Fréttamaður

Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki

Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni.

Fimm­tán milljarða samningur tryggir Betri sam­göngum Keldna­land

Ríkissjóður og Betri samgöngur ohf. hafa gengið frá samningi sín á milli um að félagið taki við landsvæðinu við Keldur og Keldnaholt ásamt þeim réttindum og skyldum sem því tengjast. Landið er alls um 116 hektarar eða að svipaðri stærð og miðborg Reykjavíkur að flatarmáli.

Farþegar flugu í loftið í gríðarlegri ókyrrð

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum rannsakar nú atvik sem varð um borð í flugi Hawaiian Airlines frá Phoenix í til Havaí. Gríðarleg ókyrrð varð til þess að ellefu farþegar vélarinnar slösuðust alvarlega.

Eflingu hafi mark­visst verið haldið frá við­ræðum

Samninganefnd Eflingar og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittast í Karphúsinu klukkan eitt í dag, á fyrsta fundi undir stjórn ríkissáttasemjara frá því að kjaradeilunni var vísað þangað. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu.

Gríðar­legur gáma­veggur veldur usla

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur stefnt stjórnvöldum í Arisóna-ríki Bandaríkjanna vegna gámaveggs sem komið hefur fyrir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Gámunum er ætlað að stoppa upp í göt á landamærunum til að hefta för ólöglegra innflytjenda.

Sjá meira