Hamar upp í Subway deildina Hamar tryggði sér í kvöld sæti í Subway deild karla á næstu leiktíð með sigri á Skallagrími í oddaleik. Lokatölur í Hveragerði 93-81 og Hamar komið aftur upp í deild þeirra bestu. 24.4.2023 21:45
Atalanta galopnaði Meistaradeildarbaráttuna með sigri á Rómverjum Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann Roma 3-1 í eina leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigur Atalanta galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti. 24.4.2023 20:55
„Þegar þú ert í Val þá er ekkert annað í boði en að vinna titla“ Adam Ægir Pálsson segir meiri pressu fylgja því að spila fyrir Val samanborið við Keflavík hvar sem hann spilaði í fyrra. Adam Ægir varð stoðsendingakóngur á síðustu leiktíð og lagði upp tvö mörk þegar Valur vann Fram í Bestu deild karla á sunnudag. 24.4.2023 20:15
Ellismellir orðaðir við Barcelona Ekki nóg með það að verðandi Spánarmeistarar Barcelona ætli að sækja hundgamlan Lionel Messi þegar félagaskiptaglugginn opnar heldur virðist liðið líka ætla að sækja gamlan framherja til að krydda upp á sóknarleik liðsins. 24.4.2023 19:31
Kolbeinn Birgir skoraði þegar Lyngby missti niður tveggja marka forystu Íslendingalið Lyngby gerði 2-2 jafntefli við OB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lyngby komst tvívegis yfir í leiknum. 24.4.2023 19:00
Strax byrjað að skipuleggja næsta tímabil þó liðið sé í undanúrslitum Lið Hauka í Olís deild kvenna í handbolta hefur þegar hafið að safna liði fyrir komandi tímabil. 24.4.2023 18:17
Viktor í Val Handknattleiksmaðurinn Viktor Sigurðsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Vals. Frá þessu greinir Valur á samfélagsmiðlum sínum. 24.4.2023 17:31
Hin tólf ára Garima Íslandsmeistari í tennis Rafn Kumar Bonifacius og Garima Nitinkumar Kalugade urðu um helgina Íslandsmeistarar í tennis utanhúss. Garima er aðeins 12 ára gömul og er talin eitt mesta efni sem upp hefur komið á Íslandi. 24.4.2023 17:00
Aron ekki með Íslandi í Ísrael Aron Pálmarsson mun ekki leika með íslenska landsliðinu í handbolta þegar liðið mætir Ísrael ytra í undankeppni EM 2024. Hann er meiddur. 24.4.2023 14:19
Allt undir í Hveragerði Hamar og Skallagrímur mætast í oddaleik um sæti í Subway deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Spennan er gríðarleg fyrir leik kvöldsins en rimma liðanna hefur verið hreint út sagt mögnuð. 24.4.2023 13:00