Framrúðan brotin öðru sinni: „Vildi að þeir kynnu að skjóta“ Tom Cairney, leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni, virðist þurfa að athuga betur hvar hann leggur bifreið sinni á æfingasvæði félagsins. Öðru sinni brotnaði framrúða á bíl hans eftir skot frá leikmanni liðsins. 8.9.2023 16:47
„Þetta er náttúrulega ekki boðlegt“ Fyrrum handboltakonan og alþingismaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni fyrir umferð helgarinnar í Bestu deild kvenna. Farið var um víðan völl og meðal annars snert á aðstöðumálum sem hafa verið í deiglunni í vikunni. 8.9.2023 15:38
Þjóðverjar unnu Bandaríkin og fara í úrslit í fyrsta sinn Þýskaland verður mótherji Serbíu í úrslitaleik heimsmeistaramóts karla í körfubolta á sunnudaginn kemur. Þeir þýsku unnu sterkt lið Bandaríkjanna í undanúrslitum í Manila í dag. 8.9.2023 15:09
Svæfður í ellefu tíma meðan hann var flúraður Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys í NFL-deildinni, fór engan milliveg þegar hann lét flúra á sér fótlegginn á dögunum. Heljarinnar verk prýðir nú legg hans frá mjöðm niður að ökkla eftir heilmikla aðgerð. 8.9.2023 15:00
Rubiales ákærður og kallaður til skýrslutöku Saksóknaraembætti á Spáni hefur lagt fram ákæru á hendur Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir að Jenni Hermoso, leikmaður landsliðs Spánar, tilkynnti málið formlega á þriðjudag. 8.9.2023 14:40
Útilokar að sádísk lið spili í Meistaradeildinni Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, útilokar að lið frá Sádi-Arabíu taki þátt í keppnum á vegum sambandsins. Í síðasta mánuði var greint frá áhuga sádískra yfirvalda að koma liðum frá ríkinu að. 8.9.2023 13:30
Besta deildin vonbrigði: „Ekki margar sem hafa ýtt við mér“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að reynsluminni leikmenn þurfi að stíga upp í ljósi mikilla fráfalla landsliðskvenna í komandi landsliðsverkefni. Þó kveðst hann vonsvikinn með að fáir leikmenn í Bestu deild kvenna hafi gert raunverulegt tilkall til landsliðssætis. 8.9.2023 11:30
Serbar þægilega í úrslit Serbía mun leika til úrslita á HM karla í körfubolta sem fram fer í Filippseyjum, Japan og Indónesíu. Liðið lagði Kanada í undanúrslitum í Manila í morgun. 8.9.2023 11:00
„Upplifði hliðar á Gylfa sem ég hafði ekki séð áður“ Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, kveðst stoltur af Gylfa Þór Sigurðssyni, nýjum leikmanni liðsins. Hann og félagið muni aðstoða Gylfa Þór við að komast aftur inn í rytmann sem fylgir atvinnumennsku í fótbolta eftir tveggja ára útlegð hans frá íþróttinni. 2.9.2023 08:01
„Upp úr riðlinum, takk!“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ekki komna í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar til þess eins að taka þátt. Spennan sé mikil fyrir verkefninu. 1.9.2023 17:15