Saga til næsta bæjar

Linus og töfralyfið
Í 116 ára sögu Nóbelsverðlaunanna hafa einungis fjórir einstaklingar hlotið tvenn verðlaun. Þrír þessara tvöföldu verðlaunahafa deildu viðurkenningunni með öðrum vísindamönnum. Sá fjórði, bandaríski efnafræðingurinn Linus Pauling, vann hins vegar þetta afrek einn síns liðs og það sem meira er: litlu mátti muna að hann bætti þriðju Nóbelsverðlaununum í safnið.

Nirfillinn
Árið 2009 skrifaði bandaríski hagfræðingurinn Joel Waldfogel bók gegn jólagjöfum. Hann benti á að gjafir væru í eðli sínu skelfileg leið til að ráðstafa auði, þar sem gefendur hefðu sjaldnast nægilega góða mynd af þörfum og löngunum þiggjendanna.

Drykkjuskólar íþróttafélaganna
Dansleikjafarganið hafði í raun minnst með íþróttastarf að gera, heldur var það birtingarmynd stefnu hins opinbera í áfengismálum.

Versta viðtal sögunnar
Vilhjálmur II ákvað að fara í viðtal við breskt dagblað. Markmið keisarans var skýrt: að sannfæra Breta um hlýjan hug sinn til þeirra með því að hamra á fjölskyldutengslum sínum og minna á að sjálfur hefði hann setið dögum saman við rúmstokk Viktoríu ömmu sinnar þegar hún lá banaleguna.n Þau áform urðu að engu. Þess í stað tókst Vilhjálmi að móðga bæði landa sína og flestar helstu ríkisstjórnir og líta sjálfur út eins og fáráður.

Skotist til Tunglsins og jöklarnir bræddir
Kaupin á Norðurpólnum er óhefðbundin vísindaskáldsaga og að sumu leyti frekar hugartilraun en eiginlegur vísindaskáldskapur – því í bókarlok er lesandanum kippt niður á jörðina með því að útskýra að öll áformin hafi í raun verið loftkastalar.

Bölvun grænu dísarinnar
Absint er rammsterk áfengistegund, með vínandainnihald á bilinu 55-70%. Það er þó yfirleitt þynnt nokkuð út fyrir neyslu, en absint þykir prýðilegur lystauki á undan mat.

Aðalsmaðurinn og sprengistjarnan
Eflaust hefðu sumir höfundar í pistli um Tycho Brahe freistast til að skrifa um sérkennileg smáatriði í lífi hans, svo sem gullnefið, dverginn sem hann átti og elginn hans sem datt ölvaður niður stiga og drapst. En það bíður betri tíma.

Þessir Rómverjar eru klikk?…
Uderzo lagði pennaveskið á hilluna fyrir fimm árum, þá 84 ára að aldri. Nokkru áður hafði hann tilkynnt þá ákvörðun sína að veita Ástríki framhaldslíf með nýjum höfundum

Draumur í dós
Dósamatur varð um skeið að stöðutákni og efnafólk kepptist við að kaupa hvers kyns niðursoðnar kræsingar, þegar nýjabrumið hvarf urðu niðursoðnu matvælin á ný fæða hermanna og sjómanna í langsiglingum. Á þessu fyrsta tímabili ráku menn sig líka illilega á takmarkaða efnafræðikunnáttu sína, því dósum var yfirleitt lokað með blýblöndu og komu upp ýmis dæmi blýeitrunar sem rekja hefði mátt til niðursuðudósa.

Friður í uppnámi
Flest Nóbelsverðlaunanna eru veitt af sérstakri akademíu í Stokkhólmi. Friðarverðlaun Nóbels eru hins vegar á vegum norska stórþingsins. Þau verðlaun hafa í gegnum tíðina vakið hvað harðastar deilur. Ein ástæðan er sú að mörgum þykir dómnefndin teygja sig ansi langt í útnefningum sínum og fara þar á svig við stofnskrána sem setur mjög stíf skilyrði um að þeir einir komi til greina sem verðlaunahafar sem beinlínis hafi unnið að afvopnun eða stuðlað að friði í deilum ríkja eða þjóðernishópa.

Kaupsýslumaður í forsetaslag
Komandi kosningar kunna að virðast einstæðar. Þar takast á annars vegar reyndur Demókrati, Hillary Clinton, með langan stjórnmálaferil en hins vegar athafnamaðurinn Donald Trump sem aldrei hefur gegnt opinberu embætti og er nýgenginn til liðs við Repúblikana eftir að hafa áður stutt Demókrataflokkinn. Þegar nánar er að gáð er þessi staða ekki fordæmalaus og minnir hún um margt á aðrar og ekki síður afdrifaríkar kosningar. Þær voru árið 1940.

Kylfan og frelsið
Frelsisbarátta og sjálfstæði Indlands eru meðal mikilvægustu atburða tuttugustu aldar. Bretar höfðu skilgreint Indland sem krúnudjásn sitt og reyndu eftir besta mætti að standa gegn sjálfstæðishreyfingunni, en styrkur hennar reyndist of mikill auk þess sem kostnaðarsöm þátttaka Bretlands í síðari heimsstyrjöldinni gerði að lokum ómögulegt að halda heimsveldinu saman.

Þrælamorðinginn Ingólfur
„Hvaða Ingólf?“ – hnussaði úfinn fornleifafræðingur í sjónvarpsviðtali fyrir mörgum árum. Fréttakona hafði mætt á vettvang uppgraftar í Kvosinni og spurt: „Eruð þið búin að finna Ingólf?“

Skip eyðimerkurinnar
Eitt vinsælasta myndefni ferðalanga í Ástralíu eru skilti. Nánar tiltekið skilti sem ætlað er að vara vegfarendur við úlföldum. Skemmtilegast þykir þegar skiltið er innan um önnur slík sem vekja athygli á dýrum sem þykja einkennandi fyrir ástralska náttúru, svo sem kengúrum eða vömbum. Dálæti ferðafólks á skiltum þessum er slíkt að yfirvöld kveinka sér yfir að þeim sé stolið í stórum stíl á ári hverju með tilheyrandi kostnaði við endurnýjun.

Endalaus olía
Spádómar um olíuþurrð innan fárra áratuga voru lengi vel taldir boða ótíðindi fyrir mannkyn. Þau sjónarmið hafa þó nokkuð breyst í seinni tíð vegna hættunnar af loftslagsbreytingum vegna bruna á jarðefnaeldsneyti.

Apar í Örfirisey
Sumarið 1947 var sett upp dýrasýning í Örfirisey. Aðalaðdráttarafl sýningarinnar voru tíu apakettir sem fengnir voru að láni frá dýragarðinum í Edinborg og tveir sæljónsungar sem komu frá sædýrasafni í Kaliforníu.

Börn í sýningarkössum
Þann 10. október 1990 kom fimmtán ára gömul stúlka á fund bandarískrar þingnefndar. Hún hét Nayirah, en eftirnafn hennar var látið liggja á milli hluta af ástæðum sem síðar komu í ljós. Sagan sem hún hafði að segja var áhrifarík og vakti gríðarlega athygli.

Maðurinn sem varð óvart Ólympíumeistari
Stefán Pálsson skrifar um ævaforn íþróttaafrek.


Saga til næsta bæjar: Tungumál heimsins
Frá upphafi vega hefur mannkynið leitast við að finna leiðir til að senda skilaboð hratt og örugglega milli staða.

Saga til næsta bæjar: Stærsta auglýsingabrellan
Bernhöftstorfan, reiturinn á milli Austurstrætis og Amtmannsstígs annars vegar en Lækjargötu og Skólastrætis hins vegar, hefur að geyma einhverja fallegustu húsaröð Reykjavíkur.

Upprisa kvikmyndastjörnunnar
Snemma árs 1910 reis ung kanadísk leikkona upp frá dauðum. Hún hét Florence Lawrence og hefur verið kölluð fyrsta kvikmyndastjarnan. Þrátt fyrir frægðina klingdi nafnið ekki bjöllum hjá almenningi. Kvikmyndahúsagestir höfðu fæstir hugmynd um hvað hún hét, en þekktu andlitið og kölluðu hana Biograph-stúlkuna eftir samnefndu kvikmyndaframleiðslufyrirtæki.

…og jafnvel línudansara á kvöldin!
Árið 1918 stofnaði velski læknirinn Pendrill Varrier-Jones nýjan og byltingarkenndan spítala í tengslum við læknadeild Cambridge-háskóla.

Saga til næsta bæjar: Kletturinn í hafinu
Hvor myndi vinna í bardaga: Batman eða Súperman? King Kong eða Godzilla?

Binni og Pinni
Stefán Pálsson skrifar um lífseigar myndasöguhetjur


Saga til næsta bæjar: Vísindin og glæpagáturnar
Í byrjun þessarar aldar reið yfir sjónvarpsáhorfendur holskefla glæpaþátta þar sem hetjurnar voru ekki byssuglaðir slagsmálahundar, heldur vísinda- og tæknimenn.

Baráttufólk prýðir peningaseðla
Það þykir tákn nýrra tíma að ásjóna bandarísku dollaraseðlanna kemur til með að taka breytingum á næstunni. Þar verða andlit þekkts baráttufólks áberandi.

Saga til næsta bæjar: Síðustu móhíkanarnir
Stefán Pálsson um lacrosse.

Talið upp í ellefu
Stefán Pálsson skrifar um ógleymanlegar kosningar.