
Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld
Sögulegur landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í dag. Formannsslagurinn stendur í fyrsta sinn á milli tveggja kvenna og Bjarni Benediktsson flutti kveðjuræðu sína sem formaður flokksins nú síðdegis. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Valhöll þar sem Sjálfstæðismenn í Reykjavík verða saman komnir, hittum landsfundargesti og athugum hvort þeir hafi gert upp hug sinn og heyrum í Bjarna Benediktssyni sem segist nú stiginn út af hinu pólitíska sviði.