Sjáðu atvikið: Reiður Rúnar sá rautt Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var allt annað en ánægður þegar HK jafnaði undir lok leiks liðanna í kvöld. Hann fékk að launum reisupassann og hans menn fallnir niður um deild. 6.10.2024 19:22
Sjáðu vandræðalegt vítaklúður Viðars Viðar Örn Kjartansson hefur tekið betri vítaspyrnur á ferli sínum en hann gerði í leik KA og KR í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis í dag. 6.10.2024 15:22
Vaknar Árbærinn aftur? Fylkir berst fyrir tilverurétti sínum í Bestu deild karla er liðið sækir HK heim í Kórinn seinni partinn í dag. 6.10.2024 12:04
Sækja innblástur til kvennaliðsins: „Frábært að fylgjast með þessu“ Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, segir sína menn klára í slaginn fyrir stórleik kvöldsins við Val á Kópavogsvelli í 25. umferð Bestu deildar karla. Kvennalið sömu félaga mættust í gær þar sem Breiðablik stóð uppi sem Íslandsmeistari. 6.10.2024 11:47
Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Sigurður Pétursson, leikmaður Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta, þurfti að leita á náðir neyðarþjónustu tannlækna eftir leik liðsins við Álftanes í Forsetahöllinni á fimmtudagskvöldið. Hann var illa útleikinn eftir að hafa fengið olnboga á kjammann. 5.10.2024 10:01
Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 4.10.2024 16:31
Ratcliffe um Ten Hag: „Ekki mín ákvörðun“ Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe, meirihlutaeigandi Manchester United, segir framtíð Erik ten Hag, þjálfara liðsins, ekki vera í sínum höndum. Hann vill ekki segja til um hvort hann styðji við bak Hollendingsins. 4.10.2024 15:15
„Þá er ég mjög heimskur þjálfari“ Liverpool á fyrir höndum enn einn hádegisleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni er það sækir Crystal Palace heim á Selhurst Park á morgun. Jurgen Klopp kvartaði gjarnan undan því við fjölmiðla en eftirmaður hans í starfi nálgast það öðruvísi. 4.10.2024 13:45
Júlíus bætist við landsliðshópinn Júlíus Magnússon, leikmaður Fredrikstad í Noregi, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Enginn víkur fyrir honum í hópnum. 4.10.2024 11:41
„Fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik“ „Þetta er bara svekkjandi. Við vitum í svona leikjum þá er refsað fyrir öll mistök, ekki bara einstaklingsmistök heldur líka taktísk. Það gerðist fjórum sinnum í dag og þetta er mjög svekkjandi,“ segir Gísli Gottskálk Þórðarson eftir 4-0 tap Víkings ytra fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 3.10.2024 22:33
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent