Inter lagði nágranna sína örugglega og lyfti Ofurbikarnum Úrslit ítalska ofurbikarsins, þar sem lands- og bikarmeistarar Ítalíu mætast, fór fram í Riyadh í Sádi-Arabíu í kvöld. Fór það svo að Inter vann öruggan 3-0 sigur á nágrönnum sínum í AC Milan. 18.1.2023 21:20
Svíar ekki í vandræðum með Ungverja Svíþjóð lenti ekki í teljandi vandræðum með lið Ungverjalands í fyrsta leik liðanna í milliriðli á HM í handbolta, lokatölur 37-28 Svíum í vil. Ísland mætir Svíþjóð í Gautaborg á föstudaginn í leik sem Ísland verður í raun að vinna. 18.1.2023 21:00
Sverrir Ingi og félagar með óvæntan bikarsigur á Panathinaikos Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði PAOK sem vann 2-0 sigur á Panathinaikos í fyrri viðureign liðanna í grísku bikarkeppninni í fótbolta. 18.1.2023 20:46
Góður leikur Elínar Jónu dugði ekki að þessu sinni Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti góðan leik í marki Ringköbing í dönsku úrvalsdeildinni í handbolt aí kvöld. Það dugði þó ekki að þessu sinni. 18.1.2023 20:25
Twitter yfir sigri kvöldsins: „Elliði er snillingur“ Ísland vann tíu marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik liðanna í milliriðli á HM í handbolta, lokatölur 40-30 Íslandi í vil. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, rúllaði vel á liði sínu í dag og fengu allir leikmenn liðsins mínútur. Það má þó segja að leikmenn Grænhöfðaeyja hafi stolið senunni á Twitter. 18.1.2023 20:06
„Að vinna Svía á heimavelli er næst á dagskrá“ „Við unnum og ég spilaði mikið, það er fínt,“ sagði Janus Daði Smárason eftir tíu marka sigur Íslands á Grænhöfðaeyjum í milliriðli á HM í handbolta. 18.1.2023 19:45
„Mjög ánægður með að fara af velli með tíu marka sigur“ „Ég vil segja það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er hann var spurður hvort frammistaða Íslands í sigrinum gegn Grænhöfðaeyjum í kvöld hefði ekki verið fagmannleg. 18.1.2023 19:16
Gísli Þorgeir strax farinn að hugsa um næsta leik: „Ætlum okkur sigur á móti Svíum“ „Þetta var fagmannlega gert, náðum að halda 100 prósent fókus allan tímann,“ sagði miðjumaðurinn knái Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir að Ísland vann Grænhöfðaeyjar í fyrsta leik milliriðilsins á HM í handbolta með tíu marka mun, lokatölur 40-30. 18.1.2023 19:00
Frakkar áfram með fullt hús stiga Frakkland er enn með fullt hús stiga á HM í handbolta en liðið vann Svartfjallaland með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna í milliriðli, lokatölur 35-24. 18.1.2023 18:35
„Örlítið verri en George skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni að undanförnu. Farið var yfir baráttu Toronto Raptors og Atlanta Hawks, hvað Sacramento Kings ætti að gera á leikmannamarkaðnum, hvort það sé verðbólga í NBA og hversu ömurleg Rudy Gobert skiptin voru. 17.1.2023 07:00