Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gullni hringurinn í Vestur­bænum upp­skrift að drauma sunnu­degi

Skemmikrafturinn og framleiðandinn Sandra Barilli sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Mollýar, umboðsmanns strákasveitarinnar IceGuys í samnefndri gamanþáttaröð síðastliðið haust. Hún segist lítið fyrir að plana langt fram í tímann og er yfirleitt búin að framkvæma hlutina áður en hún nær að setja þá á blað. 

Fundu hvort annað hjá Val

Kristófer Acox leikmaður Vals í körfubolta og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir leikmaður Vals í fótbolta eru nýjasta ofurpar landsins. Parið hefur svipt hulunni af sambandinu á samfélagsmiðlum.

Egill og villta vestrið í Víkinni

Glaðlegi útvarpsmaðurinn Egill Ploder Ottósson fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu síðastliðið fimmtudagskvöld í Víkingsheimilinu í Fossvogi. Öllu var tjaldað til í veislunni sem var hin glæsilegasta þar sem um hundrað manns mættu og samfögnuðu í sannkallaðri country-stemningu.

Vilt þú taka þátt í fimmtu þátta­röð af Skreytum hús?

Vísir leitar nú að þátttakendum fyrir fjórðu þáttaröðina af Skreytum hús, sem sýndir eru hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Í þáttunum tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir rými í gegn og fá áhorfendur að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun.

Birgir og Lísa selja hús í sér­flokki

Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Play, og eiginkona hans Lísa Ólafsdóttir hafa sett glæsilegt hús við Hraunteig í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 205 milljónir.

Ofurhetjan Sólon selur í­búðina í Kópa­vogi

Einar Björn Þórarinsson, Ofurhetjan Sólon, og sambýliskona hans Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona, hafa sett íbúð sína við Ásakór í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 67,9 milljónir.

Tví­burarnir komnir með nafn

Victor Guðmunds­son, lækn­ir og tón­list­armaður, og Dagbjört Gudjohnsen Guðbrandsdóttir bráðalæknir hafa nefnt tvíburasyni sína. Drengirnir heita Máni og Stormur. Victor  greindi frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum í vikunni.

„Við hættum nú eigin­lega ekkert saman“

Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir, fyrrum forsetaframbjóðandi og fyrirsæta, og athafnamaðurinn Þórður Daníel Þórðarson eru enn saman. Ásdís segir að um misskilning hafi verið að ræða. 

Stjörnubrúðkaup á Siglu­firði: „Partý sem fór hálf­partinn úr böndunum“

Snorri Másson fjölmiðlamaður og Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play giftu sig við hátíðlega athöfn á Siglufirði liðna helgi þar sem þjóðlegt þema einkenndi herlegheitin í ljósi áttatíu ára lýðveldisafmælisins. Um hundrað og fimmtíu gestir mættu í gleðskapinn. Lúðrasveit, skrúðganga og íslenski fáninn settu sterkan svip á daginn.

Sjá meira