Rosenörn yfirgefur Stjörnuna þó tímabilinu sé ekki lokið Markvörðurinn Mathias Rosenörn mun ekki spila meira fyrir Stjörnuna á þessari leiktíð eftir að hafa fengið samningi sínum rift um síðustu mánaðarmót. 5.9.2024 11:02
Formaður FRÍ óttast ekki að frjálsíþróttir sitji eftir „Fögnuður náttúrulega, erum búin að bíða lengi eftir þessum degi að ákvörðun sé tekin,“ sagði Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasamband Íslands, um þá ákvörðun að nú sé Laugardalsvöllur alfarið tileinkaður fótbolta. Frjálsar íþróttir yfirgefa því Laugardalsvöll en eiga að fá nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum. 3.9.2024 07:01
Dagskráin í dag: Lokasóknin og hafnabolti Það er þægilegur þriðjudagur á dagskrá Stöðvar 2 Sport. 3.9.2024 06:02
Slot fór í saumana á öruggum sigri sinna manna á Old Trafford Arne Slot, þjálfari Liverpool, var mjög svo hreinskilinn þegar hann ræddi við Sky Sports eftir 3-0 sigur sinna manna á Manchester United í Leikhúsi draumanna, Old Trafford. Hann fór yfir hvernig lið hans lagði leikinn upp og hvar það vildi særa lið heimamanna. 2.9.2024 23:30
Arftaki Orra Steins fundinn FC Kaupmannahöfn hefur fundið arftaka landsliðsframherjans Orra Steins Óskarssonar. Sá heitir German Onugkha og var markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á síðustu leiktíð. 2.9.2024 22:46
Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2.9.2024 22:02
Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. 2.9.2024 21:32
Ingibjörg til liðs við Bröndby Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir er mætt til Bröndby í Danmörku og mun spila með liðinu út yfirstandandi leiktíð. Hún verður annar Íslendingurinn í herbúðum liðsins en Hafrún Rakel Halldórsdóttir spilar einnig með Bröndby. 2.9.2024 19:50
KR mun spila í Macron á næstu leiktíð Karla- og kvennalið KR í knattspyrnu munu leika í treyjum frá Macron á næstu leiktíð. Frá þessu greindi félagið á samfélagsmiðlum sínum. 2.9.2024 19:16
Nýr miðjumaður Arsenal frá næstu tvo mánuðina Mikel Merino, miðjumaður Arsenal, verður frá næstu tvo mánuðina vegna meiðsla á öxl. 2.9.2024 18:33