Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mið­varða­mar­tröð Man United heldur á­fram

Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Hann missir því af síðustu deildarleikjum Man United og líklega úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá gæti landsliðssæti hans einnig verið í hættu.

Mitchell skaut Cle­veland í undan­úr­slit Austursins

Cleveland Cavaliers hafði betur í oddaleik gegn Orlando Magic í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Austurhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Donovan Mitchell skoraði 39 stig fyrir Cleveland í leik sem endaði 106-94.

Loksins landaði Lando sigri í For­múlu 1

Lando Norris vann í kvöld sinn fyrsta Formúlu 1 kappakstur. Hann kom fyrstur í mark á meðan ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen var í öðru sæti og Charles Leclert var þriðji.

Aftur­elding einum sigri frá úr­slitum

Afturelding lagði Val í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Heimamenn leiddu allan leikinn en gestirnir gerðu áhlaup í blálokin og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, lokatölur 26-25.

Læri­sveinar Freys felldu Guð­laug Victor og Al­freð Finn­boga

Freyr Alexandersson og hans lærisveinar í KV Kortrijk unnu 1-0 sigur á Eupen í fallriðli belgísku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Það þýðir að Íslendingalið Eupen er fallið en Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í dag á meðan Alfreð Finnbogason var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Sjá meira