Fjölnir vann óvæntan sigur á Val | Fram fór létt með Leikni Tveir leikir fóru fram í Reykjavíkurmóti karla í knattspyrnu í kvöld. Fjölnir vann einkar óvæntan sigur á Val að Hlíðarenda á meðan Fram vann öruggan sigur á Leikni Reykjavík. 12.1.2023 20:50
Ísland henti frá sér sigrinum Ísland glutraði niður eins marks forystu í vináttuleik gegn Svíþjóð í kvöld. Svíar skoruðu tvívegis undir lok leiks og unnu 2-1 sigur eftir að Sveinn Aron Guðjohnsen hafði komið Íslandi yfir í fyrri hálfleik. 12.1.2023 19:55
Bein útsending: Toppslagur í Ljósleiðaradeildinni Í kvöld eru þrjár viðureignir úr Ljósleiðaradeildinni í beinni útsendingu Stöð 2 E-Sport sem og í spilaranum neðst í þessari frétt. Helst ber að nefna viðureign Þórs og Atlantic en um er að ræða toppslag deildarinnar. 12.1.2023 19:00
Grænhöfðaeyjar unnu sinn fyrsta sigur í sögu HM | Ungverjar fóru létt með S-Kóreu Fyrstu fjórir leikir dagsins á HM í handbolta eru búnir. Ungverjar unnu öruggan sigur á Suður-Kóreu en liðin eru í D-riðli, sama riðli og Ísland leikur í. Slóvenía fór létt með Sádi-Arabíu, Grænhöfðaeyjar unnu Úrúgvæ og Íran kom til baka gegn Síle. 12.1.2023 18:45
Jesper mun ekki spila á Íslandi næsta sumar Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård hefur samið við B-deildarliðið Fredericia í heimalandinu. Hann mun því ekki spila fótbolta á Íslandi næsta sumar en eftir að samningi hans við Val var rift opinberaði Jesper að hann væri til í að vera áfram hér á landi ef rétt tilboð bærist. 12.1.2023 18:00
Nei eða Já: „Verðum eiginlega að fá Lakers inn í þetta“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort Memphis Grizzlies ætti að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum, hversu gott umspilið verður, hversu góður Nikola Jokić er að senda boltann og hvort Anthony Edwards á bjartari framtíð en LaMelo Ball. 10.1.2023 09:01
Hamlin útskrifaður af sjúkrahúsi Damar Hamlin, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins gegn Cincinatti Bengals á mánudagskvöldið 2. janúar. 10.1.2023 07:00
Dagskráin í dag: Ljósleiðaradeildin og Lokasóknin Farið verður yfir síðustu umferð deildarkeppninnar í NFL deildinni í Lokasókninni sem er á sínum stað klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. 10.1.2023 06:01
Margrét hitti goðsögnina Buffon strax á fyrsta degi Margrét Árnadóttir samdi við lið Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á dögunum. Hún var vart lent á Ítalíu þegar hún hafði fengið sjálfu með einni af skærustu stjörnum Parma, goðsögninni Gianluigi Buffon. 9.1.2023 23:30
Gott gengi Nets í hættu: Durant með tognað liðband Kevin Durant, stórstjarna Brooklyn Nets í NBA deildinni, er með tognað liðband í hægra hné og verður frá næstu vikurnar. Þetta setur gott gengi liðsins í hættu en það er sem stendur í 2. sæti Austurdeildar. 9.1.2023 23:01