Vill borga óbólusettum löggum fyrir að flytja til Flórída Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, ætlar að greiða óbólusettum lögregluþjónum fimm þúsund dali fyrir að flytja til ríkisins og starfa þar. Hann segir vöntun á lögreglunum og segir að betur verði komið fram við þá en annars staðar þar sem lögregluþjónum er gert að fara í bólusetningu við Covid-19. 25.10.2021 16:49
Frestar útgáfu Kennedy-skjalanna aftur Hvíta húsið tilkynnti á föstudaginn að skjöl sem snúa að morði John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verði ekki opinberuð strax. Opinberuninni verði frestað vegna Covid-19 þar sem sérfræðingar þurfi meiri tíma til að fara yfir skjölin og tryggja að þau innihaldi engin leyndarmál. 25.10.2021 14:52
Rússar gera umfangsmikla töluvárás í Bandaríkjunum Sérfræðingar Microsoft og aðrir netöryggissérfræðingar vestanhafs segja Leyniþjónustu Rússlands standa fyrir umfangsmikilli netárás á Bandaríkin. Rússneskir tölvuþrjótar séu að reyna að brjóta sér leið inn í tölvukerfið þúsunda stofnan, fyrirtækja og hugveita í Bandaríkjunum. 25.10.2021 13:15
Sjö starfsmenn lögreglunnar í einangrun og tíu í sóttkví Sjö starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru í einangrun og tíu í sóttkví vegna Covid-19. Verið er að skima fyrir kórónuveirunni innan lögreglunnar og fara um tvö hundruð starfsmenn í skimun. 25.10.2021 11:30
Fundu beinagrind drengs og þrjá bræður hans sem höfðu verið yfirgefnir í marga mánuði Lögregluþjónar í Houston í Bandaríkjunum fundu í gær lík níu ára barns í yfirgefinni íbúð í borginni. Auk þess fundust þrír drengir sem sögðu bróðir þeirra hafa verið dáinn í íbúðinni í um það bil ár. 25.10.2021 11:17
Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25.10.2021 10:39
Uppvakningaveiðar í Sandkassanum Strákarnir í Sandkassanum ætla á uppvakningaveiðar í kvöld. Það munu þeir gera í samspilunarleiknum Back 4 Blood. 24.10.2021 19:31
Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22.10.2021 23:58
183 fermetrar á 170 milljónir 183,4 fermetra hús á Seltjarnarnesi er til sölu fyrir 170 milljónir. Húsið er byggt árið 1973 og þar eru þrjú svefnherbergi, fjögur baðherbergi, bílskúr og þvottahús. 22.10.2021 23:02
Boston og NBA í bobba í Kína Stjórnvöld Bandaríkjanna gagnrýndu í dag hvernig ráðamenn í Kína hafa beitt sér gegn NBA-deildinni. Það er í kjölfar þess að áhorfendum í Kína var meinað að horfa á leiki Boston Celtics í kjölfar gagnrýnna ummæla eins leikmanns í garð kínverskra stjórnvalda. 22.10.2021 22:13