Þriðji táningurinn frá Ítalíu til Vals Hlynur Freyr Karlsson er genginn í raðir knattspyrnuliðs Vals. Hlynur, sem verður 19 ára í apríl, kemur til félagsins frá Bologna á Ítalíu þar sem hann lék fyrir U19-liðið. Hann er fyrirliði U19-landsliðs Íslands. 7.2.2023 16:30
„Væntanlega að biðja til allra guða sem til eru“ „Markvarsla Hauka á tímabilinu hefur í raun og veru ekki verið boðleg,“ segir Stefán Árni Pálsson í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. 7.2.2023 15:31
Ók 300 kílómetra til að fá áritanir Vals fyrir stórleikinn í kvöld Valsmenn eiga fyrir höndum sannkallaðan stórleik í kvöld þegar þeir mæta Flensburg í Þýskalandi í Evrópudeildinni í handbolta. 7.2.2023 13:01
ÍSÍ og ÍF mótmæla mögulegri þátttöku Rússa og Hvít-Rússa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, og Íþróttasamband fatlaðra, hafa ásamt sams konar samböndum á Norðurlöndum sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við umræðu um mögulega endurkomu rússnesks íþróttafólks til keppni í alþjóðlegum mótum. 7.2.2023 12:13
Katla Björg, Gauti og Jón Erik fyrir Íslands hönd á HM Heimsmeistaramótið í alpagreinum er hafið og eftir viku verða fulltrúar Íslands mættir á mótið, sem fram fer í Courchevel Meribel í Frakklandi. 7.2.2023 11:25
„Rosalega frústrerandi“ að trúa því að maður geti betur Kolbeinn Höður Gunnarsson er fljótasti maður landsins en hann hefur á skömmum tíma slegið Íslandsmetin í 60 og 200 metra hlaupi innanhúss. Hann segist nú vera að sýna nokkuð sem hann vissi lengi að hann gæti. 7.2.2023 09:01
„Búin að vera að drepast í hásinunum í tvö og hálft ár“ „Það er þungu fargi af mér létt að ég hafi ekki bara verið að ímynda mér eitthvað, því þetta hefur angrað mig mjög lengi,“ segir Lovísa Thompson, landsliðskona í handbolta, sem hefur komist að rót meins sem hefur plagað hana í tvö og hálft ár. 7.2.2023 08:01
Uppfært: Atsu enn ófundinn Ekki hefur tekist að bjarga ganverska fótboltamanninum Christian Atsu úr rústum byggingar eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi í fyrrinótt. 7.2.2023 07:32
Gauti meiddist með finnska landsliðinu og missir af leiknum í kvöld Óvissa ríkir um það hvenær Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, lykilmaður í handboltaliði Fram, getur spilað með liðinu í Olís-deildinni eftir að hann meiddist illa í ökkla. 6.2.2023 16:00
Sú reynslumesta ekki með í fluginu í dag Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur neyðst til að gera eina breytingu á leikmannahópi sínum sem í dag ferðast til Ungverjalands. 6.2.2023 11:31