Albert Guðmunds: Verður að hafa sjálfstraust og trúa á sjálfan þig Fjölmiðillinn CBS hefur birt stutta heimildamynd um landsliðsmanninn Albert Guðmundsson og veru hans hjá Genoa. 6.5.2024 07:01
Dagskráin í dag: Stúkan, Körfuboltakvöld, Lögmál leiksins og stórleikir Það er að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 9 beinar útsendingar á dagskrá. 6.5.2024 06:00
Miðvarðamartröð Man United heldur áfram Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Hann missir því af síðustu deildarleikjum Man United og líklega úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá gæti landsliðssæti hans einnig verið í hættu. 5.5.2024 23:31
Mitchell skaut Cleveland í undanúrslit Austursins Cleveland Cavaliers hafði betur í oddaleik gegn Orlando Magic í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Austurhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Donovan Mitchell skoraði 39 stig fyrir Cleveland í leik sem endaði 106-94. 5.5.2024 23:00
Loksins landaði Lando sigri í Formúlu 1 Lando Norris vann í kvöld sinn fyrsta Formúlu 1 kappakstur. Hann kom fyrstur í mark á meðan ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen var í öðru sæti og Charles Leclert var þriðji. 5.5.2024 22:31
Guðmundur og Íslendingalið Ribe-Esbjerg í undanúrslit Tvö Íslendingalið eru komin í undanúrslit dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Um er að ræða lærisveina Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia og Ribe-Esbjerg. 5.5.2024 20:30
Afturelding einum sigri frá úrslitum Afturelding lagði Val í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Heimamenn leiddu allan leikinn en gestirnir gerðu áhlaup í blálokin og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, lokatölur 26-25. 5.5.2024 20:01
Lærisveinar Freys felldu Guðlaug Victor og Alfreð Finnboga Freyr Alexandersson og hans lærisveinar í KV Kortrijk unnu 1-0 sigur á Eupen í fallriðli belgísku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Það þýðir að Íslendingalið Eupen er fallið en Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í dag á meðan Alfreð Finnbogason var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. 5.5.2024 19:36
Sverrir Ingi lagði upp sigumarkið sem galopnaði toppbaráttuna Toppbarátta dönsku úrvalsdeildar karla í fótbolta er hreint út sagt með ólíkindum þegar fjórar umferðir eru eftir. Sverrir Ingi Ingason lagði upp sigurmark Midtjylland í 3-2 sigri á toppliði Bröndby. 5.5.2024 18:50
Magdeburg á toppinn eftir stórleik Íslendinganna Íslendingarnir í Magdeburg skiluðu sínu þegar liðið tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildar karla í handbolta eftir sex marka sigur á Lemgo, lokatölur 34-28 Magdeburg í vil. 5.5.2024 18:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent