Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Stefán Teitur Þórðarson lék sinn 21. A-landsleik í 2-0 sigrinum á Svartfjallalandi. Hann er þó langt frá því að vera leikjahæsti landsliðsmaðurinn í fjölskyldu sinni enda kemur hann af mikilli fótboltaætt. 8.9.2024 10:16
Orðlaus Sabalenka kom sá og sigraði í New York Aryna Sabalenka frá Hvíta Rússlandi stóð uppi sem sigurvegari á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir frábæran sigur á Jessicu Pegula í tveimur settum, 7-5 og 7-5, á Flushing Meadows-vellinum í New York. 8.9.2024 09:31
Fram upp í Bestu deild kvenna Fram hefur tryggt sér sæti í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð. Það gerði liðið með frábærum 5-0 sigri á toppliði FHL í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. 7.9.2024 16:12
Alexandra í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Alexandra Jóhannsdóttir spilaði rúma klukkustund þegar Fiorentina lagði Ajax 1-0 í Meistaradeild Evrópu kvenna í fótbolta. 7.9.2024 15:57
Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. 7.9.2024 15:31
Hefur aldrei sungið þjóðsönginn og byrjar ekki á því í dag Hinn írski Lee Carsley, tímabundinn þjálfari enska A-landsliðsins, söng hvorki þjóðsönginn þegar hann spilaði fyrir Írland né þegar hann þjálfaði U-21 árs landslið Englands. Hann mun ekki byrja á því í dag þegar hann mætir þjóð sinni undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. 7.9.2024 15:02
Memphis og Martial á leið til Brasilíu Tveir fyrrverandi framherjar Manchester United eru báðir á leið til Brasilíu. Memphis Depay hefur skrifað undir tveggja ára samning við Corinthians á meðan Anthony Martial er við að semja við Flamengo. 7.9.2024 14:31
Sædís Rún og stöllur einu skrefi nær riðlakeppninni Sædís Rún Heiðarsdóttir spilaði síðari hálfleikinn í 3-1 sigri Vålerenga á Farul Constanta frá Rúmeníu. Sigurinn hleypir Vålerenga einu skrefi nær riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er merkilegur fyrir þær sakir að liðið var manni færri og marki undir frá því á 30. mínútu. 7.9.2024 14:02
Gengur til liðs við Dubai United þrátt fyrir fangelsisdóm í heimalandinu Quincy Promes, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur vegna eiturlyfjasmygls í heimalandi sínu Hollandi. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur nú samið við Dubai United sem spilar í B-deildinni í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. 7.9.2024 12:46
Nýi maðurinn allt í öllu þegar Ernirnir sóttu sigur í Brasilíu Eins og þekkt er orðið spilar NFL-deildin alltaf þónokkra leiki utan Bandaríkjanna ár hvert. Að þessu sinni fór leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers í São Paulo í Brasilíu. Þar stal Saquon Rasul Quevis Barkley senunni með þremur snertimörkum fyrir Ernina frá Fíladelfíu. 7.9.2024 12:01