Kelce framlengir og verður launahæsti innherji sögunnar Raðsigurvegarinn Travis Kelce hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við NFL-meistaralið Kansas City Chiefs. Gerir samningurinn hann að launahæsta innherja sögunnar. 29.4.2024 23:01
Lewandowski með þrennu er Barcelona kom til baka gegn Valencia Barcelona vann 4-2 sigur á Valencia í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í fótbolta, eftir að lenda undir í fyrri hálfleik. Það hjálpaði vissulega til að Giorgi Mamardashvili, markvörður gestanna, fékk rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan vítateigs í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 29.4.2024 21:25
Albert skoraði þegar Genoa gulltryggði sætið í efstu deild Albert Guðmundsson og félagar í Genoa tryggðu í kvöld sæti sitt í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, með 3-0 sigri á Cagliari. 29.4.2024 20:46
Aldís Ásta frábær þegar Skara komst í undanúrslit Sænska handknattleiksliðið Skara er komið í undanúrslit efstu deildar kvenna. Aldís Ásta Heimisdóttir átti stóran þátt í sigir kvöldsins. 29.4.2024 19:16
Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. 29.4.2024 19:00
Sigvaldi Björn markahæstur þegar Kolstad komst í úrslit Hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson leiddi sína menn í Kolstad til sigurs gegn Drammen í öðru leik liðanna í fjögurra liða úrslitum norsku úrvalsdeildar karla í handbolta. Sigvaldi Björn, sem er fyrirliði liðsins, var markahæstur allra í leiknum. 29.4.2024 18:30
Hrafnhildur Anna til Stjörnunnar Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir hefur samið við Stjörnuna og mun ganga í raðir félagins þegar yfirstandandi tímabili í Olís-deild kvenna í handbolta lýkur. Hrafnhildur Anna skrifar undir tveggja ára samning í Garðabæ en hún kemur frá Íslandsmeisturum Vals. 29.4.2024 18:01
Nær allir leikmenn Man Utd til sölu fyrir rétt verð Flestir af stærstu fjölmiðlum Bretlandseyja hafa staðfest að enska knattspyrnufélagið Manchester United sé tilbúið að hlusta á tilboð í nærri alla leikmenn liðsins, þar á meðal Marcus Rashford. 29.4.2024 17:15
Þjálfari Orra Steins sáttur: Hann hefur haldið kjafti Jacob Neestrup, þjálfari Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, var eðlilega sáttur með frammistöðu Orra Steins Óskarssonar í gær þegar FCK lagði AGF 3-2 þökk sé þrennu frá Orra. 29.4.2024 07:02
Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur í Bestu, úrslitakeppni í Subway og NBA ásamt allskonar Það er að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport. Við bjóðum upp á Bestu deild karla í fótbolta, úrslitakeppni karla í körfubolta, NBA-deildina í körfubolta og þar fram eftir götunum. 29.4.2024 06:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent