Íþróttafréttamaður

Stefán Árni Pálsson

Stefán Árni er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“

Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða.

Ingó kominn í sótthreinsibransann

„Ég veit ekki eiginlega hvar ég á að byrja með þessa sögu en hún tengist í raun öllu síðasta ári. Maður var orðin svolítið leiður á því að vera gigga allar helgar á milli staða. Svo kemur þetta ástand og það var bara fínt, ég fékk smá pásu frá giggunum,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð sem er byrjaður að flytja inn nýjar vörur sem kallast X-Mist og eru sótthreinsibrúsar.

Árið 2020 var sérstaklega erfitt hjá Viðari Skjóldal

„Þetta var heldur betur árið sem átti að vera alveg frábært og í dag er ég giftur með þrjú börn og konu,“ segir Viðar Skjóldal, betur þekktur sem Enski, sem hefur verið fyrirferðamikill á Snapchat síðustu ár og vakið þar mikla athygli. Hann mætti í Harmageddon á X-inu í gær og fór yfir liðið ár.

„Gjörsamlega breytti mínu lífi“

Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur sagði frá því í Íslandi í dag fyrir ári síðan hvernig hún náði sér eftir alvarlegan taugasjúkdóm og lömun og náði að stíga upp úr hjólastólnum og ná fullri heilsu, meðal annars með breyttu mataræði og lífsstíl og með því að huga að andlegri heilsu.

Sjá meira