Fréttir Ekki áhugamaður um báta Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings sagðist í þrígang hafa verið í bátum á Miami, bátum sem teknir eru fyrir í Baugsmálinu. Hann sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegið að hann væri þó ekki áhugamaður um báta og vissi ekki hvort um hefði verið að ræða Thee Viking sem tekist hefur verið á um. Innlent 8.3.2007 13:04 Stýrivextir hækka á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta með það fyrir augum að draga úr verðbólgu á evrusvæðinu, sem engu að síður hefur verið á niðurleið. Stýrivextirnir standa nú í 3,75 prósentum og hafa þeir ekki verið hærri í fimm og hálft ár. Fastlega var gert ráð fyrir þessari niðurstöðu. Viðskipti erlent 8.3.2007 13:02 Semja verður við uppreisnarmenn David Petraeus, yfirmaður Bandaríkjahers í Írak, segir útilokað að koma á friði í Írak með hernaðaraðgerðum einum saman heldur verði að fá uppreisnarmenn að samningaborðinu. Á blaðamannafundi í morgun sagði hann teikn á lofti um að átök trúarhópa í landinu væru í rénun. Erlent 8.3.2007 12:20 Óbreyttir vextir í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Stjórn bankans segir í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni að ekki sé loku fyrir það skotið að vextirnir verði hækkaði á næstu mánuðum. Þetta er í samræmi við spár. Viðskipti erlent 8.3.2007 12:19 Hráolíuverð nálægt 62 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór nálægt 62 dölum á tunnu á markaði í New York í Bandaríkjunum í dag en olíubirgðir í Bandaríkjunum drógust meira saman á milli vikna en spáð hafði verið. Gert er ráð fyrir að eftirspurn eftir eldsneyti muni aukast þegar Bandaríkjamenn verða á faraldsfæti í sumar og er því spáð nokkurri hækkun á eldsneytisverði eftir því sem líður á árið. Viðskipti erlent 8.3.2007 12:05 Hvort er frétt; húsleit eða blaðamaður Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri Kaupthing bank í Luxemborg sagði í morgun að það hefði vakið grunsemdir hjá honum hvernig blaðamaður Morgunblaðsins gat vitað af húsleit í bankanum á undan honum. Þetta sagði hann í skýrslutöku vegna Baugsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 8.3.2007 11:57 40 prósent telja ójöfnuð milli kynja Tæp 40 prósent telja konur ekki hafa jafnan rétt og karlar á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Gallup International í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna. Í henni kemur fram að 56 prósent telja rétt kynjanna jafnan. Rúmlega 90 prósent telja menntun ekki mikilvægari fyrir drengi en stúlkur og 84 prósent telja að bæði konan og karlinn ættu að afla tekna fyrir heimilið. Innlent 8.3.2007 10:58 Stækkun álvers kynnt í deiliskipulagi Hafnarfjarðarbær stendur fyrir kynningarfundi í kvöld um deiliskipulag sem Hafnfirðingar munu kjósa um varðandi fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Fulltrúar bæjarins og skipulagsaðila munu kynna deiliskipulagstillöguna og svara spurningum auk þess sem fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar verður kynnt. Innlent 8.3.2007 10:18 Áfengissala eykst Áfengissala jókst um rúm sex prósent hérlendis milli áranna 2005 og 2006. Fyrra árið voru seldir tæpir 22 milljón lítrar, en seinna árið rúmlega 23 milljón lítrar. Árið 2006 keypti því hver Íslendingur 15 ára og eldri að meðaltali 7,2 alkahóllítra. Sala á hvítvíni hefur aukist sérlega mikið síðustu fjögur ár, mun meira en sala á rauðvíni sem jókst minna á síðasta ári en fyrri ár. Innlent 8.3.2007 10:00 Biðin styttist eftir 787 Dreamliner-þotunni Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing greindi frá því fyrir skömmu að samsetning á fyrstu 787 Dreamliner-farþegaþotu fyrirtækisins færi senn að hefjast. Tilraunaflug vélarinnar hefjast undir lok ágúst. Viðskipti erlent 8.3.2007 09:59 Tap hjá Orkuveitu Reykjavíkur Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði 1.756 milljónum króna á síðasta árið samanborið við 4.359 milljóna króna hagnað árið 2005. Helsta skýringin á muninum er gengistap vegna langtímaskuldbindinga. Viðskipti innlent 8.3.2007 09:44 Hagnaður hjá Hitaveitu Rangæinga Hitaveita Rangæinga skilaði 51,1 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 38,8 milljóna tap árið 2005. Hitaveita Rangæinga sameinaðist Orkuveitu Reykjavíkur við upphaf þessa árs. Viðskipti innlent 8.3.2007 09:35 Kaupréttur vegna hagsmuna hluthafa Forstjóri Glitnis vissi um kauprétt æðstu stjórnenda Baugs við stofnun félagsins. Jón Gerald Sullenberger er sakaður um að hafa hótað að valda Baugi ímyndarskaða við lok viðskipta Baugs við fyrirtæki hans í Bandaríkjunum. Innlent 7.3.2007 21:51 Vilja láta kjósa í lávarðadeildina Breskir þingmenn kusu um það í kvöld hvort að það ætti að kjósa í lávarðadeild breska þingsins. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Hingað til hafa sæti í deildinni erfst eða verið skipað í þau. Engu að síður er kosningin ekki bindandi en hún gefur til kynna hvað þingið mun leggja til þegar lávarðadeildin verður endurskipulögð síðar á árinu. Erlent 7.3.2007 23:21 Bush gagnrýnir Chavez George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali sem birtist í dag að efnahagsstefna Hugo Chavez, forseta Venesúela, myndi leiða til enn meiri fátæktar í landinu. Viðtalið er birt rétt áður en Bush leggst í ferðalag um Suður-Ameríku sem á að vara við hentistefnu af því tagi sem Bush segir Chavez stunda. Erlent 7.3.2007 22:52 Gates vill slaka á innflytjendalögum Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, varaði við því í dag að höft sem sett eru á að hæfir erlendir starfsmenn megi starfa í Bandaríkjunum skerði samkeppnishæfi landsins. Ummæli Gates eru nýjasta árásin á innflytjendalög í tæknigeiranum í Bandaríkjunum en hann vantar sárlega starfsfólk. Erlent 7.3.2007 22:14 Securitas kaupir 30 prósenta hlut í ND á Íslandi Öryggisfyrirtækið Securitas hf. hefur keypt 30 prósenta hlut í þekkingar- og tæknifyrirtækinu ND á Íslandi, sem hefur fundið upp, þróað og selt tæki til sjálfvirkrar skráningar á aksturslagi bíla með sérstökum ökurita. Kaupverð er trúnaðarmál en með kaupunum er Securitas orðinn stærsti hluthafinn í ND á Íslandi. Viðskipti innlent 7.3.2007 22:15 Samkynhneigðir vilja í bandaríska herinn Tólf fyrrum hermenn í bandaríska hernum, sem eru samkynhneigðir, fóru í dag í mál við ríkisstjórn Bandaríkjanna til þess að fá aftur inngöngu í herinn. Þeim hafði verið vísað úr hernum fyrir að vera samkynhneigð. Í dag er stefna hersins gagnvart samkynhneigðum sú að herinn má ekki spyrja við inngöngu hvort að viðkomandi sé samkynhneigður. Ef það kemst hins vegar upp er hernum heimilt að vísa viðkomandi úr hernum. Erlent 7.3.2007 21:55 Búa til reglur um umgengni við vélmenni Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur sett saman nefnd sem á að setja vinnureglur fyrir þá sem búa til vélmenni. Reglurnar eiga að skilgreina hvernig mannfólkið á að umgangast vélmenni og hvernig þau eiga að umgangast mannfólkið. Skýrslan verður tilbúin síðar á þessu ári. Erlent 7.3.2007 21:51 Nowak rekin frá NASA Lisa Nowak, geimfarinn sem reyndi að ræna keppinaut sínum um ástir annars geimfara, hefur verið rekin frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA). Brottreksturinn kemur í kjölfar þess að lögregla kærði hana fyrir tilraun til mannráns. Erlent 7.3.2007 21:40 Tyrkir loka á YouTube Tyrkir hafa lokað fyrir aðgang að hinni vinsælu vefsíðu YouTube. Ástæðan fyrir þessu er að einhver setti myndskeið á síðuna þar sem gert var grín að stofnanda nútíma Tyrklands, Mustafa Kemal Ataturk, en í Tyrklandi er ólöglegt að gera grín að honum. Erlent 7.3.2007 20:50 Abdullah skorar á Bandaríkin Konungurinn í Jórdaníu, Abdullah, hefur skorað á Bandaríkin til þess að beita sér fyrir friði í Mið-Austurlöndum. Þetta sagði hann á sameiginlegum þingfundi öldungadeildarinnar og fulltrúadeildarinnar. Hann sagði einnig að deilan á milli Ísraela og Palestínumanna væri mikilvægari en ástandið í Írak. Erlent 7.3.2007 20:13 Sátt um auðlindaákvæðið á næstu dögum Formenn stjórnarflokkanna stefna að sameiginlegri niðurstöðu um auðlindaákvæðið sem framsóknarmenn hafa lagt þunga áherslu á að fari inn í stjórnarskrá. Forsætisráðherra á von á því að lending náist í málinu á næstu dögum. Innlent 7.3.2007 19:00 Loftsteinn á stofugólfinu búum húss, í Bloomingdale í Illinois í Bandaríkjunum, varð allhverft við í fyrrakvöld þegar heljarinnar brothljóð kvað við úr stofunni . Undrun þeirra varð ekki minni þegar í ljós kom að á stofugólfinu lá loftsteinn sem þeyst hafði úr himingeimnum inn í gufuhvolf jarðar og svo beina leið í gegnum rúðuna hjá þeim. Erlent 7.3.2007 17:56 Fundað með samgöngunefnd Alþingis Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar nágrannasveitarfélaga krefjast þess að framlög ríkisins til samgöngumála á höfuðborgarsvæði verði ríflega tvöfölduð frá því sem áformað er í samgönguáætlun Innlent 7.3.2007 18:51 Gáfu smákrökkum marijúana Tveir unglingspiltar, frá Texas í Bandaríkjunum, hafa verið hnepptir í varðhald eftir að myndband sýndi þá láta tvo drengi, tveggja og fimm ára gamla, reykja marijúana. Erlent 7.3.2007 17:53 Eldur á vélaverkstæði í Stapahrauni Eldur kviknaði á vélaverkstæði í Stapahrauni í Hafnarfirði um klukkan hálfsjö í kvöld. Allt tiltækt lið var kallað út vegna atviksins sem reyndist síðan ekki jafn mikið og óttast var. Eldurinn var í lítilli skemmu, í einu rými af þremur í henni. Engin hætta stafar af eldinum og ekki er óttast að hann breiðist út. Slökkviliðsmenn eru nú að fullvissa sig um að enginn eldur sé lengur í skúrnum og eru að rífa þakið af honum til þess. Innlent 7.3.2007 19:09 Ísland.is komið á netið Ferðum manna á opinberar stofnanir gæti fækkað, nú þegar íslenska vefgáttin ísland.is hefur verið opnuð. Það var forsætisráðherra sem fór fyrstur manna á slóðina. Innlent 7.3.2007 19:04 Snjóflóð á Ísafirði undanfarinn sólarhring Snjóflóð féll á varnargarðinn, við Sorpbrennslustöðina Funa á Ísafirði, á níunda tímanum í morgun. Innlent 7.3.2007 18:28 Launaleynd hugsanlega aflétt Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára. Innlent 7.3.2007 18:50 « ‹ 205 206 207 208 209 210 211 212 213 … 334 ›
Ekki áhugamaður um báta Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings sagðist í þrígang hafa verið í bátum á Miami, bátum sem teknir eru fyrir í Baugsmálinu. Hann sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegið að hann væri þó ekki áhugamaður um báta og vissi ekki hvort um hefði verið að ræða Thee Viking sem tekist hefur verið á um. Innlent 8.3.2007 13:04
Stýrivextir hækka á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta með það fyrir augum að draga úr verðbólgu á evrusvæðinu, sem engu að síður hefur verið á niðurleið. Stýrivextirnir standa nú í 3,75 prósentum og hafa þeir ekki verið hærri í fimm og hálft ár. Fastlega var gert ráð fyrir þessari niðurstöðu. Viðskipti erlent 8.3.2007 13:02
Semja verður við uppreisnarmenn David Petraeus, yfirmaður Bandaríkjahers í Írak, segir útilokað að koma á friði í Írak með hernaðaraðgerðum einum saman heldur verði að fá uppreisnarmenn að samningaborðinu. Á blaðamannafundi í morgun sagði hann teikn á lofti um að átök trúarhópa í landinu væru í rénun. Erlent 8.3.2007 12:20
Óbreyttir vextir í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Stjórn bankans segir í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni að ekki sé loku fyrir það skotið að vextirnir verði hækkaði á næstu mánuðum. Þetta er í samræmi við spár. Viðskipti erlent 8.3.2007 12:19
Hráolíuverð nálægt 62 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór nálægt 62 dölum á tunnu á markaði í New York í Bandaríkjunum í dag en olíubirgðir í Bandaríkjunum drógust meira saman á milli vikna en spáð hafði verið. Gert er ráð fyrir að eftirspurn eftir eldsneyti muni aukast þegar Bandaríkjamenn verða á faraldsfæti í sumar og er því spáð nokkurri hækkun á eldsneytisverði eftir því sem líður á árið. Viðskipti erlent 8.3.2007 12:05
Hvort er frétt; húsleit eða blaðamaður Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri Kaupthing bank í Luxemborg sagði í morgun að það hefði vakið grunsemdir hjá honum hvernig blaðamaður Morgunblaðsins gat vitað af húsleit í bankanum á undan honum. Þetta sagði hann í skýrslutöku vegna Baugsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 8.3.2007 11:57
40 prósent telja ójöfnuð milli kynja Tæp 40 prósent telja konur ekki hafa jafnan rétt og karlar á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Gallup International í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna. Í henni kemur fram að 56 prósent telja rétt kynjanna jafnan. Rúmlega 90 prósent telja menntun ekki mikilvægari fyrir drengi en stúlkur og 84 prósent telja að bæði konan og karlinn ættu að afla tekna fyrir heimilið. Innlent 8.3.2007 10:58
Stækkun álvers kynnt í deiliskipulagi Hafnarfjarðarbær stendur fyrir kynningarfundi í kvöld um deiliskipulag sem Hafnfirðingar munu kjósa um varðandi fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Fulltrúar bæjarins og skipulagsaðila munu kynna deiliskipulagstillöguna og svara spurningum auk þess sem fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar verður kynnt. Innlent 8.3.2007 10:18
Áfengissala eykst Áfengissala jókst um rúm sex prósent hérlendis milli áranna 2005 og 2006. Fyrra árið voru seldir tæpir 22 milljón lítrar, en seinna árið rúmlega 23 milljón lítrar. Árið 2006 keypti því hver Íslendingur 15 ára og eldri að meðaltali 7,2 alkahóllítra. Sala á hvítvíni hefur aukist sérlega mikið síðustu fjögur ár, mun meira en sala á rauðvíni sem jókst minna á síðasta ári en fyrri ár. Innlent 8.3.2007 10:00
Biðin styttist eftir 787 Dreamliner-þotunni Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing greindi frá því fyrir skömmu að samsetning á fyrstu 787 Dreamliner-farþegaþotu fyrirtækisins færi senn að hefjast. Tilraunaflug vélarinnar hefjast undir lok ágúst. Viðskipti erlent 8.3.2007 09:59
Tap hjá Orkuveitu Reykjavíkur Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði 1.756 milljónum króna á síðasta árið samanborið við 4.359 milljóna króna hagnað árið 2005. Helsta skýringin á muninum er gengistap vegna langtímaskuldbindinga. Viðskipti innlent 8.3.2007 09:44
Hagnaður hjá Hitaveitu Rangæinga Hitaveita Rangæinga skilaði 51,1 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 38,8 milljóna tap árið 2005. Hitaveita Rangæinga sameinaðist Orkuveitu Reykjavíkur við upphaf þessa árs. Viðskipti innlent 8.3.2007 09:35
Kaupréttur vegna hagsmuna hluthafa Forstjóri Glitnis vissi um kauprétt æðstu stjórnenda Baugs við stofnun félagsins. Jón Gerald Sullenberger er sakaður um að hafa hótað að valda Baugi ímyndarskaða við lok viðskipta Baugs við fyrirtæki hans í Bandaríkjunum. Innlent 7.3.2007 21:51
Vilja láta kjósa í lávarðadeildina Breskir þingmenn kusu um það í kvöld hvort að það ætti að kjósa í lávarðadeild breska þingsins. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Hingað til hafa sæti í deildinni erfst eða verið skipað í þau. Engu að síður er kosningin ekki bindandi en hún gefur til kynna hvað þingið mun leggja til þegar lávarðadeildin verður endurskipulögð síðar á árinu. Erlent 7.3.2007 23:21
Bush gagnrýnir Chavez George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali sem birtist í dag að efnahagsstefna Hugo Chavez, forseta Venesúela, myndi leiða til enn meiri fátæktar í landinu. Viðtalið er birt rétt áður en Bush leggst í ferðalag um Suður-Ameríku sem á að vara við hentistefnu af því tagi sem Bush segir Chavez stunda. Erlent 7.3.2007 22:52
Gates vill slaka á innflytjendalögum Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, varaði við því í dag að höft sem sett eru á að hæfir erlendir starfsmenn megi starfa í Bandaríkjunum skerði samkeppnishæfi landsins. Ummæli Gates eru nýjasta árásin á innflytjendalög í tæknigeiranum í Bandaríkjunum en hann vantar sárlega starfsfólk. Erlent 7.3.2007 22:14
Securitas kaupir 30 prósenta hlut í ND á Íslandi Öryggisfyrirtækið Securitas hf. hefur keypt 30 prósenta hlut í þekkingar- og tæknifyrirtækinu ND á Íslandi, sem hefur fundið upp, þróað og selt tæki til sjálfvirkrar skráningar á aksturslagi bíla með sérstökum ökurita. Kaupverð er trúnaðarmál en með kaupunum er Securitas orðinn stærsti hluthafinn í ND á Íslandi. Viðskipti innlent 7.3.2007 22:15
Samkynhneigðir vilja í bandaríska herinn Tólf fyrrum hermenn í bandaríska hernum, sem eru samkynhneigðir, fóru í dag í mál við ríkisstjórn Bandaríkjanna til þess að fá aftur inngöngu í herinn. Þeim hafði verið vísað úr hernum fyrir að vera samkynhneigð. Í dag er stefna hersins gagnvart samkynhneigðum sú að herinn má ekki spyrja við inngöngu hvort að viðkomandi sé samkynhneigður. Ef það kemst hins vegar upp er hernum heimilt að vísa viðkomandi úr hernum. Erlent 7.3.2007 21:55
Búa til reglur um umgengni við vélmenni Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur sett saman nefnd sem á að setja vinnureglur fyrir þá sem búa til vélmenni. Reglurnar eiga að skilgreina hvernig mannfólkið á að umgangast vélmenni og hvernig þau eiga að umgangast mannfólkið. Skýrslan verður tilbúin síðar á þessu ári. Erlent 7.3.2007 21:51
Nowak rekin frá NASA Lisa Nowak, geimfarinn sem reyndi að ræna keppinaut sínum um ástir annars geimfara, hefur verið rekin frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA). Brottreksturinn kemur í kjölfar þess að lögregla kærði hana fyrir tilraun til mannráns. Erlent 7.3.2007 21:40
Tyrkir loka á YouTube Tyrkir hafa lokað fyrir aðgang að hinni vinsælu vefsíðu YouTube. Ástæðan fyrir þessu er að einhver setti myndskeið á síðuna þar sem gert var grín að stofnanda nútíma Tyrklands, Mustafa Kemal Ataturk, en í Tyrklandi er ólöglegt að gera grín að honum. Erlent 7.3.2007 20:50
Abdullah skorar á Bandaríkin Konungurinn í Jórdaníu, Abdullah, hefur skorað á Bandaríkin til þess að beita sér fyrir friði í Mið-Austurlöndum. Þetta sagði hann á sameiginlegum þingfundi öldungadeildarinnar og fulltrúadeildarinnar. Hann sagði einnig að deilan á milli Ísraela og Palestínumanna væri mikilvægari en ástandið í Írak. Erlent 7.3.2007 20:13
Sátt um auðlindaákvæðið á næstu dögum Formenn stjórnarflokkanna stefna að sameiginlegri niðurstöðu um auðlindaákvæðið sem framsóknarmenn hafa lagt þunga áherslu á að fari inn í stjórnarskrá. Forsætisráðherra á von á því að lending náist í málinu á næstu dögum. Innlent 7.3.2007 19:00
Loftsteinn á stofugólfinu búum húss, í Bloomingdale í Illinois í Bandaríkjunum, varð allhverft við í fyrrakvöld þegar heljarinnar brothljóð kvað við úr stofunni . Undrun þeirra varð ekki minni þegar í ljós kom að á stofugólfinu lá loftsteinn sem þeyst hafði úr himingeimnum inn í gufuhvolf jarðar og svo beina leið í gegnum rúðuna hjá þeim. Erlent 7.3.2007 17:56
Fundað með samgöngunefnd Alþingis Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar nágrannasveitarfélaga krefjast þess að framlög ríkisins til samgöngumála á höfuðborgarsvæði verði ríflega tvöfölduð frá því sem áformað er í samgönguáætlun Innlent 7.3.2007 18:51
Gáfu smákrökkum marijúana Tveir unglingspiltar, frá Texas í Bandaríkjunum, hafa verið hnepptir í varðhald eftir að myndband sýndi þá láta tvo drengi, tveggja og fimm ára gamla, reykja marijúana. Erlent 7.3.2007 17:53
Eldur á vélaverkstæði í Stapahrauni Eldur kviknaði á vélaverkstæði í Stapahrauni í Hafnarfirði um klukkan hálfsjö í kvöld. Allt tiltækt lið var kallað út vegna atviksins sem reyndist síðan ekki jafn mikið og óttast var. Eldurinn var í lítilli skemmu, í einu rými af þremur í henni. Engin hætta stafar af eldinum og ekki er óttast að hann breiðist út. Slökkviliðsmenn eru nú að fullvissa sig um að enginn eldur sé lengur í skúrnum og eru að rífa þakið af honum til þess. Innlent 7.3.2007 19:09
Ísland.is komið á netið Ferðum manna á opinberar stofnanir gæti fækkað, nú þegar íslenska vefgáttin ísland.is hefur verið opnuð. Það var forsætisráðherra sem fór fyrstur manna á slóðina. Innlent 7.3.2007 19:04
Snjóflóð á Ísafirði undanfarinn sólarhring Snjóflóð féll á varnargarðinn, við Sorpbrennslustöðina Funa á Ísafirði, á níunda tímanum í morgun. Innlent 7.3.2007 18:28
Launaleynd hugsanlega aflétt Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára. Innlent 7.3.2007 18:50