Myndir: Mikið fjör á æfingu Íslands Íslenskir fjölmiðlar eru mættir til Crewe í Englandi þar sem íslenska kvennalandsliðið er búsett á meðan Evrópumótið í fótbolta fer fram. 7.7.2022 15:00
Kolbeinn snýr aftur í hringinn Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson snýr aftur í hringinn þann 10. ágúst næstkomandi er hann mætir Rodney Moore í Detroit í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 7.7.2022 14:01
Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7.7.2022 12:00
Þrír dagar í EM: Elskar að pirra Dagnýju og borða bananabrauð en hatar banana Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins en Ísland hefur leik þann 10. júlí. Þýskalandsmeistarinn Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, er næst á dagskrá. 7.7.2022 11:00
Mead sá til þess að England byrjaði á sigri Beth Mead, 27 ára framherji Arsenal, sá til þess að England byrjaði Evrópumótið á sigri er enska landsliðið vann Austurríki 1-0 fyrir framan troðfullan Old Trafford. Tæpara mátti það þó ekki vera. Markið má sjá hér að neðan. 7.7.2022 10:30
Ætlum okkur stóra hluti en auðvitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því „Ég skal alveg játa það að þetta er ógnarsterkur riðill. Það er kannski helst að við fáum úr þriðja styrkleikaflokki – Ungverjar í okkar tilfelli – sem eru ógnarsterkt lið. Það svona gerir þennan riðil mjög erfiðan,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, er hann var spurður út í riðil Íslands á HM í handbolta. 7.7.2022 10:01
Þessir þurfa að sanna sig upp á nýtt Stærstu knattspyrnufélög Evrópu eru byrjuð að æfa fyrir komandi leiktíð. Þó nokkur félagaskipti hafa vakið athygli en mögulega eru það helst leikmenn sem eiga enn eftir að staðfesta hvar þeir spila á komandi tímabili sem hafa mest að sanna. 7.7.2022 09:01
Wilshere ekki áfram hjá AGF Danska úrvalsdeildarfélagið AGF hefur staðfest að enski miðjumaðurinn Jack Wilshere verði ekki áfram á mála hjá félaginu. Hann samdi við AGF í febrúar á þessu ári en samningur hans verður ekki endurnýjaður. 6.7.2022 16:45
Óli Valur mögulega á leið til Svíþjóðar Sænska úrvalsdeildarfélagið Sirius hefur mikinn áhuga á Óla Val Ómarssyni, hægri bakverði Stjörnunnar og einni skærustu stjörnu Bestu deildar karla í fótbolta. 6.7.2022 14:01
Uppselt á Old Trafford þar sem England hefur leik á EM Það er gríðarleg spenna fyrir Evrópumóti kvenna í fótbolta sem hefst síðar í dag þegar England mætir Austurríki á Old Trafford. Uppselt er á leikinn og er Englendingurinn þegar farinn að velta fyrir sér, er hann að koma heim? 6.7.2022 13:31