William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Hinn 18 ára gamli William Cole Campbell kom inn af varamannabekk Borussia Dortmund áður en liðið skoraði það sem reyndist sigurmarkið gegn Sturm Graz í Meistaradeild Evrópu. 5.11.2024 22:32
„Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ „Alltaf mjög gaman að koma heim, hitta strákana og spila fyrir Ísland. Það er alltaf geggjað,“ sagði Elvar Örn Jónsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta og Melsungen í Þýskalandi. 5.11.2024 21:01
Ísland náði jafntefli gegn Spáni Íslenska U-17 ára lið drengja í knattspyrnu gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Spán í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. Báðar þjóðirnar höfðu þegar tryggt sér sæti í næsta stigi undankeppninnar fyrir leik kvöldsins en fyrsta sætið var engu að síður undir. 5.11.2024 20:31
PSV og Zagreb skoruðu fjögur Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu er nú lokið. PSV og Dinamo Zagreb unnu bæði nokkuð þægilega sigra. 5.11.2024 20:02
Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Tvö sigursælustu lið í sögu Meistaradeildar Evrópu, Real Madríd og AC Milan, áttust við á Santiago Bernabéu í kvöld. Fór það svo að gestirnir frá Mílanó unnu frábæran 3-1 sigur og slakt gengi Real heldur því áfram. 5.11.2024 19:32
Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Eftir markalausan fyrri hálfleik þá vann Liverpool 4-0 stórsigur á lærisveinum Xabi Alonso í Bayer Leverkusen. 5.11.2024 19:32
Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Rúben Amorim stýrði Sporting í síðasta sinn á heimavelli þegar liðið tók á móti Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Amorim tekur við Man United síðar í þessum mánuði og stuðningsfólk Rauðu djöflanna slefar eflaust yfir tilhugsuninni eftir ótrúlegan 4-1 sigur Sporting í kvöld. 5.11.2024 19:32
Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Knattspyrnufélag Reykjavíkur staðfesti í dag að Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson yrðu áfram þjálfarar kvennaliðs félagsins sem leikur í Lengjudeild kvenna á næsta ári. Þeir félagar stýrðu liðinu upp úr 2. deildinni í ár og fá nú tækifæri til að gera gott betur. 5.11.2024 18:45
Frestað vegna veðurs Leik HK og ÍBV í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik hefur verið frestað vegna veðurs. Frá þessu greinir HSÍ, Handknattleikssamband Íslands. 5.11.2024 18:01
Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði „Ég verð að segja að við vorum með heppnina með okkur í liði á köflum,“ sagði Ruud van Nistelrooy, tímabundinn þjálfari Manchester United eftir 5-2 sigur liðsins á Leicester City í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Rauðu djöflarnir mæta Tottenham Hotpsur í 8-liða úrslitum. 31.10.2024 07:03