Sögulegur leikur í Njarðvík Kvennalið Njarðvíkur mætir Grindavík í Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu á gervigrasinu fyrir utan Nettóhöllina í dag, laugardag. Um er að ræða sögulegan leik þar sem þetta er fyrsti meistaraflokksleikur Njarðvíkurliðsins. 29.4.2023 10:00
Pökkuðu Grizzlies saman og sendu í sumarfrí | Kóngarnir knúðu fram oddaleik Los Angeles Lakers pakkaði Memphis Grizzlies ofan í ferðatösku og sendi á leið í sumarfrí með 40 stiga sigri í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Sacramento Kings tryggðu sér oddaleik gegn ríkjandi meisturum Golden State Warriors með öruggum sigri. 29.4.2023 09:30
Eyddi þrettán mínútum í markspyrnur gegn Arsenal Gavin Bazunu, markvörður Southampton eyddi þrettán mínútum í að taka markspyrnur i 3-3 jafnteflinu gegn Arsenal þegar liðin mættust á dögunum. Þá tekur Nick Pope, markvörður Newcastle United, að meðaltali 37 sekúndur í hverja markspyrnu. 27.4.2023 07:01
Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar Vals geta fallið úr leik og nýliðavalið í NFL Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í kvöld. Íslandsmeistarar Vals í körfubolta karla verða að vinna Þór Þorlákshöfn ætli þeir sér ekki í sumarfrí. 27.4.2023 06:00
Pálmi Rafn heim á Húsavík Pálmi Rafn Pálmason, íþróttastjóri KR, hefur fengið félagaskipti yfir í uppeldisfélag sitt Völsung sem leikur í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar. 26.4.2023 23:31
„Raunveruleikinn er sá að við erum enn á eftir Arsenal“ Þrátt fyrir 4-1 sigur á Arsenal í kvöld þá sendi Pep Guardiola skýr skilaboð til sinna manna þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Manchester City mun ekki slaka á þrátt fyrir sigurinn og þó liðið eigi leiki til góða. Það þarf að klára dæmið. 26.4.2023 23:02
Barcelona tapaði óvænt fyrir Rayo Vallecano Barcelona, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, tapaði einkar óvænt fyrir Rayo Vallecano í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, í kvöld. 26.4.2023 22:16
Inter í bikarúrslit á kostnað Juventus Inter vann 1-0 sigur á Juventus í síðari leik liðanna í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar. Þar sem fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli er Inter komið í úrslit. 26.4.2023 21:45
Manchester City pakkaði Arsenal saman í toppslagnum á Englandi Englandsmeistarar Manchester City unnu Arsenal 4-1 á Etihad-vellinum í Manchester í uppgjöri toppliða ensku úrvalsdeildarinnar. 26.4.2023 21:15
Meistaradeildarvonir Liverpool lifa | Ömurlegt gengi Chelsea heldur áfram Liverpool kom til baka gegn West Ham United og hélt Meistaradeildarvonum sínum á lífi með sigri í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Allt og allir sem tengjast Chelsea óska þess svo að tímabilið klárist sem fyrst en liðið tapaði gegn Brentford á heimavelli í kvöld. 26.4.2023 20:45