Bjarni Þór sigraði í svigi á alþjóðlegu móti Bjarni Þór Hauksson, A-landsliðsmaður í alpagreinum, sigraði á alþjóðlegu móti í svigi í Geilo í Noregi á laugardag, 9. desember. Bjarni Þór er búsettur í bænum þar sem hann stundar nám. 10.12.2023 17:30
Snæfríður Sól í sjöunda sæti á EM Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti til úrslita í 200 metra skriðsundi á EM í 25 metra laug. Endaði hún í 7. sæti. 10.12.2023 17:01
Körfuboltakvöld um atvikið á Króknum: „Ég þekki ekki reglurnar“ „Ég þekki ekki reglurnar en ég hélt að þetta væri alltaf þannig að ef boltinn er búinn að fara í spjaldið máttu ekki slá hann,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, um atvik sem átti sér stað í leik Tindastóls og Hattar í Subway-deild karla í körfubolta. 10.12.2023 08:01
Dagný hrósar West Ham fyrir stuðninginn í óléttunni Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona Íslands og fyrirliði West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, hefur hrósað félagi sínu fyrir stuðninginn en hún er sem stendur ólétt af sínu öðru barni. 10.12.2023 07:01
Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og Þýskalandi, körfubolti, handbolti, NFL og NHL Það er ótrúleg dagskrá framundan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 10.12.2023 06:00
Körfuboltakvöld um Hamar: „Þarf einhver annar í liðinu að stíga upp og gera hluti“ Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var farið yfir magnaða frammistöðu Jalen Moore í naumu tapi Hamars gegn Þór Þorlákshöfn. Teitur Örlygsson vill sjá aðra leikmenn Hamars stíga upp. 9.12.2023 23:00
„Stuðningsmennirnir lyftu okkur í dag“ „Mér líður virkilega, virkilega vel og er mjög hamingjusamur,“ sagði sigurreifur Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa, að loknum 1-0 sigri sinna manna á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er í bullandi titilbaráttu. 9.12.2023 22:31
Inter á toppinn á Ítalíu Inter er komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, eftir öruggan 4-0 sigur á Udinese. Atalanta vann dramatískan sigur á AC Milan. Í Þýskalandi vann RB Leipzing útisigur á Borussia Dortmund. 9.12.2023 21:46
Svíþjóð og Danmörk í átta liða úrslit Svíþjóð og Danmörk eru komin á 8-liða úrslit HM kvenna í handbolta. Þá tókst Kína að jafna Ísland að stigum í baráttunni um Forsetabikarinn. 9.12.2023 21:31
„Hlutirnir þurfa líka að falla með þér“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var eðlilega heldur súr þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 1-0 tap sinna manna gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham. 9.12.2023 21:06