Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fleiri en þúsund látnir vegna gífur­legra flóða

Að minnsta kosti 604 eru látnir eftir mikil flóð á Indónesíu og að minnsta kosti 464 er enn saknað. Í heildina er vitað til þess að rúmlega þúsund manns hafi dáið vegna flóða í þremur löndum í Suðaustur-Asíu og er rúmlega átta hundruð saknað.

Mið­flokkurinn á­fram á flugi

Miðflokkurinn mælist með 19,5 prósenta fylgi og hefur bætt við sig rúmum þremur prósentustigum á mánuði. Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn hér á landi með 31,1 prósenta fylgi. Flestir aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum eða með aðeins minna fylgi en í síðasta mánuði.

Tugir látnir eftir flóð í Taí­landi og Indónesíu

Að minnsta kosti 145 eru látnir eftir mikil flóð í suðurhluta Taílands. Dregið hefur úr flóðunum og eru gífurlegar skemmdir að líta dagsins ljós. Áætlað er að flóðin hafi haft áhrif á um 1,2 milljónir heimila og um 3,6 milljónir manna í tólf héruðum Taílands.

Starfs­manna­stjóri Selenskís segir af sér

Andrí Jermak, áhrifamikill starfsmannastjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, hefur sagt af sér. Forsetinn segir að umfangsmiklar breytingar verði gerðar á skrifstofu forsetaembættisins en Jermak sagði af sér eftir að hann var bendlaður við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu.

Kynnir stóran pakka um fjöl­miðla í næstu viku

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi.

Rann­saka af­töku her­manna á tveimur mönnum í Jenín

Dómsmálaráðuneyti Ísrael rannsakar nú ísraelska landamæraverði sem skutu tvo grunaða vígamenn til bana á Vesturbakkanum í gær. Það var gert eftir að mennirnir gáfust upp fyrir landamæravörðum. Myndband af aftökunni í Jenin fór í dreifingu í gær.

Belgar óttast að þurfa að endur­greiða Rússum

Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu.

Hús­leit hjá starfs­manna­stjóra Selenskís

Rannsakendur tveggja stofnana sem rannsaka spillingu í Úkraínu framkvæmdu í morgun húsleit hjá Andrí Jermak, starfsmannastjóra Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, og æðsti samningamaður hans. Er það vegna mögulegra tengsla hans við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu sem snýr að umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum varðandi ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver.

Keyrði þvert yfir Banda­ríkin til að skjóta tvo her­menn

Afganski maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tvo þjóðvarðliða skammt frá Hvíta húsinu í gær keyrði þvert yfir Bandaríkin til að gera árásina. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en maðurinn er sagður hafa starfað með Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Afganistan á árum áður og fékk hæli fyrr á þessu ári.

Heljarinnar verð­munur á sömu flug­ferðinni

Maður sem var að leita sér að flugmiða frá Keflavík til Prag í febrúar sá að mikill verðmunur var á verði flugferðarinnar, eftir því hvort hún var bókuð á vef Icelandair eða vef SAS. Það er þrátt fyrir að hann hafi skoðað nákvæmlega sömu ferðina, sem farin verður í flugvélum beggja félaga.

Sjá meira