„Ég veit við erum búnar að tala um þetta milljón sinnum“ Fyrir mót var Stjörnunni spáð Íslandsmeistaratitlinum í Bestu deild kvenna í fótbolta af Vísi. Eftir tap gegn botnliði Selfoss er Stjarnan nær fallbaráttunni heldur en toppbaráttunni. Farið var yfir leik Stjörnunnar í síðasta þætti Bestu markanna. 24.6.2023 11:00
Meiðslahelvíti Lonzo Ball ætlar engan endi að taka Chicago Bulls hefur gefið út að það reikni ekki með að leikstjórnandinn Lonzo Ball geti spilað með liðinu í NBA-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 24.6.2023 10:15
Sá markahæsti um áhuga frá Belgíu: „Myndi ekki hoppa á hvað sem er“ Stefán Ingi skoraði bæði mörk Breiðabliks í 5-2 tapi gegn HK á föstudag. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 10 mörk um þessar mundir og hefur vakið athygli erlendis. 24.6.2023 09:31
Busquets til liðs við Messi og félaga á Miami Miðjumaðurinn Sergio Busquets og Lionel Messi verða liðsfélagar á ný hjá Inter Miami í MLS-deildinni í fótbolta. 24.6.2023 09:00
Myndband: Fólk trúði vart eigin augum þegar Sigurjón Ægir lyfti lóðunum Sigurjón Ægir Ólafsson keppir nú á Heimsleikunum eða Special Olympics sem fram fara í Berlín í Þýskalandi. Myndband af honum að taka réttstöðulyftu hefur vakið gríðarlega athygli. 24.6.2023 08:01
Chelsea neitar að sleppa Mount til Man United Chelsea neitaði þriðja tilboði Manchester United í enska miðjumanninn Mason Mount. Á meðan Chelsea virðist til í að selja mann og annan til Sádi-Arabíu þá neitar það að senda Mount til Manchester-borgar. 24.6.2023 07:01
Dagskráin í dag: Besta og golf Besta deild karla í knattspyrnu og golf er í fyrirrúmi hjá okkur á Stöð 2 Sport í dag. 24.6.2023 06:01
Fjárfestingasjóður ríkistjórnar Katar kaupir hlut í þremur íþróttaliðum frá Washington Fjárfestingasjóður á vegum ríkisstjórnar Katar hefur keypt rúmlega fimm prósent hlut í þremur íþróttaliðum Washington-borgar í Bandaríkjunum. Er þetta talið vera í fyrsta sinn sem Katar fjárfestir í bandarískum íþróttaliðum. 23.6.2023 23:31
Benítez tekur við Celta Vigo Rafael Benítez, fyrrverandi þjálfari Liverpool, Newcastle United, Real Madríd og fleiri liða, er tekinn við liði Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni. Hann mun því ekki taka við Ítalíumeisturum Napoli eins og umræða var um. 23.6.2023 22:20
Grétar Rafn hættir hjá Tottenham Grétar Rafn Steinsson er á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur. Þessu greina enskir fjölmiðlar frá í kvöld, þar á meðal The Athletic. 23.6.2023 20:31