Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. 18.7.2022 23:55
Gylfi Þór mætti aftur á leik Íslands: Knúsaði og kyssti frænku sína Gylfi Þór Sigurðsson mætti aftur á leik íslenska kvennalandsliðsins til að styðja við bakið á liðinu og þá sérstaklega frænku sinni, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Farbann Gylfa Þórs er útrunnið og lögreglan í Manchester vill ekki gefa upp hvað gerist næst. 18.7.2022 23:16
Fyrirliðanum fannst Ísland ekki eiga skilið að falla úr leik eftir frammistöðu kvöldsins „Jákvæða er að við erum taplausar en það neikvæða er að við komumst ekki upp úr riðlinum,“ sagði fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Frakklands í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta. 18.7.2022 22:45
„Skildum allt eftir út á vellinum“ „Það eru orð að sönnu. Þetta er ótrúlega súrt, þetta svíður,“ sagði Sandra Sigurðardóttir um sín fyrstu viðbrögð eftir úrslit kvöldsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta þar sem Ísland féll úr leik eftir hetjulegt jafntefli við Frakkland. 18.7.2022 22:33
„Tek mikinn lærdóm og reynslu með mér“ „Það var þungt yfir hópnum, þetta var mjög svekkjandi. Markmiðið var að komast áfram en það tókst ekki,“ sagði Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í viðtali eftir 1-1 jafntefli Íslands og Frakklands á EM kvenna í fótbolta í kvöld. 18.7.2022 22:10
Belgía í átta liða úrslit Belgía vann Ítalíu 1-0 í hinum leik D-riðils í kvöld. Hefði leikurinn endað með jafntefli hefði Ísland farið áfram en því miður vann Belgía og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum. 18.7.2022 21:05
Zinchenko á leiðinni til Arsenal Skytturnar halda áfram að kaupa varamenn af Englandsmeisturum Manchester City. Næstur inn er hinn fjölhæfi Oleksandr Zinchenko. Hann mun kosta 30 milljónir punda en heildarkaupverðið gæti numið 32 milljónum þegar fram líða stundir. 18.7.2022 20:01
Valgeir Lunddal og félagar aftur á toppinn Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn af bekknum er BK Häcken vann 5-1 útisigur á Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Danmörku kom Aron Elís Þrándarson einnig inn af bekknum en lið hans OB tapaði 0-2 fyrir Nordsjælland. 18.7.2022 19:15
Mikil spenna á íslenska stuðningsmannasvæðinu fyrir leik dagsins Það var steikjandi hiti á stuðningsmannasvæðinu í Rotherham þar sem íslensku stuðningsmennirnir komu saman í aðdraganda leiksins mikilvæga á móti Frökkum. Svava Kristín Grétarsdóttir tók út stemninguna. 18.7.2022 18:10
Sex breytingar á byrjunarliði Frakklands Byrjunarlið Frakklands fyrir leik kvöldsins í leiknum mikilvæga í D-riðli Evrópumóts kvenna er töluvert breytt liðinu sem hóf leikinn gegn Ítalíu á dögunum. Alls eru sex breytingar á byrjunarliði liðsins. 18.7.2022 18:00