Snæfríður Sól í undanúrslit Snæfríður Sól Jórunnardóttur synti af gríðarlegu öryggi í 200 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum sem fram fara í París. Hún endaði í 5. sæti í sínum undanriðli og tryggði sér inn í 16 keppenda undanúrslit. Keppni í þeim fer fram síðar í kvöld. 28.7.2024 10:28
Meiðslamartröð Man Utd heldur áfram Manchester United tapaði 2-1 gegn Arsenal er liðin mættust í vináttuleik í Bandaríkjunum í nótt. Rasmus Höjlund kom Man United yfir áður en hann fór meiddur af velli. Leny Yoro, hinn nýi miðvörður Manchester-liðsins, fór einnig af velli meiddur. 28.7.2024 10:21
Varð allt vitlaust eftir sigur Palestínumannsins Belal UFC 304 fór fram í nótt, þar var að venju keppt í blönduðum bardagalistum. Fór allt í hund og kött eftir að Palestínumaðurinn Belal Muhammad hafði betur gegn Leon Edwards frá Englandi í aðalbardaga kvöldsins. 28.7.2024 09:31
Stærstu deildir Evrópu ætla að kæra FIFA vegna misnotkunar á valdi Stærstu deildir Evrópu, þar á meðal ensku úrvalsdeildarinnar, ætla sér að kæra FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, fyrir að misnota vald sitt og ógna velferð leikmanna. 24.7.2024 07:01
Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og hafnabolti Besta deild kvenna í fótbolta og MLB-deildin í hafnabolta á hug okkar allan á Stöð 2 Sport í dag. 24.7.2024 06:00
Morata og Rodri í vandræðum eftir söng sinn um Gíbraltar Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákært Evrópumeistarana Álvaro Morata og Rodri vegna söngva sem þeir sungu er Spánverjar fögnuðu sigri á Evrópumóti karla nýverið. 23.7.2024 23:31
Ætlar að þagga niður í þeim sem segja ljóta hluti um sig á veraldarvefnum Beto, framherji Everton, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Hann ætlar sér að þagga niður í þeim sem hata og er með skjáskot af hinum ýmsu ummælum á netinu til að hvetja sig áfram. 23.7.2024 22:45
Mexíkó ræður Aguirre í þriðja skiptið Javier Aguirre hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Mexíkó í knattspyrnu í þriðja sinn. Goðsögnin Rafael Márquez verður aðstoðarþjálfari en hann spilaði á sínum tíma 147 A-landsleiki. 23.7.2024 22:01
Reynsluboltinn Rasmus í Gróttu Miðvörðurinn Rasmus Christiansen er genginn í raðir Gróttu og mun þar mynda eitt reyndasta miðvarðapar Lengjudeildar karla í fótbolta ásamt Aroni Bjarka Jósepssyni. 23.7.2024 21:15
Mæðgurnar þjálfa saman hjá Val í vetur Mæðgurnar Sigríður Unnur Jónsdóttir og Ásdís Þóra Ágústsdóttir munu þjálfa saman í vetur en þær voru á dögunum kynntar sem þjálfarar 4. flokks Vals í handbolta. Ásdís Þóra er einnig leikmaður meistaraflokks Vals á meðan Sigríður Unnur hefur verið viðloðin þjálfun undanfarin ár. 23.7.2024 20:31