varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Framúrkeyrsla stofnana mikið áhyggjuefni

Hækkun verðbólgu umfram allar spár er mikið áhyggjuefni segir fjármálaráðherra. Hann gagnrýnir framúrkeyrslu stofnanna og segir að tekið verði á því í næstu fjármálaáætlun. Engar auðveldar leiðir séu í boði þegar mönnum hafi mistekist á ná tökum á verðbólgunni.

Óraunhæft að Reykjavíkurborg leysi ein úr vandanum

Það er óraunhæft að leggja þá kröfu á Reykjavíkurborg að halda nánast ein úti þjónustu við heimilislausa, segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Yfirfull neyðarskýli sýni fram á brýna þörf á fleiri búsetuúrræðum og ríkið þurfi að koma að borðinu til þess að bæta stöðuna.

Rannsaka eigi gagnsemi þess að gefa veikasta hópnum morfín

Hrinda ætti af stað rannsókn hér á landi þar sem fólki með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda væri gefið morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, að mati sérfræðings í skaðaminnkun. Sambærileg viðhaldsmeðferð hafi gefið mjög góða raun í nágrannalöndum.

„Gætu losnað undan hælnum á þeim sem útvegar efnin“

Fleiri konur og með þyngri vímuefnavanda leita nú í Konukot en áður. Forstöðukona segir þær lifa undir hælnum á fólki sem útvegar þeim efnin og telur brýna þörf á sérhæfðari úrræðum og nýrri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm.

„Við erum að sjá að fólk er að deyja“

Það er lífsnauðsynlegt að opna dagsetur fyrir heimilislausa þar sem menn geta leitað skjóls, ræktað áhugamálin sín og fengið viðeigandi aðstoð. Þetta segir foringi hjá Hjálpræðishernum sem gagnrýnir stjórnmálamenn fyrir seinagang.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Enn er setið á fundi í Karphúsinu þar sem samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa rætt málin síðan í morgun. Við verðum í beinni útsendingu þaðan í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir nýjustu vendingar.

Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos

Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt.

Hætta á að skriðuspýjur fari á vegi

Veðurstofan varar við skriðuhættu á sunnan- og vestanverðu landinu samhliða mikilli úrkomu og leysingum. Skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni telur ekki hættu á að skriður falli í byggð en að einhverjar spýjur gætu farið á vegi.

Sjá meira