Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 2.11.2023 19:02
Ljósleiðaradeildin í beinni: Allt í járnum á toppnum Áttunda umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike klárast í kvöld. Þrjár viðureignir fara fram en þrjú af efstu fjórum liðum deildarinnar eiga leik í kvöld. 2.11.2023 18:56
Vandræði Man Utd halda áfram: Casemiro meiddur af velli Ekki nóg með að Manchester United hafi steinlegið á heimavelli gegn Newcastle United í leik liðanna í enska deildarbikarnum heldur fór brasilíski miðjumaðurinn Casemiro meiddur af velli í hálfleik. Ólíklegt er að hann verði með liðinu um komandi helgi. 2.11.2023 17:45
Rannsaka hvort faðir norsku hlaupabræðranna hafi beitt þá líkamlegu ofbeldi Gjert Ingebrigtsen þjálfaði syni sína lengi vel og allir urðu þeir afreksíþróttamenn. Lögreglan í Noregi hefur nú hafið rannsókn þar sem Gjert hefur verið ásakaður um að beita bræðurna þrjá líkamlegu ofbeldi á meðan hann var þjálfari þeirra. 31.10.2023 07:00
Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík, Körfuboltakvöld Extra, Lokasóknin og margt fleira Það er nóg um að vera á þægilegum þriðjudegi á rásum Stöðvar 2 Sport. 31.10.2023 06:00
Níu handteknir eftir árás á liðsrútu Lyon Alls hafa níu verið handteknir eftir að stuðningsmenn Marseille réðust á liðsrútu Lyon fyrir leik liðanna í frönsku úrvalsdeildinni með þeim afleiðingum að sauma þurfti 13 spor í andlit Fabio Grosso, þjálfara Lyon. 30.10.2023 23:31
Arnór orðaður við Leicester City Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er orðaður við Leicester City, topplið ensku B-deildarinnar, en hann spilar í dag með Blackburn Rovers í sömu deild. 30.10.2023 23:00
Íslandsmeistarar Vals lögðu botnlið Aftureldingar Íslandsmeistarar Vals lögðu Aftureldingu, botnlið Olís-deildar kvenna, í eina leik kvöldsins. Lokatölur í Mosfellsbæ 23-29. 30.10.2023 22:31
Messi kosinn bestur í áttunda sinn Argentínumaðurinn Lionel Messi hlaut í kvöld Gullboltann (Ballon d‘Or) fyrir að vera besti knattspyrnumaður í heimi. Þetta er í áttunda sinn sem hann hlýtur verðlaunin. 30.10.2023 21:48
Alexander Petersson lánaður til Katar Gamla brýnið Alexander Petersson hefur verið lánaður til handboltadeildar Al Arabi í Katar frá Val. 30.10.2023 21:42