Aðeins fjörutíu prósent sem taka þátt á HM telja sig spila fótbolta að atvinnu Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu fer fram í sumar. Aðeins 40 prósent keppenda lítur á sig sem atvinnumann og þá spiluðu 29 prósent frítt í undankeppninni. Þetta kemur fram í skýrslu sem leikmannasamtökin FIFPro en samtökin gera sitt besta til að vernda hagsmuni knattspyrnufólks. 22.6.2023 09:01
Endaði á spítala eftir að vera bitinn af könguló Markvörðurinn Nick Marsman, samherji Lionel Messi hjá Inter Miami, þurfti að eyða þremur dögum á spítala eftir að vera bitinn af könguló í því sem átti að vera afslöppuð ferð í dýragarðinn. 22.6.2023 08:30
Gagnrýndur eftir að leikmaður fór úr brúðkaupsferð en fékk ekkert að spila Boubacar Kamara, miðjumaður Aston Villa, var kallaður inn í franska landsliðið í knattspyrnu fyrir nýafstaðið landsliðsverkefni. Kamara spilaði hins vegar núll mínútur sem hlýtur að teljast svekkjandi þar sem hann var í miðri brúðkaupsferð. 21.6.2023 16:30
Mál fyrirliða Man United aftur fyrir dómara í febrúar Réttað verður að nýju yfir Harry Maguire í febrúar á næsta ári, tæpu þremur og hálfu ári eftir að hann var handtekinn í Grikklandi. 21.6.2023 16:01
Í fyrsta sinn sem konur stýra félagi sem aðalþjálfari og framkvæmdastjóri Stockton Kings braut blað í sögu félagsins sem og G-deildarinnar í körfubolta þegar liðið réð Lindsey Harding sem aðalþjálfara og Anjali Ranadivé sem framkvæmdastjóra. 21.6.2023 14:30
Söguleg endurkoma Moldóvu gegn Póllandi Segja má að sigur Moldóvu á Póllandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sérstaklega ef horft er til þess að Pólverjar voru 2-0 yfir í hálfleik. 21.6.2023 13:30
Diljá Ýr til Belgíu Framherjinn Diljá Ýr Zomers hefur gengið í raðir belgíska félagsins Leuven frá sænska félaginu Norrköping. Ekki kemur fram um hversu langan samning er að ræða. 21.6.2023 12:31
Havertz svo gott sem genginn í raðir Arsenal Þýski framherjinn Kai Havertz er svo gott genginn í raðir Arsenal frá Chelsea. Það stefnir því að hann muni leika áfram í Lundúnum á næstu leiktíð. Skytturnar borga rúmlega 65 milljónir punda [rúma 11 milljarða íslenskra króna]. 21.6.2023 12:00
Besta upphitunin: „Nóg af leikjum eftir og það geta allir tekið stig af öllum“ Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðabliks, og Katla Tryggvadóttir, leikmaður Þróttar Reykjavíkur, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. 21.6.2023 11:00
Breiðablik gæti mætt FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu Ef allt gengur upp munu Íslandsmeistarar Breiðabliks og Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar mætast í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þrír Íslendingar eru meðal leikmanna FCK, þar á meðal sonur þjálfara Breiðabliks. 21.6.2023 10:44