Bein útsending: Kínverjar senda þrjá geimfara til geimstöðvarinnar Þremur geimförum verður í dag skotið á braut um jörðu frá Kína. Þar munu geimfararnir vera í hálft ár að vinna við gerð geimstöðvar Kína. Shenzhou-13 er annað af fjórum mönnuðum geimskotum Kína á meðan verið er að klára geimstöðina. 15.10.2021 16:00
Hrökk upp við að loftsteinn lenti í rúminu Kanadísk kona slapp með skrekkinn þegar loftsteinn hrapaði í gegnum þakið á húsi hennar og lenti í rúminu við hliðina á henni. Ruth Hamilton vaknaði með látum á heimili hennar í Bresku Kólumbíu fyrr í mánuðinum en hún hélt fyrst að tré hefði fallið á húsið. 15.10.2021 13:46
Streymisleitarvélin JustWatch orðin aðgengileg Íslendingum Streymisleitarvélin JustWatch er nú aðgengileg á Íslandi með íslensku viðmóti. Þjónustan á að gera notendum auðveldara að finna þætti og kvikmyndir til að horfa á og er JustWatch með meira en tuttugu milljónir notenda í 57 löndum. 15.10.2021 12:30
„Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15.10.2021 12:21
Tugir þúsunda sagðir hafa fengið rangar niðurstöður úr skimun Búið er að loka skimunarstöð í Bretlandi vegna þess að fjöldi fólks fékk ranga niðurstöðu úr Covid-skimun. Áætlað er að prófum sem tekin voru hafi rangar niðurstöður verið gefnar í 43 þúsund tilvikum. 15.10.2021 10:17
Rakang Thai og Blásteini lokað: Erfið ákvörðun en ákveðinn léttir Veitingastaðnum Rakang Thai og sportbarnum Blásteini í Hraunbænum var lokað í síðustu viku. Guðmundur Ingi Þóroddsson, eigandi staðanna, segir undanfarin ár hafa reynst mjög erfið í rekstri vegna Covid-19. Ákvörðunin hafi verið erfið en henni fylgi ákveðinn léttir. 15.10.2021 08:00
EA Sports íhuga að slíta sambandinu við FIFA Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins EA Sports eru sagðir íhuga að slíta sambandi þeirra við FIFA-fótboltasambandið. Það fæli í sér að breyta nafni fótboltaleikjanna vinsælu. Meðal annars er það vegna þess að leiðtogar FIFA vilja meira ein milljarð dala á fjögurra ára fresti. 14.10.2021 15:37
Skerða frelsi læknis sem aðstoði Navalní Rússneskur dómstóll skerti verulega ferðafrelsi læknis sem annaðist Alexei Navalní eftir að sterkum efnum var skvett í augað á honum árið 2017 og hefur stutt við bakið á honum. Anastasia Vasilyeva var dæmd fyrir að brjóta gegn sóttvarnarreglum með því að hvetja fólk til að taka þátt í mótmælum gegn fangelsun Navalnís fyrr á þessu ári. 14.10.2021 14:45
Bogmaðurinn í Kongsberg nafngreindur Maðurinn sem myrti fimm og særði tvo alvarlega í Noregi í gærkvöldi heitir Espen Andersen Bråthen. Hann var handtekinn eftir árásina og er nú til rannsóknar hjá geðlæknum. 14.10.2021 13:23
Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14.10.2021 11:34