindabrot Danskur herforingi og fjórir danskir hermenn voru í dag fundnir sekir um að hafa brotið mannréttindi við yfirheyrslur á föngum í Írak í fyrra. Refsingu yfir þeim var hins vegar frestað, þar sem þeir höfðu ekki fengið nægilega skýr fyrirmæli um hvað væri leyfilegt við yfirheyrslur. Erlent 12.1.2006 19:43
Á annað hundrað fallnir í árásum Á annað hundrað manns hafa farist og meira en 200 særst í ofbeldisverkum í Írak það sem af er degi. 225 hafa látist af völdum árása frá áramótum og nær 300 slasast. Vikan sem nú er að líða er því orðin ein sú blóðugasta frá því innrásin í Írak hófst í mars 2003. Erlent 5.1.2006 13:45
Í það minnsta 80 fórust Í það minnsta 31 fórst og 30 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Ramadi í Írak í morgun. Karlmaður sprengdi sig og viðstadda þá í loft upp fyrir framan ráðningarstöð hers og lögreglu. Þetta er önnur mannskæða árásin í Írak í morgun. Erlent 5.1.2006 11:15
Um fimmtíu létust í árásinni 49 hið minnsta létu lífið í sprengjuárás í borginni Kerbala í sunnanverðu Írak í morgun og tala látinna gæti enn átt eftir að hækka. 58 eru særðir. Maður með sprengiefni bundin um sig sprengdi sig í loft upp í mannþröng nærri einu af helstu helgiskrínum sjíamúslima. Erlent 5.1.2006 08:54
Ellefu létust í sprengjuárás Ellefu létust og átján særðust í sprengingu í Kerbala í Írak fyrir fáeinum mínútum. Þetta er önnur sprengjuárásin í borginni á jafnmörgum dögum en í gær særðust þrír í bílsprengjuárás en hún var sú fyrsta sinnar tegundar í borginni síðan í desember 2004. Erlent 5.1.2006 08:01
Al-Kaída lýsa sig ábyrg Al-Kaída hefur lýst ábyrgð á þaulskipulagðri árás á varðstöð lögreglu rétt fyrir utan Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Í það minnsta fimm íraskir lögreglumenn létu lífið í árásinni og fjórir særðust. Vopnaðir menn stukku út úr lítilli rútu þegar þeir nálguðust varðstöðina og skutu á lögreglumennina sem vöktuðu hana. Erlent 26.12.2005 14:44
Fimm létust í sprengjuárásum Að minnsta kosti fimm manns létust í fimm bílsprengjum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Hryðjuverkum hefur fjölgað í landinu og segja Al Qaida-liðar að þannig verði það þar til samtökin hafi náð fullum völdum í landinu. Erlent 26.12.2005 13:23
Nærri ellefu milljónir Íraka kusu í þingkosningunum Kjörsókn í þingkosningunum í Írak í síðustu viku var sjötíu prósent. Um hádegið í dag tilkynnti kjörstjórn í Írak að nærri ellefu milljónir manna hefðu kosið í þingkosningunum. Innlent 21.12.2005 14:53
Sýndu myndband af gíslum Al Jazeera sjónvarpsstöðin sýndi í dag myndband sem stöðin segir að sýni fjóra gísla sem mannræningjar í Írak tóku nýlega. Talið er að um sé að ræða kristna friðarsinna sem hafa verið í Írak undanfarið. Einn mannanna er Norman Kember, aldraður Breti. Erlent 29.11.2005 22:06
Hersveitir fljótlega frá Írak? Það verður ekki þörf á öllum þeim hersveitum sem eru í Írak miklu lengur að mati Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Erlent 23.11.2005 20:54
Íhugaði árás á Al-Jazeera George W. Bush Bandaríkjaforseti íhugaði að fyrirskipa sprengjuárás á höfuðstöðvar Al-Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar í Katar í fyrra en Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, talaði hann ofan af því á fundi þeirra í Washington í fyrra. Þessu er haldið fram í breska blaðinu Daily Mirror í dag. Erlent 22.11.2005 11:07
Írakar biðla til Írana um hjálp Mowaffaq al-Rubaie, öryggisráðgjafi Írakstjórnar, hefur beðið Írani um að nýta það góða samband sem þeir hafa við Sýrlendinga til að koma í veg fyrir að erlendir uppreisnarmenn streymi yfir sýrlensku landamærin til Írak. Erlent 18.11.2005 00:24
Írakskur stjórnmálamaður í lífshættu Hátt settur stjórnmálamaður úr röðum Súnníta slasaðist alvarlega í dag, þegar vopnaðir menn réðust að bifreið hans og hófu skothríð. Maðurinn varð fyrir fimm skotum í handleggi og brjóstkassann og er enn í lífshættu. Erlent 5.11.2005 17:45
Galloway fékk fé frá Írökum Bandarísk þingnefnd hefur sakað breska þingmanninn George Galloway um að hafa logið að sér þegar hann staðhæfði eiðsvarinn fyrr á þessu ári að hann hefði engar greiðslur fengið í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak. Erlent 26.10.2005 03:18
Að minnsta kosti tuttugu látnir Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið og fjölmargir særðust í Bagdad í dag þegar þrjár bílsprengjur voru sprengdar við hótel sem erlendir fréttamenn dveljast einkum á. Erlent 24.10.2005 19:20
Stjórnarskráin líklega samþykkt Ánægja ríkir með kosningarnar í Írak í gær. Það þykir næsta víst að stjórnarskráin sem kosið var um hafi verið samþykkt, en þar með eru þó ekki allir erfiðleikar yfirstignir. Erlent 23.10.2005 15:05
Árásir settu mark sitt á daginn Milljónir Íraka greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá landsins í dag í kosningum sem fóru nánast fram með friði og spekt. Árásir og byssubardagar settu að vísu mark sitt á daginn, en yfirvöld eru mjög ánægð með framganginn. Erlent 23.10.2005 15:04
110 uppreisnarmenn handsamaðir Bandarískar hersveitir hafa handsamað hundrað og tíu uppreisnarmenn í borginni Haklanía í Írak undanfarna tvo daga. Vel á þriðja þúsund hermanna hafa gengið í hvert hús í borginni sem er eitt helsta vígi uppreisnarmanna við landamæri Sýrlands. Erlent 23.10.2005 15:02
Vilja að lífi Saddams verði þyrmt Uppreisnarmenn í Írak eru nú sagðir eiga í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn um að hætta árásum í skiptum fyrir líf Saddams Husseins. Þessu heldur Jalal Talabani, forseti Íraks, fram. Erlent 23.10.2005 15:02
Kosningalögum í Írak breytt Umdeildum kosningalögum í Írak verður breytt vegna gagnrýni Sameinuðu þjóðanna og mótmæla stjórnmálaleiðtoga. Kosið verður um nýja stjórnarskrá Íraks í þjóðaratkvæðagreiðslu þann fimmtánda október næstkomandi og voru taldar þónokkrar líkur á að stjórnarskráin yrði felld. Erlent 23.10.2005 15:02
57 uppreisnarmenn fallnir Minnst fimmtíu og sjö uppreisnarmenn hafa fallið í árásum bandaríska hersins í norðvesturhluta Íraks undanfarna þrjá daga. Áhlaup hersins á vígi uppreisnarmanna hófst í borginni Sadah á laugardaginn en hefur síðan færst yfir til borganna Karabíla og Rúmana. Erlent 23.10.2005 15:02
Morðtilræði við írakskan ráðherra Olíumálaráðherra Íraks slapp naumlega undan morðtilræði í morgun. Nokkrir menn hófu skothríð á bifreið ráðherrans þegar hann var á leið til vinnu. Þrír lífverðir hans særðust alvarlega. Erlent 23.10.2005 15:01
Tíu látnir í árás bandaríska hersins í Írak Að minnsta kosti tíu menn féllu og um tugur særðist þegar bandarískar og írakskar hersveitir gerðu árás á bæi í vesturhluta Íraks, skammt frá landamærum Sýrlands, í morgun. Erlent 23.10.2005 15:01
50 látnir - 100 særðir Að minnsta kosti 50 manns eru sagðar látnir og 100 særðir eftir að röð bílsprengna sprakk norður af Bagdad fyrir stundu. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um ódæðið að svo stöddu. Erlent 23.10.2005 15:00
Varar við auknu ofbeldi í Írak George Bush Bandaríkjaforseti varaði í dag við auknu ofbeldi í Írak á næstunni, eða þar til kosið yrði um nýja stjórnarskrá landsins. Sex fórust og þrjátíu særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp við skráningarstöð írakska hersins við landamæri Sýrlands í dag. Erlent 23.10.2005 15:00
Margir særðir eftir sprengjuárás <font size="2"> Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð við nýliðaskráningu í bænum Tal Afar í Írak rétt í þessu. Árásarmaðurinn lést sjálfur í árásinni og að minnsta kosti sautján manns særðust í árásinni. Engar fréttir hafa enn borist af því að aðrir en árásarmaðurinn hafi farist í árásinni. </font> Erlent 23.10.2005 16:58
22 lík finnast í Írak Tuttugu og tvö lík fundust nærri bænum Kut, suðaustur af Bagdad, í Írak í dag. Öll líkin voru bundin á höndum, með plastpoka yfir höfuðið og með skotsár. Lögregla segir að fórnarlömbin hafi líklega verið tekin af lífi fyrir nokkrum dögum en bæði virðist vera um að ræða almenna borgara og lögreglumenn. Erlent 23.10.2005 15:00
Engin tímatafla um brottflutning Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað kröfum um að setja tímatöflu um brottflutning breskra hermanna frá Írak. Vaxandi mannfall í breskum hersveitum í Írak hefur vakið upp nýja mótmælaöldu í Bretlandi. Erlent 23.10.2005 14:59
Bílsprengja sprakk í Bagdad Bílsprengja sprakk í Bagdad, höfuðborg Íraks, núna í morgun. Enn liggur ekki fyrir hvort mannfall hafi orðið. Erlent 23.10.2005 14:58
Óbreyttir borgarar létust Tveir óbreyttir borgarar létust þegar skotbardagar brutust út á milli breskra hermanna og mótmælenda í borginni Basra í Írak í gærkvöldi. Fyrr um daginn voru tveir breskir leyniþjónustumenn í dulargervi handteknir fyrir að skjóta að írökskum lögreglumönnum sem gerðu sig líklega til að handsama þá. Erlent 17.10.2005 23:45