Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25.1.2022 11:08
Kallaði blaðamann Fox heimskan tíkarson Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, kallaði Peter Doocy, blaðamann Fox, heimskan tíkarson í gær. Biden virtist ætla að hvísla það en blótaði óvart í hljóðnema. 25.1.2022 09:47
Mánudagsstreymið: Geimdvergar, skóflur og skotbardagar Strákarnir í GameTíví ætla að taka honum stóra sínum í kvöld og spila geimdvergaleikinn Deep Rock Galactic. Þar þurfa þeir að hjálpast að við að safna auðlindum í umfangsmiklum hellum og skjóta heilu hjörðirnar af óvinveittum geimverum. 24.1.2022 19:31
Sandkassinn: Berjast fyrir lífinu í Raft Strákarnir í Sandkassanum munu þurfa að berjast fyrir lífum þeirra í streymi kvöldsins. Þá ætla þeir að spila leikinn Raft, sem gengur út að byggja upp fleka og lifa af út á ballarhafi. 23.1.2022 19:32
Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. 23.1.2022 17:07
Forsætisráðherrann frestaði brúðkaupinu vegna Covid-19 Jacinda Arden, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur frestað brúðkaupi sínu í aðdraganda þess að ríkisstjórn hennar herðir sóttvarnarreglur. Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er í töluverðri dreifingu á Nýja-Sjálandi þessa dagana. 23.1.2022 15:50
Einn hamstur reyndist með Covid Einn af 77 hömstrum sem íbúar Hong Kong skiluðu til lógunar á dögunum reyndist smitaður af Covid-19. Alls hefur rúmlega tvö þúsund hömstrum verið lógað í Hong Kong á undanförnum dögum eftir að nokkrir þeirra greindust smitaðir í gæludýrabúð. 23.1.2022 14:50
Franskur ævintýramaður fannst látinn við Asóreyjar Hinn 75 ára gamli ævintýramaður Jean-Jacques Savin fannst í gær látinn undan ströndum Asóreyja. Í byrjun árs lagði hann af stað á sérsmíðuðum bát sem hann ætlaði að róa yfir Atlantshafið. 23.1.2022 13:58
Eiga fimm hundruð metra eftir á toppinn Þeir Arnar Hauksson og Sebastian Garcia eru nú nærri því að ná á topp Aconcague, hæsta fjalls Ameríku. Myndlistarmaðurinn Tolli ætlaði á topp fjallsins en hætt við í gær. Þeir Arnar og Sebastian áttu einungis fimm hundruð metra eftir á toppinn í morgun. 23.1.2022 12:33
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Heilbrigðisráðherra kveðst hafa allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum til skoðunar. Forstjóri Landspítalans segir að ef farið verði í afléttingar þurfi að gera það í fáum en öruggum skrefum. Ástandið hefur batnað á spítalanum að sögn yfirlæknis. 23.1.2022 11:56